Vikan - 06.12.1973, Blaðsíða 95
Hjómaknekk
2.dl rjómi
2 dl. ljöst sýróp
2 dl. sykur
' msk. smjör eða smjörliki
Blandið saman rjóma, sýrópi, og
sykur, og sjóðið i ca. 30-45 minút-
Ur. Gerið prufu eins og i kara-
úiellunum. Smjörið sett i. Hellið
siðan massanum i tvöföld
Pappirsmót eða kramarhús úr
smjörpappir. Látið kólna. Geym-
ið siðan undir loki, með pappir, á
millí laga.
Súkkulaðikonfekt .
1 1/2 dl. kakó
5 dl. sykur
1 dl. sýróp
2 dl. rjómi
ögn af salti
2 msk smjör með smjörliki
1-2dl. saxaðar möndlur eða h.net-
ur. *'
Blandið saman kakó, sykri,
sýrópi, rjóma og salti i pott með
þykkum botni og látið sjóða i ca.
35 minútur. Prófið eftir ca. 30
minútur hvort nokkrir dropar af
massanum stifna i köldu vatni og
hægt er að rúlla þeim i kúlu. Ef
svo er þá er massanum hellt i
rúmgóða skál. Smjörið sett
saman við og hrært vel i ca. 15
minútur. Hneturnar settar i og
hellið siðan massanum i oliu-
smurt form, sem t.d. er búið til úr
álpappir. Lagið á að verða ca. 1
1/2 cm. að þykkt. Látið stifna og
þá er þvi skipt i bita. Geymið
innpakkað i álpappir. Þetta gera
ca. 60 stk.
Marengskonfekt
5 dl. sykur
ögn af salti
1 1/2 dl. ljóst sýróp
1 1/4 dl. vatn
2 eggjahvitur
2 dl. saxaðar hnetur
Blandið saman i pott, sykri, salti,
sýrópi og vatni og látið sjóða lok-
laust i ca. 30 minútur, þannig að
það verði þykkur sykurlögur.
Prófið i köldu vatni, hvort lengja
brotni i þvi. Þeytið hvit-
urnar stifar i fremur stórri
skál og hellið siðan sykur-
leginum saman við i ör-
mjórri bunu. Þeytið vel allan
timanrí. Þvi meira sem þeytt er
þvi betra verður konfektið. Hellið
siðan massanum á oliusmurða
plötu og blandið hnetunum saman
við. Rúllið út i aflangar pylsur 3-4
cm. breiðar. Pakkið þeim inn i
smjörpappir eða álpappir og setj-
ið í kæliskáp. Siðan eru þær
skornar i ca. 1/2 cm. þykkar
sneiðar. Þetta verða ca. 75 stk.
SÚKKUL ADITOPPAK
Súkkulaöitoppar
250 gr. suðusúkkulaði
1 dl. kokosmjöl
1 dl. saxaðar döðlur eða gráfikjur
1 dl. rúsinur
1 dl. saxaðar hnetur.
Skiptið súkkulaðinu i smáa bita
og setjið i skál sem sett er i vatns-
bað. Hrærið i súkkulaðinu á með-
an það bráðnar. Látið það ekki
verða of heitt og gætið þess að
gufa frá pottinum komist ekki i
það, þvi þá verður það matt.
.Blandið þvi næst öllu saman við
og látið massann kólna dálitið.
Setjið siðan i smáa hrauka á
smurðan smjörpappir og látið
stifna. Geymist undir þéttu loki.
Þetta verða ca. 30 stk.
49. TBL \/u<'AN 9v