Vikan

Útgáva

Vikan - 09.08.1973, Síða 33

Vikan - 09.08.1973, Síða 33
Það er erfitt aö lýsa Joan Baez. Hún er þrjátiu og tveggja ára, grönn og viökvæmnisleg kona. I brúnu andliti hennar, umluktu svörtu hári, vekja stór, dökk augun mesta athygli. Tærri rödd hennar likti rithöf- undurinn Ernest Hemingway viö fjallalæk. Fyrir rúmum fimm árum var fingerö stúlka viö nám i gitarleik og söng við Tónlistarháskólann i Vinarborg. Faöir hennar var prófessor i efnafræði og af mexikönsku bergi brotinn, móðir hennar skozk i aöra ætt og þýzk i hina. Þá voru Bill Haley og Peter Kraus eftirlætisgoö æsk- unnar og stúdentarnir skemmtu sér á saklausan hátt i náttfatapartýj- um. Við þessar kringumstæöur skaut Joan Baez upp kollinum meö git- arinn sinn. Hún söng þjóölög hvarvetna að úr heiminum og sagði frá Mahatma Gandhi. Hún flutti mál sitt ofstækislaust en af hnitmiöaðri staðfestu: „Viö getum, viö veröum aö breyta heiminum. An valbeit- ingar, en meö þeim styrk, sem sannfæringin ljær okkur. Þjóöfélags- kerfið, sem viö búum við, byggist á valdbeitingu — þess vegna fáum við engu áorkað með þvi að beita valdi. En valdið má sin einskis gegn ein- lægum vilja og hyggindum.” Stuttu siðar varð Joan Baez fræg. Hún var „uppgötvuö” á hljóm- leikahátið árið 1959. Á fyrstu hljómplötunni, sem gefin var út með söng hennar, voru lögin „Donna Donna” og „The House of the Rising Sun”, sem þegar hafa fengið á sig þjóösagnablæ. Robert Zimmermann, ó- framfærni undirleikarinn hennar, varð lika brátt kunnur undir nafninu Bob Dylan, sem einn fremsti mótmælasöngvari i Bandarikjunum. „Þá var ég laus i rásinni”, segir Joan Baez. Hún baöaði sig i frægð- inni, græddi á söngnum og ók berfætt i Rolls-Royce. Hún var samt fljót að rasa út. Tæpu ári siðar sagði hún skiliö viö munaðinn og hóf að starfa með umbótahreyfingunni. Joan Baez haföi fundið sjálfa sig. Árið 1962 fór hún i fyrstu ferð sina um Suðurriki Bandarikjanna til þess aö mótmæla kynþáttamisréttinu. 1 fylgd meö henni voru móðir hennar og systir, Mimi Farina, sem hafði getið sér nokkurn oröstir sem söngkona. Fremstur i flokki var þó Martin Luther King, sem hafði til- einkað sér baráttuaðferðir Gandhis, andspyrnu án valdbeitingar. „Þá sungum við öll, We shall overcome, og flest okkar héldu, að viö gætum breytt heiminum með þvi einu að syngja. En við urðum vitni að skotár- ásum, sem sýndu okkur fram á, aðsöngurinn einn nægði ekki.” Skotin hæfðu Martin Luther King og nokkra stúdenta frá Berkeley, sem sett höfðu blóm i byssuhlaup öryggislögreglunnar. Joan Baez hélt baráttunni áfram á sinn hátt. „Ég trúi ekki á stór stökk, heldur á hægfara umbætur.” Arið 1964 stofnaði hún hreyfinguna „Skattgreiðendur andvigir striði”. „Stefna hreyfingarinnar er mjög einföld”, segir hún. „Ég greiöi ekki vissan hluta skattanna, þann sem notaður er til vigbúnaðar. Fyrir það er ég leidd fyrir rétt. Nú telur hreyfingin nokkur þúsund meðlimi. Starfsemi okkar veitir réttarkerf- inu verkefni við þess hæfi, auk þess sem okkur veitist kærkomið tæki- færi til þess að gera dómurum þess ljóst, að þeir eru verkfæri striös- glæpamanna. Það er holl lexia.” Til frekari þekkingarauka s.tofnaði hún árið 1965, ásamt ljóöskáldinu Ira Sandperle, „Miðstöð gegn valdi” i Kaliforniu. Þeir sem vilja geta þar lært, „hvernig nota á lagalegan möguleika i baráttu án valdbeit- ingar”. „Hingaö til hafa uppfinningamenn notað hæfileika sina til þess að þróa tæki til valdbeitingar”, segir Joan. „Okkar hlutverk er að finna friðsamlegar varúðarráðstafanir.” Aður bætti Joan gjarnan við „eða hvað?” Nú telur hún sig ekki þurfa þess lengur. Ég er búin aö átta mig og veit nú að leiðin, sem ég hef vai- ið, er sú rétta”. Áriö 1966 söng hún pólitiska söngva opinberlega viða um heim og lék sjálf undir á gitarinn. Arið 1967 skipulagði hún „Göng- una til Washington”, söng gegn dauðarefsingunni fyrir utan dauðaklef- ana i San Quentin, og var frumkvööull fjölda annarra mótmælaaö- gerða. Hún, móðir hennar og systir, voru fangelsaðar fyrir að hafa komið af stað setuverkfalli fyrir framan byggingu, þar sem skráðir voru