Vikan


Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 23

Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 23
NU ER KOMIÐ í TIZKU AÐ BÚA í Fyrr á timum meban kornmyllurnar gegndu enn sinu upprunalega Þegar ekið er um Holland og norðanvert Þýzkaland má viða sjá tignarlegar vindmyllur bera við himin. Hestar þeirra eru hættar að snúast og mala korn, þvi við eru teknar rafknúnar myllur, sem afkasta allt að 700 sinnum meiru en gömlu myllurnar. Þessar vindmyllur, sem undanfarna ára- tugi hafa staðið og beðið þess að fúi og elli ynnu á þeim eru nú skyndilega komnar i tizku —sem íbúðarhús. Bændur sjá sér góðan leik á borði og auglýsa myllur sinar til sölu eða leigu og borgarbúar, sem þreyttir eru orðnir á háhýsum og sléttum veggjum þrá frið og ró innan óreglulegra myllu- veggjanna. Myllurnar eru margar hverjar upp á 5 eða 6 a) löng vinnuhvfld b) stutt vinnuhvlld c)gleðistaða d) sorgarstaða iilutverki mátti oft sjá á stöðu mylluvængjanna hvað um var að vera á bænum eða i þorpinu. Ef brúðkaup var haldið eða önnur meiriháttar hátið skildi bóndinn mylluna eftir i „gleðistöðu”. Væri ; jarðarför var hún bundin i „sorgarstöðu” og einnig var hægt að sklja hana eftir þannig að sjá mætti hvort um lengri eða skemmri vinnuhvild væri að ráða. ________ hæðir og þegar búið er að fjarlægja tannhjól, trektir og annað, sem þarf til kommölunar og beita hugmyndaflugi og smekkvisi, getur gamla myllan orðið sérstæð og skemmti- leg ibúð eða íbúðir. Verðið á þessum gömlu myllum er mjög misjafnt og fer eðlilega eftir ástandi þeirra og stærð og legu þess lands, sem fylgir. Hægt er að fá myllu og landskika fyrir svo litið sem hálfa aðra milljón íslenzkra króna en yfirleitt þarf að eyða öðm eins til að gera mylluna ibúðarhæfa. Aðrar stæmi kosta 7—8 milljónir króna, áður en nokkuð er farið að gera fyrir þær. ANi

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.