Vikan

Tölublað

Vikan - 06.12.1973, Blaðsíða 26

Vikan - 06.12.1973, Blaðsíða 26
Hótel Loftleiðir er stærsta hótel iandsins. Þar eru herbergi og fbúðir. Meðal margvíslegrar þjónustu sem miðast við ströng- ustu kröfur bjóðum véryður afnot af sundlaug og gufubaðstofu, auk snyrti-, hárgreiðslu- og rakarastofu. Hvert sem ferðinni er heitið, getið þér fengið leigðan bfl hjá bflaleigu Loftleiða (sfmi 21190 og 21188). Hótel Loftleiðir er eina hótelið f Reykjavfk með veitingabúð sem er opin frá kl. 05, til kl. 20., alla daga. Valið er vandalaust, þvf vfsum vér yður að Hótel Loftleiðum, sfminn er 22322. HOTEL LOFTLEIÐIR/ PIERPONT-úr Kven- og karlmannsúr, margar gerðir og verð. Lóðaklukkur. Eldhúsklukkur. Vekjaraklukkur. Kertastjakar frá Dansk Design. HELGI GUÐMUNDSSON, úrsm., Laugavegi 96, sími 22750 Boteny Bay haföi beðiö i þrjá daga á legunni i La Sieba og þil- fariö leit út eins og sorphaugur. Skipið var að koma úr fellibyl. 1 átján klukkustundir höfðum viö barizt við storminn, sem lengst af hafði haft betur og skipið fór það sem þvi sýndigt og við gátum ekkert gert. Loftnetin fuku út i vindinn og radarinn sömuleið- is og okkur hrakti fyrir tröllvöxn- um öldum og stormi heila nótt um karabiska hafiö, innan um eyjar og rif. Skipið valt hræðilega og dekklestin, sem var stór ananas- maskina, sem litur út eins og 40 tonna eldhúskollur, með traktors- hjól á hverjum fæti, allskonar bil- ar og nokkur hundruð tunnur af kemiskum, daunillum efnum. Þetta var allt saman i graut núna á þilfarinu. Það hafði orðið millj- dna tjón. Meðan við lágum framan við bryggjuna i la Sieba var timinn notaður til að hreinsa skipiö að innan. Alls staðar hafði komizt sjór i vistarverurnar. Kýraugu láku, huröir láku og saloon-glugg- arnir láku. Samt var þetta nýtt skip, smiðað i Þýzkalandi og með breið brjóst og krúserhekk. Það var á stærð við Fossana okkar, þá stærri. Það hafði komizt sjór i skipið og hann leysti upp svartan óþverra úr liminu, sem hélt flisunum á gólfinu og svört slikja var út um allt, og nú höfðu Spánverjarnir og Arabarnir nóg að gera við að þvo viðarþiljurnar og ausa upp vatni. Þeir voru eins og þreyttar verka- konur, og þeim stökk ekki bros. Það var regntimi og himininn grét mikið. Regnið kemur á viss- um tima. Byrjar með stórri skúr eftir hádegið og er svo með upp- styttum allan daginn, en á kvöld- in streymir regnið látlaust yfir soðna jörðina, yfir skipin og yfir frumskóginn og leirborið vatnið litar sjóinn rauðan við strendurn- ar. Þrumur og eldingar eru allar nætur og oft er bjart Sem af degi I Ijósaganginum. Fyrir hádegi rigndi ekki. Regnið var hvimleitt, en það drap þó flugurnar, eða hélt þeim að minnsta kosti i skefjum, og hit- inn varð mollulegri en nokkru sinni fyrr. Það var stafalogn. Botany Bay hafði beðið i þrjá daga fyrir framan höfnina, sem var eingin höfn, heldur aðeins laung bryggja, sem gekk fram frá sendinni ströndinni, einsog byrj- að hefði verið að brúa Karabiska hafið með trjebrú, en hætt fimm hundruð metra frá ströndinni. Þar andaöi veraldarhafiö og skip- in rykktu i festarnar, sem voru sverir