Vikan - 06.12.1973, Blaðsíða 7
Listaskólar
Kæri póstur!
Mig langar til að verða góð
listakona! Ég mun ljúka gagn-
fræðaprófi i vor og hef áhuga á að
halda áfram, þá við listnám. Mig
langar mikið til að læra erlendis,
t.d. i Englandi eða Bandarikj-
unum.Getur þú hjálpað mér? Mig
vantar upplýsingar um góða
listaskóla og adressur. Eitt enn:
er hægt að komast sem skipti-
nemi i listum, og ef það er hægt,
hvert ráðleggur þú mér að snúa
mér? Viltu lesa brefið tvisvar,
áður en þú ákveður að henda þvi!
Með þakklæti fyrir áheyrn.
Hvernig lizt þér á skriftina, og
hvað lestu úr henni.
1-10-1957
Skriftin þin er reglujega falleg
og bendir einmitt til þess, að þú
sért gædd listrænum hæfileikum.
Ég hefði nú haldið, aö þezt væri
fyrir þig að neiha i myndlistar-
skóla hérlendis, áður en þú ferð til
náms crlendis. En með allar
upplýsingar um listaskóla i Eng-
landi og Bandarikjunum er lang-
bezt fyrir þig að snúa þér beint til
sendiráða viökomandi land'a.
Voöalega feimin
Kæri Póstur!
Ég þakka fyrr allt gamalt og
gott i Vikunni. En snúum okkur
að efninu. Ég er i miklum vanda,
þvi ég er hrifinn af steipu, sem er
einu ári eldri en ég. Við erum i
sama skóla. Hún er voðalega
hrifin af mér, en er voðalega
feimin. Hvað á ég að gera? Ég er
alveg að deyja úr ást til hennar.
Ef ég horfi á hana, litur hún oftast
undan og hlær. Getur þú reddað
mér i þessum vanda? Reyndu að
svara þessu fljótt og vel, mér
liggur á. Ég vona, að þetta bréf
lendi ekki i ruslakörfunni frægu.
Siðan þetta gamla, hvernig er
skriftin og stafsetningin.
Gamall vinur
Ilaldið þið bara áfram að vera
voðalega lirifin og voðalcga
fcimin, það er svo voðalega sætt,
þegar svona ungir krakkar eiga i
lilut. l>ið liafið nógan tima til að
ganga lengra Iþessum málum, og
þú átt áreiðanlega eftir að deyja
nokkrum sinnum i viðbót úr ást til
skólasystra þinna. Skriftin batnar
vonandi með aldrinum og staf-
setningin vonandi með frekari
skólagöngu.
Allt að slitna
Astkæri Póstur!
Mig langar að biðja þig að leysa
úr áhyggjum minum, eins og svo
margir gera. Þannig er mál meö
vaxtavöxtum, að ég er með strák,
hann er 18 ára (og á bil), en ég er
15 ára, við erum búin að vera
saman i 3 vikur, og við höfum
tvisvar sofið saman (hann er
fyrsti strákurinn, sem ég hef sofið
hjá). Ég er ofsalega hrifin af
honum, og mig langar að vera
með honum á föstu, en ég held
það sé allt að slitna i sundur hjá
okkur, hann gleymir alltaf að
hringja, og þegar ég hringi, finnst
mér hann vera svo fúll, að mig
dauðlangar að skella á. Elsku
Póstur, hvað á ég að gera, svo að
þetta lari ekki allt út i veður og
vind, á ég að biðja hann að
heimsækja mig, þegar ég er að
passa á kvöldin? Elsku hjartans
Póstur, reddaðu mér nú, af þvi að
þetta er i fyrsta skipti, sem ég
skrifa þér. Og þetta vanalega,
hvernig eiga vatnsberastrákur og
tviburastelpa saman? Er óhætt
að treysta á stjörnuspár? Með
fyrirfram þökk fyrir birtinguna.
og gangi þér vel um ókomna
framtið.
Ein sorgbitin
(llvaö kemur billinn málinu
við? Ertu kannski aðallega hrifin
af honum?) Ifættu bara að vera
sorgbitin, þú ert bara 15 ára, sem
er yndislegur aldur, alltof
skemin tilegur til að cyða
timanum i sorg og sút. Iteyndar
fylgir þessum aldri sú hjargfasta
skoðun, að ,,sá núverandi sé ,,sá
eini”, svo það þýðir likfega litið
fyrir mig að segja þér, að það er
fullt af alveg jafn spennandi
strákum allt i kringum þig og
jafnvcl fleiri spennandi hlutum
en strákum. Ef þessi strákur
gleymir aö hringja og er fúll,
þegar þú hringir, þá er hann
sennilega búinn að missa
áhugann, en þú getur bara spurt
hann að þvi beint og sagt honum i
leiðinni, að þú hafir ekki áhuga á
áhugalausum strakum. Gangi þér
vel. Vatnsberastrákur og tvi-
burastelpa dragast iðulega hvort
að öðru, en tilfinningahitinn vill
oft dofna fljótlega. Það verður
hver og einn að gera upp við sig,
hvort hann vill treysta stjörnu-
spá, en það er alltaf bezt aö
'trcysta fyrst og fremst á sjálfan
sig.
ARRID
Arrid extra dry svitaspray sér fyrir óskum allra:
Þurrt spray með ilmi (rautt lok), þurrt spray án ilmefna (blátt lok), fyrir viö-
kvæma húð (qrátt iok). Kaupið Arrit svitaspray strax í dag.
49. TBL. VIKAN 7