Vikan - 06.12.1973, Blaðsíða 38
EIMar
7 geröir — 3 litir
*
Norskar
úrvalseldavélar
við allra hæfi.
tra
frá rúmum 22.000,-.
Swr
greiðsluskilmálar.
EINAR FARESTVEIT & Co.
Bergstaðastræti 10A sími 16995
WINTER
ÞRÍHJÓLIN
vmsælust og bezt. Varahlutaþjónusta
Orn
Spítalattfg 8 - Sfmi 14661 - Póithólf 671
Að visu var Emma frænka gleymin, en
ekki svo gleymin, að hún hefði boðið til
sin mörgu fólki, án þess að muna það.
Eða var það? Hvemig gat staðið á þvi, að
þau komu þarna hvert á fætur öðru, glöð
og full eftirvæntingar?
Jónasi leiddist. Bezti vinur
hans var veikur, lá i rúminu með
inflúensu og honum var bannað
að fara I heimsókn til hans.
Jónas átti heima i gömlum
borgarhluta og þar bjó að mestu
leyti gamalt fólk. Hann gekk út
að leikvellinum, en þar voru að-
eins smábörn sem óku sleðum og
nokkrar mömmur, sem greini-
lega voru að sálast úr kulda, svo
það var ekki beinlinis spennandi.
Leifur kom þangað að visu, en
hann var með skauta um hálsinn
og flýtti sér áfram. 1 augum Leifs
var Jónas ekki annað en smábarn.
sem hann hafði ekki neinn áhuga
á.
Nú, hann gat þó alltaf farið
heim og smurt sér brauðsneið, en
það var ekkert gaman að sitja
einn i eldhúsinu og borða. Það
yrðu þó nokkrir klukkutimar, þar
til móðir h^ns kæmi heim frá
vinnu ög þá hafði hún alltaf svo
mikið að gera, við matargerð og
annað. Eina vonin var Emma
frænka.
Emma frænka bjó á efstu hæð-
inni og átti mjög erfitt með að
ganga upp stigana. Jónas skauzt
oft fyrir hana, ýmsra erinda, og
fékk oft eitthvað gott að launum.
Og svo hafði Emma frænka alltaf
tima til að tala við hann og hlusta
á hann. Þetta, að hlusta var ákaf-
lega mikilvægt, fullorðna fólkið
vildi aldrei hlusta. Það sagði að
visu ,,já, já,” en það sást greini-
lega á þvi, að það var sannarlega
ekki að hlusta.
En Emma frænka hlustaði.
Hún var alltaf heima hjá sér eitt-
hvað að dunda, og alltaf ljómaði
hún i framan, þegar Jónas
hringdi og spurði hana, hvort
hann ætti ekki að skreppa eitt-
hvað fyrir hana. En þó að hún
hefði ekki neitt verkefni handa
honum, bauð hún honum samt inn
til að drekka eitt glas af ávaxta-
safa og rabba svolitið viö hann.
Errima frænka opnaði lika
núna, þótt svolitil stund liði
þangað til, en Jónas var þvi van-
ur, þvi aö Emma frænka var ekki
lengur frá á fæti.
Emma var reyndar ekki
frænka. Jónasar, en honum
fannst notalegt aö kalla hana
frænku. Hún brosti hlýlega til
hans núna, en það var eitthvað
annarlegt og angurvært i brosi
hennar. Hún andvarpaði af og til
og var greinilega viðutan, þegar
hún hlustaði á Jónas. Jónas var
um þaö bil að fara, þegar honum
kom nokkiið i hug. Það var eitt-
hvað annað, þegar Emma frænka
var svona viðutan, heldur en
þegar hitt fólkið var það. Það gat
verið að hún væri eitthvað leið.
— Ertu eitthvað leið, spurði
Jónas blátt áfram.
Emma frænka leit undrandi á
drenginn, og svo brosti hún svo-
litið mæðulega.
— Já, vist er ég leið, ég verð vist
að vera hér ein um jólin.
— Ferðu ekki til sonar þins?
Gamla konan hristi höfuðið —
Ekki þetta árið. Harald og Mette
ætla að fara til Kanarieyjanna
um jólin, og þau ætla að taka
börnin með sér. Kannski... Hún
yppti öxlum.
— Getur þú ekki farið með þeim?
— Nei, vinur minn, það gæti ég
ekki gert. 'Hugsaðu þér bara, hve
erfitt ég á með gang. Já, og svo
kostar það allt of mikið.
Jónas hristi höfuðið. En nú var
eins og Emma frænka væri i þörf
fyrir að tala, hún hafði vist ekki
heldur neinn til að tala viö.
Það sem hún hafði mestar
áhyggjur af, var jólaskinkan.
Hún hafði alltaf keypt jólaskinku,
steikti hana, sauð og skreytti, og
svo lók hún hana með til sonar-
ins. Hún var svo hreykin af jóla-
skinkunni sinni og öllum þótti hún
góð. Og nú...
Já,hún varbúinaðkaupa hana.
en svo skrifaði Harald henni og
sagði henni, að þau ætluðu ekki að
vera heima um jólin. Hún ætlaði
að sjálfsögðu að útbúa skinkuna
eins og vanalega, en hvernig átti
hún að geta borðað hana
einsömul?
38 VIKAN 49. TBL.