Vikan - 06.12.1973, Blaðsíða 81
farin hefur verið. Hún var 180 feta
löng og 35 feta breið og var þar af
leiðandi ein sú stærsta sinnar teg-
undar. Venjulega var Iron Moun-
tain i ferðum milli New Orleans
og Pitsburgh. Þennan ákveðna
dag lagöi hún upp frá Vicksburgh,
hvarf fyrir sveig á ánni... og það
var það siðasta, sem til hennar
sást. öll áhöfnin, farþegarnir og
farmurinn hvarf, allt nema
prammi, sem Iron Mountain
haföi dregið.
Rannsóknir sýndu fram á, að
skorið hafði verið á togið. Engir
fljótabátar höfðu séð Iron Moun-
tain og þó var mikil umferð á
ánni. Hvað merkilegast við þenn-
an atburð er þó kannski, að eng-
inn þeirra 54 manna, serri um
borð voru, hafa komið fram.
Hins vegar hafa veiðimenn og
aörir, sem um ána hafa farið und-
anfarin 90 ár, oft heyrt óhugguleg
hróp frá ánni. Kvenrödd hrópar
þaðan i angist: — Gaston! Gast-
on! Aidez-moi au nom de Dieu!
Les hommes me blessent! (Gast-
on! Gaston! Hjálpaðu mér i drott-
ins nafni! Mennirnir slá mig)
Margir þeirra, sem búa kringum
St. Joseph, Natchez og Vicksburg
halda aö þetta sé rödd eins far-
þeganna um borð i Iron Mountain.
Eftir þvi sem röddin segir, liggur
beint viö að álykta, að ráðizt hafi
verið á skipið, farþegarnir
drepnir og grafnir og skipið siðan
rifið niöur. Vitaskuld verður
aldrei vitað með vissu, hver urðu
örlög Iron Mountain.en þeir sem
áhuga hafa á þvi að komast að þvi
ættu að fylgjast nákvæmlega með
þvi, hvort frönskumælandi
draugaröddisegir eitthvað fleira.
A eyjunum i karabiska hafinu
er fjöldi fólks, sem kann að segja
margar merkilegar sögur af
draugaskipum, en fyrirbæri það,
sem hér verður sagt frá, sást af
amerisku tankskipi skammt frá
Jamaica. Það lá inni á firði og
beið eftir öðru tankskipi. Nóttin
var koldimm, en stjörnubjört, og
varla hreyfði hár á höfði. Um
miðnæturleytiðsást til ferða litill-
ar skonnortu hinum megin i
Monteagofiröinum. Hún sigldi til
hafs fyrir þöndum seglum. Þar
sem að undanförnu hafði verið ó-
venju mikið um smygl á þessum
slóðum, hóf tankskipið eftirför.
Um leiö og skipið klauf öldurn-
ar, knúð aflmiklum vélum, var
kastljósi beint að skonnortunni. A
þilfarinu sáust skuggakenndar
verur, sem gættu aö seglaútbún-
aðinum. Augnabliki siðar var
amerlska tankskipið komið upp
aö hliö skonnortunnar og kallaö
var á skipstjóra hennar um leiö
og ljóskösturum var beint aö
brúnni. Andartaki siðar hvarf
skonnortan algerlega og skildi
ekki eftir sig annað en litils háttar
iöu á hafinu. Þó að skipstjóri
tankskipsins skýri frá atburðin-
um i dagbók sinni, gat hann ekki
skýrt hann. Og enn er rætt um það
á börunum i Kingston, hvað raun-
verulega hafi gerzt.
Skipst jórinn á „Wilmington
Star”.
Thomas Challoner Ridgeway
sagði frá merkilegu atviki, þegar
hann var staddur á hóteli i Tókio.
Ridgeway sagði svo frá, að
Harlemáin i New York hafi ekki
verið skipgeng fyrr en árið 1895,
þegar grafinn var skurður gegn-
um sandrifið Spuyten Duywil við
mynni Hudson. Gamli árfarveg-
urinn var fylltur aftur og þar
hafði afi Ridgeways verzlun.
Ridgeway hafði þegar sem
barn komið á marga sögufræga
staöi, en sjódraug sá hann i skipi
afa sins I Harlem.
Dag nokkurn árið 1905 fór hann
út aö leita félaga sins, sem hét
Abe Stark. Afi Ridgeways hafði
keypt gamalt skip, sem lá i þurr-
kvi. Hann ætlaði að láta rifa það,
en niðurrifið var enn ekki hafið,
svo að góður timi og aðstaða var
til leikja i þvi. Þegar Ridgeway
fann Abe, hlupu drengirnir niður i
skipakvina.
Þeim var sagt, að skútan Wil-
mington Star hefði ekki verið á
sjó siðan 1879. Hún hafði verið
byggð i Suðurrikjunum og hafði
lengst af verið i förum milli
Charleston i S-Karólinu, Newport
News Virginia og New York.
Strákarnir tveir voru sammála
um, aö þeir hefðu aldrei séð eins
merkilegt skip.
Um borð i Wilmjington Star
komust þeir þó fljótt að þvi, ,aö
fremur litið var að sjá þar. Nokk-
ur möstur lágu á þilfarinu og allt
annað var þar i niðurnislu og ó-
reiðu. Þeir fóru undir þiljur og
sömu sögu var að segja um það,
sem þar var að sjá. Sjór flaut um
allt og dauðakyrrð var yfir öllu.
Ekkert hljóö heyrðist nema
rjátlið i rottunum.
Þeir höfðu oröið fyrir vonbrigð-
um og voru i þann veginn aö
leggja af stað aftur upp á þiljur,
í góðar kökur þarf gott efni, gott smjörlíki,
Flóru-smjörlíki. Nýja Flóru-smjörlíkið gefur
kökunum ljúffengt bragð ——————
og lokkandi útlit.
TIDR6>
er fyrsta flokks
SMJÖRLIKISGERÐ KEA
V
Reynið
nýja
uppskrift
FLÖRU-SÚKKULAÐI
KAKA
159 g FLÓRU-smjöriíki, 150 g syk-
ur, 2 egg, 250 g hveiti, 1 M> tsk. lyfti-
duft, 1 msk. vanillusykur, lMs dl
rjcmi, '1' dl sterkt, kalt kaffi, % dl
kakó.
SKRAUT: 150 g suðusúkkulaði,
hnetukjarnar.
Hrærið smjörlíki og sykur létt og
ljóst, hrærið egg saman við, í
senn. Blandið þurrefnum og vökva
gætilega saman við. Bakið í vel
smurðu hringformi í 170 °C heitum
ofni í u. þ. b. 45 mín. Kælið kökuna
og þekið hana með bræddu súkku-
laði, skreytið með hnetukjörnum.
Klippið út og geymið
/