Vikan


Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 4

Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 4
Ertu að byggja? Viltu breyta? Þarftu að bæta? GRENSÁSVEG118,22,24 SÍMAR: 32266-30280-30480 ■VjJl i Sl ? J i (*£ jl Dósturinn Kynlífsbækur Kæri Póstur! Ég er einn af kaupendum Vik- unnar og ég ætla að leita svara við einni spurningu hjá þér. Svo er mál meö vexti, aö ég var aö lesa bókina „Kynlif kvenna” um daginn. t henni er fjallað um, hvernig kvenfólkiö á aö bera sig til i sinu privatlifi, þ.e.a.s. bókin er að mestu ieyti leiöbeiningabók fyrir kvenfólkið. En þaö, sem ég ætlaði aö spyrjast fyrir um, er, hvort nokkur hliöstæð bók ætluö karlmönnum, hafi verið gefin út. Viröingarfyilst, Einn af lesendum Vikunnar. Áriö 1971 kom út bókin „Læknir ræöir af hreinskilni kynvandamál karlmanna” eftir lækninn Oluf Poulsen og vonandi veröuröu nokkru fróöari eftir iestur þeirrar bókar. Auk hennar hefur komiö út fjöldi annarra bóka um kynlif, sem þú ættir aö eiga auöveit meö að útvega þér. Bókaútgáfa Viröulegi Póstur! Ég hef ákveðiö aö gefa út bók, sem á aö koma út um næstu jól. Þess vegna spyr ég: Hvenær er mátulegt að fara meö handritiö til útgefenda? Hvar má finna slikar persónur? Einnig væru aörar upplýsingar vel þegnar. Einn 16 ára Á blaösiöu 317 i simaskránni siöan i fyrra er gctiö simanúmera 16 bókaútgáfufyrirtækja. Þú gæt- ir byrjað á þvi aö hringja i ein- hver af þessum útgáfufyrirtækj- um og leitaö þér uppiýsinga. Þér veröur áreiöaniega vel tekiö og boðiö aö koma meö handritiö til yfirlestrar. Þá skaltu ganga eins vel frá handritinu og þú getur og fara meö þaö til útgefandans. Svo veruröu bara aö bíöa eftir svari hans, þvi aö Pósturinn þorir ekki aö lofa þvi, aö hann vilji gefa bók- ina þina út. Illa þvegfnn strákur Kæri Póstur! Þetta er i fyrsta skipti, sem ég skrifa þér. Ég er I miklum vanda út af strák, sem ég er meö. Hanft er svo óþrifinn, aö hann vill helzt aldrei fara I baö og þess vegna kalla félagar hans hann alltaf Svartmann og ég hef miklar á- hyggjur af þvi. Ég biö þig þvi aö ráöleggja mér, hvernig ég á aö fara aö þvi aö fá hann til að fara I baö. Ég vil helzt ekki hætta aö vera meö honum, þvl ab hann er svo skemmtilegur. Bless. Toppa. önf. P.S. Vonandi fer þetta bréf ekki I RUSLAKÖRFUNA. Hvernig er stafsetningin? Reyndu aöplata hann meö þér i sund. Stafsetningu er ekki svo af- leit. Ástúðlegt bréf Hæ, elsku Póstur! Hvernig liöur þér? Ég ætla aö biðja þig að henda ekki þessu bréfi (þetta segja vist allir), þvi aö þá spælist ég sko. Ég er ekki ólétt, og þó ég sé i ástarsorg, þá ætla ég að redda þvi sjálf. Jæja, hér eru spurningarnar. 1. Er það satt, að það eigi að hækka aldurstakmark til bilprófs upp i 18 ár? 2. Er þaö satt, að það eigi ekki að vera neitt skrall i Húsafelli um næstu verzlunarmannahelgi? 3. Hvers vegna er aldurstak- mark inn á böll alltaf miðað viö fæðingardag en ekki fæðingarár? 4. Hvers vegpa var z felld nið- ur? Brjóttu nú heilann, krúttið mitt, og reyndu aö svara þessu al- mennilega. Annars er mér sama, þó aö þú snúir út úr. Ég hef aldrei skrifað þér áður, og vona að þú birtir þetta bréf, elskan. Ég veit, að skriftin og stafsetn- ingin er góð, en hvað lestu úr skriftinni um skapferli mitt? Blesselskan. Ein 15ára. P.S. Þú vogar þér sko ekki aö birta nafnið mitt, góurinn, en þaö er, (ef þig skyldi langa til að hitta mig, elskan) ..... 1. Nei, þaö er ekki satt. 2. Pósturinn veit, aö landeig- endur á Húsafelli eru orönir lang- þreyttir á skröllunum þar, svo aö vel kann aö vera, aö þau veröi ekki fleiri. En kviddu engu, þú getur áreiöanlega skemmt þér einhvcrs staöar.annars st'aöar, þó aö svo veröi. 3. Aldurstakmark inn á böll er miöað viö hvort tveggja. 4. Fyrir þvi voru færöar svo margar ástæður, aö ekki einu sinni Pósturinn man þær allar. Um máliö var fjallaö I 28. tölu- blaöi Vikunnar áriö 1972. Annars bannar þér enginn aö skrifa zetu, ef þú treystir þér til aö gera þaö á réttum stööum, sem þú gerir ef- laust. Svo var þaö þetta meö skapferl- iö. Þú ert árciöanlega sjálfstæö og kannt fótum þinum forráö. Pósturinn er meira aö segja ekk- ert hræddur um, aö þú veröir ó- létt, ef þú vilt ekki sjálf veröa þaö. Póstinn langar ekki aö svo komnu til aö hitta þig, en bréfa- skipti hafa oft oröiö upphaf nán- ara sambands og annaö bréf frá þér væri vel þegiö. Aö lokum þakkar Pósturinn ástúöleg kveöjuorö þin og honum liöur ágætlega eftir aö hafa lesiö þau. 4 VIKAN 4. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.