Vikan

Tölublað

Vikan - 06.12.1973, Blaðsíða 75

Vikan - 06.12.1973, Blaðsíða 75
á húsinu. En ekkert var á.þaö minnzt hvernig þessi mynd ætti aö vera, né hvernig henni skyldi komið fyrir. Fóru leikar svo, aö aldrei var framar minnzt á mynd Ingólfs. Alþingishúsið var fullgert 1881, en þar var engin mynd af Ingólfi. Nú leið og beið fram til ;umars- ins 1906. Þá var Islenzku þing- mönnunum boðið til Kaupmanna- hafnar. Fóru þeir þangað 35. Sátu þeir þar i dýrlegum fagnaði og hvers kyns dálæti og voru leystir út með gjöfum. Og ofan á allt þetta kom svo fyrirheit um að danska rlkis- þingið ætlaði að g^jja Islandi standmynd úr eiri af Jason, gríska fornkappanum, gerða eftir hinni heimsfrægu frummynd Al- berts Thorvaldsens. Skyldi henni ætlaður staður á Austur- velli hjá mynd Thorvaldsens og vonargyðjunnar. Þegar dönsku blöðin komust að þessu, voru þau ekki ánægð með myndarvalið. Var þvi hreyft bæði I Nationaltidende og Politiken, að gefa heldur mynd af Ingólfi Arnarsyni eftir Einar Jónsson. önnur blöð tóku undir þetta, og myndablöðin fluttu myndir af frummynd Einars og luku lofs- orði á hana. Blöðúti á landi i Ban- mörku tóku og undir þetta. Þetta irafár i Danmörku og ákafi um að gefa íslendingum gjafir, mæltist þó ekki ve.L fyrir hér á landi. En það varð þó til þess að gerð var gangskör að því að reisa Ingólfi mirinismerki fyrir Islenzkt fé. Þá sló I dönsku bakseglin. Ritzau fréttastofan er látin flýtja þá fregn, að ríkisþing ætli ekki að gefa íslandi neina standmynd. Kom þetta eins og skollinn úr sauðarleggnum, eftir allt það er blöðin höfðu sagt um málið. En er leitað var skýringar á þessu, þótti langsennilegast að ríkisþingmenn hefðu ætlað að skjóta saman fé til að kaupa Jason, — þeir hefðu get- að fengið ódýra afsteypu af hon- um. En Ingólfur þótti þeim allt of dýr. „Illa farið og ekki illa farið þó i aðra röndina”, segir Isafold er fréttin barst, ,,að vér fáum ekki Ingólf i þetta sinn og þann veg, sem hér stóð til. Því satt að segja lá viö að oss ætlaði að fara að þykja nóg um danskar gjafir. Er miklu mannalegra og skemmti- legra að vér komum upp Ingólfs- myndinni sjálfir. Vér hljótum að gera það einhvern tima. Mætti þá ekki byrja á að efna til þess nú þegar. Hver vill gangast fyrir fjársöfnun? Sá má vitja 50 kr. hjá ísafold — til þess að einhver byrji”. Blaðið Ingólfur tók dýpra I ár- inni: „Það væri þjóðarsmán ef vér létum Dani verða fyrsta til þess að reisa Ingólfi minnisvarða hér. .....Hann myndi snúa sér i gröf sinni”. Þegar umtalið um gjöfina stóð sem hæst, kom Jón Halldórsson húsgagnasmiður á fund Knud Zimsen, sem þá var formaður Iðnaðarmannafélagsins. Jón var þá nýkominn frá útlöndum. Hon- Um var mikið niðri fyrir: „Þú veizt nýu fréttirnar”, sagði hann. „Danir ætla að fara að gefa okkú'f standmynd af Ingólfi Arnarsyni Finnst þér prýði að þvl? Danir a$ gefa Islendingum mynd af Ingólfi landsnáms- manni! Nei, I þessu maii verða Islendingar að s.já sóma sinn, þeir eiga sjálfir að reisa Ingólfi minnismerki og gera það óstudd- ir”. Vildi hann að Iðnaðarmanna- félagið hefði forgöngu i málinu og skoraði á Zimsen að kalla saman fund. Fundurinn var haldinn 17. september. Jón Halldórsson reif- aði málið þannig, að allir fundar- menn urðu hrifnir. Samþykkt var aö veita 2000 kr. úr sjóði félagsins til að byrja með, og fela Einari Jónssyni að gera minnismerkið. Og svo var kosin nefnd til að hrinda málinu I framkvæmd. Hún simaði svo Einari Jónssyni: „Iðnaðarmannafélagið gengst fyrir fjársöfnun til Ingólfsmyndar þinnar. Starfaðu öruggur!” Þetta var sögulegt skeyti á fleiri en einn veg. Þaö var fyrsta almenna simskeytið sem fór frá þessu landi, var sent um leið og ritsiminn var opnaður. Og það gaf Einari vonir, sem ekki var hægt að uppfylla. Félagið hafði ekki nema þessar 2000 krónur og það var ekki nema tiundi hlutinn af verði myndarinnar. Fjársöfnunin gekk afar treglega. Þá réðist nefndin I að reisa Ibúðarhús og hafa happdrætti um það. Sveinn Jónsson trésmlðameistari og fleiri gáfu 900 ferálna lóð undir það við Bergstaðastræti. Húsið komst upp og sendir voru menn út um land að selja happdrættis- miöa. Fólk áttaði sig ekki á þessu. Það vildi ekki kaupa happdrættis- miða. Þá var öldin önnur en nú. Reyndar voru fl'eiri fjár- öflunarleiðir, en róðurinn þungur. Og þannig leiö hvert árið af ööru. Seinast var þó dregið I happ- drættinu 2. janúar 1914. Og þá var tekin sú ákvörðun að Iðnaðar- mannafélagið greiddi allt er á vantaði, hversu mikið sem það yröi. Svo liðu enn mörg ár. En 1922 var mynd Ingólfs steypt I brons, og 24. febrúar 1924 var hún.af- hjúpuö á Arnarhóli og afhent rikisstjórninni sem alþjóðareign. Allir þeir, sem börðust fyrir þessu máli eru nú fallnir frá. En Ingólfur stendur á Arnarhóli, svipmikill og ber hátt, enda þótt menn hafi látið sér sæma að reisa ljótasta hús Reykjavikur að baki hans, svo að hann beri I það, I stað þess að hann átti að bera við loft. skreytir^ við öll tækifæri látió fagmann vinna verkið sendum um , allan heim jolaskreytingar í miklu úrvali • • Blómabúðin DÖGG Álfheimumó sími 33978 / 49. TBL. VIKAN 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.