hermenn, sem fara áttu til Vietnam. Dómsúrskurðurinn var ,,Hvarert þú nú, sonur minn?" heitir nýjasta plata Joan Baez. Á henni er flutt efni, sem Joan safnaöi og samdi í N-Víetnam. Dyggöur á þvi”, að konurnar höfðu hindrað frjálsa borgara i þvi að skipa sér undir merki þjóðarinnar”. Um leið og Joan hafði verið látin laus, söng hún: „Játist þeim mönnum, sem hlýða ekki herkvaðningu.” Joan sagði sjálf já — viö David Harris, foringja þeirra, sem neituðu að gegna herþjónustu. Þremur mánuðum siðar var Harris dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar. Það var hjónabandinu ekki til góðs — af þvi er ekki annað eftir en þriggja ára gamall sonur. „Enn skilur ofurlitið á milli einkalifs mins og sannfæringar minnar”, segir hún. „Þennan mun verð ég að jafna”. Joan Baez berst á tveimur vigstöövum, á stjórnmálasviðinu og viö magann i sjálfri sér. Á söng- feröalögum kemur hún tæpast nokkru niður nema kamillitei og áður en hún kemur fram titrar hún frá hvirfli til ylja. „Ég er hlægilega mikil raggeit. Sjái ég reiðileg andlit, sprettur svitinn út á mér. Þegar ég ætla aö tala, er ég alltaf sannfærð um að ég muni stama. Þegar ég geng fram á sviðið, held ég að ég detti i næsta spori. En mér skal takast að komast yfir þetta.” Ein námsgreinin í ,,Miöstöð gegn valdi" er leikfimi. í dagbók sina skrifaðj hún: „Ég er að byrja að vinna bug á óttanum. 1 dag kastaði ég bara einu sinni upp, borðaði fullan disk af hrisgrjónum og fann ekki fyrir skjálfta'i hnjánum i tvær klukkustundir samfleytt. Ég sá meira aö segja ekki eitt einasta andlit, sem ég óttaöist”. Þetta skrifaði Joan á hóteli i Hanoi eftir tólf daga stöðugar loftárásir. Mestan hluta þess tima sat hún i kjallara hótelsins og söng, söng fyrir pólska og kúbanska sjómenn, sem komust ekki til hafs vegna tundurdufla, sem komið hafði verið fyrir i höfnum landsins. Hún söng fyrir indverska kaupmenn og bændur, sem komnir voru til Hanoi og mótmæltu loftár- asunum meö veru sinni þar. „Allt i einu varð ég örugg meö mig”, segir Joan. „Ég gerði mér skyndilega ljóst, að ótti var ástæðulaus og sú sannfæring hafði strax mikil áhrif á mig. Ég söng til þess aö þakka fé- lögum minum fyrir hugrekkiö, sem þeir höfðu veitt mér”. Rödd hennar gaf sig aðeins, ef sprengja féll mjög nærri, en þá sagöi einn áheyrenda: „Syngdu áfram Joan. Þetta var ekkert sérstakt: Og Joan hóf að skrifa niöur, þaö sem gerðist. Það varð aö ljóöi. óbreyttri lýsingu á raunveruleikanum ogtitill ljóösins varð kvein vietnömsku móðurinnar: „Hvar ert þú nú, sonur minn?” Það lá nærri að Joan fengi ekki að sjá son sinn aftur. Stjórnvöld i Bandarikjunum ætluðu að banna þessarri óþægilegu rödd aö koma aft- ur heim. En Joan hafði séð við þeim. 1 farangri sinum hafði hún sex hundruð bréf frá bandariskum striösföngum i N-Vietnam. En i farangri sinum geymdi hún lika ný Ijóð. Og segulbönd, sem geymdu atburði daganna tólf, samtöl i neöanjaröarbyrgjunum og litil ljóö, en einnig sýrenuvæl og sprengingar. Þessi segulbönd eru efnivið- urinn i nýrri plötu, sem Joan Baez hefur sent frá sér, og i stað þess aö á- kæra flytur hún boðskap vonar. Striöinu i Vietnam er langt frá þvi aö verða lokið”, segir hún öllum þeim, sem helzt vilja ekki heyra á Vietnam minnst. „Nú fyrst er bar- áttan gegn valdinu að hefjast.” Joan Baez mun halda starfi sinu áfram, litil og fingerð, en gædd ótrú- legu þolgæði. Þessi viðkvæmnislega söngkona hefur reynst vera sterk- ust söngvara sinnar kynslóðar. Bob Dylan hefur horfið i skugga ann- arra popsöngvara, Pete Seeger heldur áfram að syngja sömu lögin og gerðu hann vinsælan um það leyti, sem hann söng We shall overcome. Janis Joplin og Jimi Hendrix, lærisveinar Joan Baez, féllu i valinn fyrir ofneyzlu fiknilyfja. Grace Slick, sem söng Jefferson Airplane, lét einu sinni svo ummælt, að Joan Baez hefði kennt hennar kynslóð, að i söng- inum væri falinn boðskapur. „Af henni læröum við sönginn, einfaldleik- ann og bjartsýnina”. Þá bristi Joan Baez höfuðið og sagöi: „Ég er ekki bjartsýn. Ég er bara hyggin kona.” 32. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.