Vikan - 06.12.1973, Blaðsíða 17
JÓLAGÆSIN
gæsirnar væru þar og létu sér nú
ekki nægja aö garga ein og ein,
heldur allar i kór. Og þetta tók
engan enda. Það kom i lotum eins
og vindhviðurnar, buldi á glugg-
anum ásamt hriðargusunum.
Þetta hlaut að vera bölvaöur
gæsasteggurinn, sem réð fyrir
þessu. Hann Óli gamli i Slúnka
riki, sem leit eftir gæsunum og
hjó i eldinn fyrir lyfsalann, hafði
lika alltaf spýtu i höndunum þeg-
ar hann var að reka gæsirnar á
morgnana. Þessi gæsasteggur
atti sannarlega ekki skilið aö lifa.
Sá myndi liklega bragðast vel á
jólunum. Ætli konsúllinn fengi
hann ekki. I fyrra fyrir jólin haföi
hann sjálfur veriö sendur til
konsúlsins með gæs i poka.
Agg, gagga gagg, arr, arr....
Nei, það getur ekki veriö nokk-
ur synd, þetta var lika stórhættu-
legur fugl, þessi lika höggin,
mikiö að allt fólk skyldi ekki
vakna i húsinu. Honum fannst
hann finna ilmandi bragöiö i
munninum. Já, einmitt svona
hlaut bragöið að vera. Hann
skyldi sjálfur steikja hann, sá átti
nú fyrir þvi.
Hárin risu.á höfðinu á honum.
Var hann hræddur, eöa hvað?
Nei, ekki.aldeilis. Hann hafði nú
séð hann svartari, eins og i haust
þegar hann fór á sjóinn með þeim
á Styrkár og þeir urðu að hleypa.
Ein gæs, hu.
Þegar hann kom inn aftur,
henti hann flykkinu á eldhúsborð
ið, fór úr fötunum og hengdi þau
nálægt eldstæðinu.
„Heyröu drengur minn, mikið
ósköp geturðu sofið, ertu eitthvað
lasinn?” Dengurinn neri stfrurn-
ar úr augunum og horfði skelfdur
á móöur sina.
Atburöir næturinnar stóöu hon-
um skýrt fyrir sjónum. Honum
varð litið á aðra hönd sina, sem
stóð út undan sænginni Blóð!
Hann svaraði ekki móður sinni,
en fyrir eyrum hans söng: „Þjóf-
ur, þjófur. Já, á sjálfan aöfanga-
dag. Hann reyndi aö lesa út úr
svip móður sinnar. Kardur sviti
brauzt fram á enni hans, angist
og kvöl lýsti af svipnum.
Móðir hans setti höndina á
þvalt enni hans, siðan sagði hún:
„Ég veit ekki nema þú ættir að
liggja svolitið lengur, en veiztu
hvað við fáum að borða um jól-
in?”
Drengurinn engdist sundur og
saman af blygðun og samvizku
biti. Jæja, svo mamma hans hélt
þá, að hann hefði fengið gæsina á
heiðarlegan hátt. ó, mikiö vildi
hann gefa til að hafa aldrei farið
út í nótt og ...atburöir næturinnar
blöstu nú við honum i hryllilega
skýru ljósi. Hvernig ætti hann að
útskýra þetta ódæöi. Hann gæti
aldrei litið upp á nokkurn mann
eftir þetta og aldrei skyldi hann
bragða á þessari ólukkans gæs.
Mamma hans horfði eins og
dálitið undrandi á hann, svo
beygöi hún sig niður að honum og
sagði meö nokkurri hreykni i
rómnum: „Hann óli gamli var
bara sendur hingað með heila gæs
1 poka um hádegið og miöi var
bundinn við og þar stóð: Til
Grimsa fyrir hjálpina I nótt”.
Drengurinn varð ennþá
aumingjalegn. petta tók þó út yf-
ir. Var nú farið að verðlauna
hann, hann sem...
„Fötin þin eru blaut ennþá,
væni minn, þú skalt liggja svolitið
lengur. Þú hefðir heldur átt að
láta fötin þin inn I eldhúsiö, þau
voru gaddfrosin þarna frammi I
morgun”.
Nú fór aöeins að rofa til i koll-
inum á drengnum. Ha, fötin
voru þá i bislaginu. Ha, hæ, þetta
hlaut allt aö vera draumur. Heit
fagnaðarbylgja fórum hann allan
og augu hans ljómuðu. Hann var
nærri stokkinn fram úr rúminu.
Móðir hans varð ennþá meira
undrandi á þessari skyndilegu
breytingu á syni sipum.
Nei, hanr. gat ekki sagt henni
drauminn. Sumir draumar eru
svo ljótir aö ómögulegt er að
segja þá.
Ilraðkaup
Fatnaður i fjölbreyttu úrvali
á alla fjölskylduná á lægsta
fáanlega verði. Einnig
táningafatnaður i úrvali.
Opið alla daga, þriðjudaga,
fimmtudaga, föstudaga til
kl. 10. Laugardaga til kl. 6.
Hraðkaup Silfurtúni
Garðahrapp
v/Hafnarfjarðarveg.
GLEbtLEGJÖL
Jll HÚSIÐ VERZLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MEST OG KJÚRIN BEZT Jll HÚSIÐ
“ VÖRUVAL Á 5 HÆÐUM S
(43
oo
UkJ
Eitt stærsta úrval landsins af hverskonar
húsgögnum og innan stokksmunum.
Hagstæð kjör og greiðsluskilmálar.
Verið velkomin og verzlið þar sem úrvalið
er mest og kjörin bezt.
Jón loftsson h.f
g
tn
n
z
C'
c/>
5
c/>
| Hringbraut 121 sími 10 600 |j
Jli HÚSIÐ VERZLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MESTOG KJÖRIN BEZT JIS HÚSIÐ
49. TBL. VIKAN 17