Vikan


Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 16

Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 16
Erfinginn 2. hluti Við lágum á hnjánum, hlið við hlið, i gömlu þorpskirkjunni. Ég virti hana fyrir mér og þegar hún eitt sinn leit i áttina til min, sá ég augnatillit hennar og mér varð ljóst að ég óttaðist tengda- móður mina.... Charles vafði mig örmum og reyndi að róa mig. Hann sagði að það væri svo algengt, að fyrsta barnið kæmi ekki fyrr en eftir nokkur ár. Ég hafði líka sjálf reynt að telja mér trú um þetta, en það var indælt að heyra hann segja það. Við gátum llka komizt að þvi. Hann ætlaði aö tala við góðan lækni, sem hann þekkti i Port Agnes og biðja hann að líta á mig einhvern daginn. — Þú munt sjá, elskan min, að þetta er ástæðulaus ótti. En þá brast kjarkurinn og ég fór að gráta. — Erf ef þessi ótti er ekki ástæðulaus, hvað segir þá móðir þfn? Ó, Charles, ég er svo angistarfull.. — Hvað ætti hún að segja? baö er þá alls ekki þér að kenna. Hann' strauk bliðlega kinnar mfnar. Svo helti hann sherry i glas og rétti mér. — Drekktu þetta, áður en við förum niður. Ég reyndi að fara að orðum hans, reyndi að hafa ekki áhyggjur. Ég myndi liklega nógu fljótt fá að heyra sannleikann. A sunnudeginum lét ég á mig nýja hattinn minn. Það var Parlsathattur, nokkuð áberandi. Ég hugleiddi hvað söfn- uöurinn I þorpskirkjunni myndi hugsa, þegar ég kæmi með þetta fyrirbæri á höfðinu og ég varð kát við tilhugsunina. Hatturinn veitti mér á einhvern hátt eitthvað af þvi öryggi, sem ég var að missa. Þegar við stigum út úr bílnum, fann ég að allra augu horföu á okkur, á leiðinni upp að fallegu, litlu kirkjunni. Frú Trendennis lét það ekki hafa áhrif á sig, en skundaði keik-að dyrunum, án þegs að lfta á nokkurn mann. Ég greip I arm Charles. — Sjáðu fólkið, hvislaði ég. — Það hlýtur að vera hatturinn minn, sem vekur svona mikla athygli.., — Vitleysa. Fólkið er bara forvitið, vegna þess að þaö hefur ekki séð þig fyrr. Láttu þaö ekki hafa áhrif á þig. Einhver hafði liklega sagt þrestinum frá komu okkar, þvi að hann kom til.móts við okkur I kirkjudyrunum. Þetta var lág- vaxinn og þéttbyggður maður, rjóður i kinnum og ákaflega alúð- legur. Kirkjan var full af fólki, og ég sá strax eftir því að hafa sett á mig þennan fjárans hatt, þegar við gengum eftir kirkjuganginum að skinnklæddu stólunum sem við áttum að sitja I. Stólarnir stóðu eiginlega út af fyrir sig, rétt fyrir framan altarið. Það var gott að setjast og losna við forvitin augu kirkjugesta. Guðsþjónustan hófst.... Textipn'var mér framandi og einhverra hluta vegna, fór ég að hugsa til litlu kirkjunnar, þar sem viö Charles giftúm okkur. bað var mesti hamingjudagur i lifi minu. Ég veit ekki hve lengi. ég var sokkin I hugsanir minar, en þegar ég leit upp, vár presturinn kominn i ræðustólinn óg langt kominn meö ræðuna. Hann var ákaflega orðmargur og ég hafði á tilfinningunni, að hann væri sér- staklega mælskur þennan dag. Ég fann að Charles ók sér I sætinu af óþolinmæði, svo leit ég - ut undan mér á tengdamóður mina, sem sat mér á vinstri hlið. En rétt i þvi, gerði hún nokkuö, sem kom mér til aö súpa hveljur. Hún lyfti arminum mjög áber- andi, og leit á úrið. betta var til- tæki, sem presturinn i stólnum hlaut aö taka eftir, hann stamaöi I miðri setningu og andartaki siðar hafði hann lokið ræðu sinni. Ég átti bágt með að trúa þvi, að ég hefði i raun og veru séö þetta. Þegar við krupum i bæn, leit ég aftur út undan mér. Hún haföi •lika lotið höfði, en þegar hún hélt að enginn tæki eftir sér, leit hún upp og horfði á prestinn og kór- drengina. Þegar hún leit svo á mig, náöi ég þvi að sjá augnaráð hennar, en ég gætti þess, að láta hana ekki sjá, aö ég hafði veriö aö veita henni athygli. Og mér varð þá fyrst ljóst, hve mikið ég óttaðist tengdamóður mina. Charles hringdi frá London, rétt eftir klukkan tiu á mánu- dagsmorgun. Hann sagðist hafa talað við heimilisiækninn, dr. Gilbert, og að hann ætlaði að lita á mig sið- degis þennan sama dag. Hann hafði líka lofað þvi, að hafa kven- sjúkdómalækni viðstaddan, svo þeir gætu boriö saman bækur sir\- ar. Miller, bilstjórinn, átti aö.aka meö ,mig til Port Agnes. — Hvað á ég að segja móður þinni? ^ Ósjálfrátt leit ég við. Jackson stóð við dyrnar á bókaherberg- inu. Hann hneigði sig og dró sig i hlé. Charles hélt áfram að tala. Hann sagðist hafa sagt móður