Vikan

Útgáva

Vikan - 09.08.1973, Síða 47

Vikan - 09.08.1973, Síða 47
En þeir „mikilvægu” i Grikklandi hafa fyrir löngu vanið sig á að hlusta á erlendar fréttasending- ar. Svo að i dag eru það stórir hópar manna, sem vita, að milli Konstantins og Papadopoulosar rikir strið upp á lif og dauða. Einnig að konungurinn gefst ekki upp átakalaust. Mikil hræðsla hefur gripið um sig innan herforingjastjórnarinn- ar. Þó að Papadopoulos hefði helzt af öllu viljað komast hjá sliku, þá hefur hin opinbera stofn- un lýðveldis og þar með að Konstantin var sviptur öllum viildum, valdið miklum óróa i Grikklandi. Hvað um fjármál Konstantins? Getur hann staðið straum af kostnaði i baráttunni gegn her- foringjunum i Aþenu? Það er ekkert strið, sem ekki kostar pen- inga. Þetta er mjög óljóst atriöi. Orðrómurinn um, að griska kon- ungsfjölskyldan eigi stórar eignir i útlöndum, jafnvel 6—800 milljónir, virðist ekki á rökum reistur. Til eru heimildir um, aö Konstantin og fjölskylda hans hafi verið snauð hér um árið. Móðir hans, hin umdeilda Friðrika, sem nú er honum til trafala, lét leysa út þýzkan arf sinn. I Þýzkalandi er sagt, að Friðrika hafi verið undir þving- unum. Hún fékk peningana, er. á lakari kjörum. Konstantin á að sjá fyrir sér, önnu Mariu, hörnum þeirra þremur og að auki ekkjudrottn- ingunni og ógiftri systur sinni Irene. Einnig nokkrum tryggum þjónum. , Konungsfjölskyldan getur ef- lasut byrjað aö spara — en kon- ungleg framkoma kostar sitt. Að auki geta komið upp vandræöi með skattinn, þegar Konstantin og fjölskylda hans eru orðin venjulegir borgarar. Ekki er einu sinni vitað, hvort hann fær að halda rikisborgararéttindum i Grikklandi. En Kostanlin er ekki alveg án , bandamanna. Hinn áhrifariki og hægrisinnaði stjórnmálamaöur Konstantin Karamanlis, sem nú býr i Paris eftir flótta frá heima- landi sinu, getur nú unnið opin- berlega meö konungnum fyrrver- andi, sem sjálfur neitar að setja nokkra fyrrverandi-nafnbót i samband við nafn sitt. Konstantin á einnig valdamikla vini i hópum Grikkja i Bandarikj- unum, i stórútgerðarfjölskyldum og viðar. En i dag er vinátta forseta Kýp- ur, Makariosar erkibiskips, hon- um mikilvægust. Hann hefur komið árlega i heimsókn til Konstantins i Róm og fer venju- lega mikið fyrir formsatriðum i þeim heimsóknum. Vitað er, að þessi duglegi preláti er einn nán- asii ráðgjafi Konstantins. Lik- legast hefur það vei'ið Makarios, sem ráðlagöi Konstantin að láta fara litið fyrir sér, svo lengi sem honum væri stætt á þvi pólitiskt — og svo lengi sem griska stjórnarandstaðan var svo dreifð sem raun bar vitni. Sambandið milli Makariosar og stjórnarinnar i Aþenu hefur verið Þrátt fyrir ritskoðun, vita stórir hópar manna i Grikk- landi, að milli Konstantíns og Papadopoulosar ríkir stríð upp á líf og dauða. nókkuð kuldalegt. Markarios hef- ur látið greinilega á sér skilja, aö hann vildi helzt, að Grikkland hyrfi aftur til lýðræðislegs stjórnarfars með stjórnarskrár- tryggðan konung sem æðsta mann rikisins. Og þá á Makarios við Konstantin konung. Spurningin, hvert Konstantin eigi að flytja, er mikið vandamál, þvi italska stjórnin vill losna við hann. Danska stjórnin lét sendi- herra sinn i Róm koma þeim skilaboðum til Konstantins, aö flutningur hans til Danmerkur kæmi ekki til greina. Sú frétt hefur örugglega fengið mikið á Konstantin, þvi hann hef- ur reiknaö með að geta stjórnað baráttunni gegrt herforingja- stjórninni i föðurlandi konu sinn- ar, sem er frægt fyrir óvinsam- lega afstöðu til herforingja- stjórna. Konungshjónin geta nátt- úrlega fengiö pólitiskt hæli hvar sem er, en þá veröur hann að hætta allri pólitiskri starfsemi. Nú hefur Konstantin hafið strið á tveim viglinum gegn herfor- ingjastjórninni. Margir griskir stuðningsmenn hans hafa látið hendur standa fram úr ermum á heima „vigstöövum” eftir að her- foringjastjórnin lagði formlega niður konungdæmiö. An efa verð- ur þess vart i Grikklandi, þó að herforingjastjornin hafi látið fangelsa fjölda leiðandi konung- hollra hermanna og stjórnmála- manna. Andstæðingar herforingja- stjórnarinnar erlendis hafa feng- ið umhugsunarefni. Mörgum þeirra er meinilla við Konstantin. En hann getur hugmyndafræði- lega séð oröið sameiningartákn (sem þeir reyna þó liklegast að losa sig viö eftir á). Það var engin tilviljun, að stjórnarandstæðingurinn Vassilis vassilokos (sá sem skrifaði hand- ritið að kvikmyndinni Z um Lambrakismálið) kom á blaða- mannafund Konstantins. Vissulega var Vassilikos gagn- /ýninn vegna tónsins i striösyfir- lýsingu Konstantins. En hann var ekki beinlinis óvinsamlegur i at- hugasemdum sinum. Þetta smá- atriöi er i sjálfu sér mjög at- hyglisvert. Papadopoulos forseti virðist taugaóstyrkur, þegar hann kem- ur fram. Og kannski ekki að á- stæðulausu. Fyrsti blaðamannafundur Konstantíns eftir sex ára þögn varö enginn stórsigur, en nærvera önnu Maríu var honum mikill styrkur. ÞAD ER BUID AÐ SETJA KONSTANTIN AF, EN HANN ER ENN MEÐ í SPILINU Konstantin var aldrei vinsæll þjóðhöfðingi, sem hafði meirihluta fólksins á bak við sig. Astæðan er augljós. Hirðin var gerspillt. Flottheit voru mikil á fjölskyldunni. Konungsættin þótti mjög dýr i rekstri i einu fátækasta landi Evrópu. 32. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.