stálvirar og þybbur. Þarna komust aðeins tvö skip aö i einu, og hollenzka skipið, sem lá á hafsbotninum austan með bryggjunni, tók upp þriðja við- leguplássið og stóð stýrishúsið á höndum, þegar hann rauk upp með storm. Þeir voru aö lesta bananaskip. Það hafði orðið hlje á úrskipun, vegna hvirfilvindsins og nú var unnið dag og nótt til aö vinna upp tafirnar. United Fruit vill ekki láta vanta banana á Grimstaöa- holtið, suðri Róm eöa i New York. Hvert skip tekur 120.000 kassa og þeir lesta eitt og hálft skip á dag og markaðssvæðið er heimurinn allur, að frátöldum kommúnista- rikjum, og bananaskipin, sem eru hvit, sigla einsog svanir um ver- aldarhöfin og i lestum þeirra breytast bananarnir úr jade- grænum grjúpaldinum i þann gula og gómsæta banan, sem þú kaupir svo hjá honum Magga i Þöll, eða hjá honum Silla og hon- um Valda. Við vorum ekki bananaskip, heldur einhverskonar áburða- skip, sem sigldi meö skit. Við vor- um með pipur, með dælur og bora og trukka fyrir plantekrurnar og stórar papparúllur fyrir kassa- gerðina, sem er á hverjum sveitabæ hjá Standard og United Fruit, þar sem bananar vaxa á túnunum, sem rofin hafa verið i frumskóginn. Botany Bay var auk þess heldur ekki hvit, heldur dökk græn, en hún var samt fin, þeg'ar hún var ekki að koma úr fellibyl. — Svo kom röðin að okk- ur að leggjast að bryggjunni. Botany Bay rykkti i festarnar, og það brakaði i staurabryggj- unni, einsog verið væri að draga ryðgaöa járnboltana gegnum vassósa viðinn og bryggjan virtist sveiflast til og frá. Þeir komu með stóran járnbrautarkrana til að hifa ananasmaskinuna i land, þvi hún var of þúng fyrir bómurn- ar i skipinu. Það tók hálfan dag og svo drógu þeir hana eins og ein- kennilegt stórvaxiö dýr upp bryggjuna og i land. Svo var aö hreinsa til. Þeir mokuðu tunnubrakinu upp i trog og smám saman varð allt vistlegra en áður. Um hádegið voru þeir búnir að opna lestarnar. Þar var allt þurrt og með felldu. Hinum megin viö bryggjuna var verið að skipa út banönum. Þeir komu inn úr landi með mjó- spora járnbraut og runnu siðan á færiböndum niður i lakkaðar, kældar lestarnar. Það var krökkt af svörtum verkamönnum á bryggjunni og rotturnar skutust til og frá undir bryggjunni, þar sem þær virtusteiga náðuga daga og við vorum með rottuskerma á öllum festum, svo hún minnti á stafninn á vikingaskipi, með skildi. Þeir unnu i törnum. Það var komið hádegi, siesta. Þá var ekkert unniö. Siðustu vagnarnir voru horfnir inn i frumskóginn og bryggjan var auð. Varömaöurinn meö riffilinn sat og ljet sig dreyma um betri stööu hjá Standard eða United Fruit. Það var hvimleitt aö vera alltaf að pota með riffli úr Búastriðinu á verkafólkið, ef það var að rifa kjaft. En United Fruit vissi alla hluti betur en við. Betur en þeir og betur en allir aörir. Þeir vissu hvar átti að nota ananasmaskin- ur, hvar átti aö nota skit og hvar átti að nota byssur úr Búastríö- inu, til að halda uppi röð og reglu. Það var einn gamall svartur maður eftir á bryggjunni. Hann var lángur einsog körfuboltamaö- 26 VIKAN 49. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.