sinni, að mig langaði til að lita i kringum mig I Port Agnes og að hún héföi ekkert á móti þvi, að ég fengi bilinn. Mér varð hugsað til þess, að auðvelt væri að hlusta á þetta samtal okkar i hússimann, en mig langaði svo til að hlusta lengur á rólegu röddina hans... Nei, ég þoröi ekki að, segja meira. — Charles, þú mátt til meö aö koma snemma heim i kvöld. — Ég kem eins fljótt og ég get, ástin min. Það verður allt i lagi. Það var drungalegt úti, rigningarúöi, en ég fór samt i kápu og gekk út. Ég hefði viljað mikiö til þess vinna, að sleppa við hádegisverðinn, sem ég þurfti að borða með tengdamóður minni einni og þar af leiðandi mátti ég eiga von á óþægilegum spurning- um. Það lét heldur ekki á sér standa. Hún spurði mig hvað ég ætlaöi að táka mér fyrir hendur siðdegis. Ætlaði ég að aka til bæj- arins? Ég var búin að ákveða að segja henni frá heimsókninni til læknisins. Hún hafði greiniiega á- huga á þvi. — Til Gilberts læknis? En til hvers, Madeleine? Ertu eitthvað lasin? — Nei, alls ekki, ég er ekkert veik. Ég er aðeins óvenjulega þreytt. Mér fannst ráðlegt að láta athuga mig, svo Charles fékk tima hjá lækninum fyrir mig. — Svo Charles veit um það. Hún virtist ánægð með þetta, hörkutónninn hvarf og hún talaði stundarkorn um Gilbert lækni og hrósaði honum til skýjanna. — Það er skynsamlegt, vina min. Þú ert nokkuð fölieit, það getur veriö aö þú þurfir eitthvaö styrkjandi. Vingjarnleg framkoma hennar kom mér til aö skammast min. Það gat veriö, aö ég heföi gert tengdamóður minni rangt til. Ég hafði jafnvel hugsað að hún myndi hata mig, ef hún kæmist að... Mig langaöi allt i einu til að fá fulla vissu um samúð hennar og trúa henni fyrir áhyggjum minum.... — Já, Madeleine, hvað ætlað- irðu aö segja? Eitt tillit á málverkið af hinni fyrri Lydiu Trendennis kom mér til að hætta við það á siðustu stundu. Stirpurinn á konunni á málverkinu var svo drembilegur i fegurðsirjni. Þessi kona hafði aliö tengdamóöur mina upp og gert það eftir shini eigin mynd. Þaö var sama hrokafulla augnaráöið, sami munnsvipurinn.... Ég þagði yfir raunverulegu á- stæðunni fyrir þvi, að ég ætlaði að tala við lækninn. Ég stóð fljótlega upp frá borðinu og ég var tilbúin, þegar Miller kom með bilinn. Við vorum hálftima að aka til Port Agnes og ég hafði það á til- finningunni, að ég væri að ganga á vald örlaga minna. Þegar stóri billinn stöðvaðist og Miller steig út, til að opna fyrir mig bildyrnar, fannst mér bæði hann og fólkið á götunni hreyfði sig hægt, eins og i hæg- gengri kvikmynd og eins og vél- rænar brúður. Ég sagði Miller, að mig langaði til að' lita i kringum iriig eftir heimsóknina til læknisins og bað hann að taka mig á þessum sama . stað eftir klukkutima. Ég vissi ekki hve lengi ég yröi hjá læknin- um. Græna iriálning;in á dyrunum var oröin máð og mér fannst gamla handfangið stara á mig. Ég horföi á hönd mina hringja dyrabjöllunni, eins og það væri mér alls ekki viðkomandi. . Nokkur lúð vikublöð voru á borði i biðstofunni. Ég hné niður i leðurstólinn, sem stúlkan visaði mér á og fann svalt leðrið gegn- um kjólinn. Það var grafarþögn i biðstofunni. Nokkrum minútum siðar kom hvithærður maður inn, afsakaði að hann hefði látiö mig biða, þrýsti hönd mina og sagði einhverjar venjulegar setningar, — eitthvað um Tregarran, veðrið og Charles, eins og þetta væri að- eins venjuleg heimsókn. Ég var aö farast af taugaóstyrk og var undrandi á þvi, hve maðurinn var rólegur og min eigin rödd, þegar ég svaraöi honum. Við töluðum saman i nokkrar minútur, en mér fannst heil eilifð frá þvi ég kom þarna inn á skrif- stofuna hans. Þegar hann lokaði dyrunum á eftir okkur, langaði mig mest af öllu til að taka til fót- anna og -flýja. Það munaöi minnstu aö æöi gripi mig, þegar ég sá annan mann risa upp úr stól og koma til mðts við mig. Mér fannst hálsinn herpast saman, annars hefði ég liklega rekið upp öskur af ótta. Miller beið min við dyrnar, þegar Gilbert læknir fylgdi mér út. — Ég skal skrifa lyfseðil og sjá til þess að þér fáið lyfið sent, frú Trendennis. Og ef þér viljið tala við fleiri lækna, skal ég með ánægju gefa yður tilvisun. Mér finnst það sjálfum óþarfi, en... — Þakka yður fyrir, læknir. — Verið þér sælar frú Tren- dennis. Það haföi stytt upp, en gatan var samt full af pollum og vatnið skvettist upp á bilana, þegar þeir 16 VIKAN 4.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.