Vikan


Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 38

Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 38
CiISSUR GUURASS e-ft/r ■ BILL KAVANAGU e. FRANK FLETCKER hann nei — þaö væri dimmt i bió. Hann sagðist ætla aö fara heim á hótelið og baö mig að koma meö sér. Hann var sifellt að lita um öxl, rétt eins og hann héldi, að einhver væri að elta sig. — Ég er ekkert hræddur við hana Lilu, sagði hann þegar við kvöddufnst. — Ég kann vel við hana. Mér væri alveg sama þó ég giftist henni, en ég læt hana bara ekki hræða mig til þess. Þú skilur, hvað ég á við, Felix? Ef hún heföi hætt þessum bréfaskriftum og aö blaðra um, hvaö hún mundi segja dómaranum, þegar hún kemur fyrir réttinn. bað er ekki annað en kjaftæði', sem mér er alveg sama um. Enginn kvenmaður i heiminum getur hrætt hann Sóló- Smith. Þegar ég kom um borð næsta morgun, sá ég að yfirþjónninn var alveg i rusli. Eg hafði séð hann þannig áður, þegar hann hafði fengið skeyti þess efnis, að ungfrú Winifred Wilford ætlaði með okkur. — Hún ætlar með núna, sagöi hann og hárin risu á höfðinu á honum. — Hlauptu til hans Jack- sons og hjálpaðu honum með brúðhjónaibúöina... nei, það er satt, þú ert þjónn skipstjórans. Ég er svo frá mér, að ég veit naumast i hvern endann ég stend. — O, það er engin hætta á, að hún komi, sagði ég. — Nú, ekki það? Hún er nú samt með lestinni — hún fór frá Euston i einkavagninum forstjór- > ans. Og ef hún er eitthvað lik þvi, sem (iún var þegar hún fór með Rifftil Madeira forðum þá verður fjandinn laus. Ég vissi það fyrst núna, að i þessari Madeiraferð tók hún alla stjórn á skipinu, lét reka þrjá yf- irmenn og lét fjórða stýrimann, sem gekk með einhverja dulda sorg, forframast upp i annan stýrimann. Ég held, að þessi dulda sorg hafi veriö sú, að hann kunni býsna litið i siglingafræð- inni. Eftir hálft ár renndi hann skipinu sinu á land á írlands- strönd og missti réttindin. — Ég fór og áthugaði brúð- hjónaibúðina. Þar var allt fullt af blómum og skrifborðið þakið skeytum frá ástvinum hennar. — Grishway lét sér á sama standa og var ekki einusinni við landganginn þegar hún kom, en sendi fjóröa stýrimann i sinn stað. — Hún er svo hrifin af fjórðu stýrimönnum, heyrði ég hann segja við fyrsta. ,— Þar sem' mér lá ekkert á, dokaði ég ofurlitið viö landgang- inn til þess að lita á gripinn. Hóp- ur farþega kom um borð, áður en hún sýndi sig, og ég tók sérstak- lega eftir einni stúlku, sem kom eftir fyrsta farrýmis gangi, en var með annars farrýmis far- miða. Ég visaöi henni aftureftir, en hún þekkti mig ekki, eða sýndi þessað minnsta kosti engan vott. Ég velti þvi fyrir mér hvort Sóló vissi um hana og bjóst ekki viö, að svo væri. Þegar mesta fólks- straumnum var lokið, kom ung- frú Wilford upp landganginn. Ég er nú ekki sérlega útfarinn að lýsa klæðnaði, en hún var i ein- hverju ljósrauðu hialini og loð- kápu. Lagleg stúlka með stór dökk augu, frekar þunnar varir og fallegan hörundslit. Þetta get ég komizt næst þvi að lýsa henni. — Gjaldkerinn og yfirþjónninn voru þarna á höttunum. — Hvar er skipstjérinn? spurði hún. — Hann ,er i brúnni, ungfrú Wilford, sagði yfirþjónninn. — Við erum alveg að leysa landfest- ar. — Farið þér og segið honum að koma i káetuna mina strax, sagði hún.— Hann ætti aö vera kominn — skipstjórarnir hans pabba taka alltaf á móti mér. Ég sima strax til hans og segi honum af þessu. — Stýrimaðurinn fór beina leið til karlsins með skilaboðin. Skipstjórinn fitlaði eitthvað við skeggið á sér. — Veriö tilbúnir að losa, sagöi hann snöggt.Tilkynnið mér þegar pósturinn er kominn um borö. Sendiö svo lóssinn upp i brú. — Ég veit ekki, hver sagði ung- frú Wilford frá þessu. Kannski hefur hún alveg gleymt skipstjór- anum og enginn hafi sagt henni frá þvi. Hún var að minnsta kosti enn á lifi þegar skipið var komiö út i Irlandshaf. Hún hafði þrjár þernur og einn einkaritara. Tvær þernurnar voru settar i fyrsja farrýmis káetur, og ein svaf þarna i ibúðinni. Winifred lét þær hafa nóg að gera, allt frá þeirri stundu er þær komu um borð, en þó áttu þær betri ævi en ritarinn, sem var ólagleg kona um þritugt en sýndist eldri. Sama kvöldið sem viö leystum landfestar labbaöi Winifred upp i brú og hringdi vélsimanum á stjórnborða aftur á bak. Skip- stjórinn var i kortsklefanum en við hringinguna þaut hann út i brúna. — Hvað er aö? öskraði hann, þegar hann sá stulkuna. — Mig langaöi bara að sjá ganginn i þessu, sagði hún salla- róleg. — Eruð þér skipstjórinn? — Skipstjórinn varð sótrauður I framan. — Burt meö yður úr brúnni! sagði hann. — Hún glápti á hann. — Ég er ungfrú Wilford... — Mér er sama þó þér væruð drottningin af Saba — farið þér burt úr brúnni. Fulla ferð áfram, Heldon, og látiö þér ekki farþeg- ana vera að fikta við vélsimann. Til hvers andskotans haldið þér, að þér séuð hérna? — Winifred roðnaði og fölnaöi á * vixl. Hún kom ekki upp neisu orði, en þegar hún náði andanum, sagði hún: — Farið þér með mig aftur til Liverpool, tafarlaust! Þér eruö skepna! Pabbi rekur yð- ur ' samstundis. Hvernig dirfizt þér að svara mér uppi? Svo sagöi hún viö stýrimanninn: — Ef þér 38 VIKAN 4. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.