Vikan


Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 35

Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 35
w 'Jmunjih I NTE R N ATI ON AL lífstykkjavörur eru í sérflokki hvað útlit og gæði snertir Umboðsmenn: ÁGÚST ÁRMANN h.f. Sundaborg, simi 86677 MAÐURINN, SEM GEKK í GEGNUM VEGGI Framhald af bls. 14 ákvað að flýta för sinni til Egyptalands. Sama dag varð hann ástfanginn af ljóshærðri fegurðardis, er hann hitti tvisvar á Lepic-götu með stundar millibili. Hann gleymdi þvi jafnskjótt frimerkjum, pýra- midum og Egyptalandi. Sú ljós- hærða lét einnig i ljós mikinn áhuga á Dutilleul. Ekkert örvar meir imyndunarafl ungra kvenna nú á timum en golftreyja og gler- augu m.eð umgerð úr skjaldböku- skel. Þetta kallar fram i hugann drauma um kokkteilboð og ljúft filmstjörnulif við sólrika Kali- forniuströnd. Gen Paul tjáði Dutilleul, að þvi miður væri sú ljóshærða gift manni, sem bæði væri hrottafenginn,afbrýðisamur og tortrygginn. Eiginmaðurinn, sem annars .fékkst við stólrimla- gerð, fór frá kvinnu sinni klukkan tiu stundvislega á kvöldin og mætti aftur klukkan fjögur um nótt. En áður en hann fór, lokaði hann hana ætið inni i herbergi sinu, tvilæsti hurðinni og setti lás á alla gluggahlera. A daginn fylgdist hann náið með henni, elti hana jafnvel um stræti Mont- martre. „Kaðetta mar, passaðu þig á sona skutlum, gætir lent i klandri.” En aðvörun Gen Pauls varð einpngis til að ástareldur Dutilleuls blossaði ákafar en áður. Næsta dag rakst hann á ungu konuna á götu og vogaði sér að elta hana inn i mjólkurbúð. Er hún beið eftir afgreiðslu, tjáði hann henni ást sina og sagðist vitá allt um hennar hagi. Um ill- gjarna bóndann, læstu dyrnar og gluggahlerana, en þetta sama kvöld skyldi hann verða i her- bergi hennar. Sú ljóshærða roðnaði litið eitt, hendurnar titruðu, er hún hélt um mjólkur- flöskuna og augun vöknuðu af einskærri bliðu. Hún andvarpaði. „Þvi paiður, herra minn, það er útilokað. Um tiu leytiö að kvöldi þessa hamingjurika dags var Dutilleul mættur til staðar. Hann virti fyrir sér virkisvegginn umhverfis litið hús, en sem rétt sást i skorstein og vindhana. Hlið opnaöist á veggnum og út kom maður, sem hélt niður Janot-stræti, er hann hafði læst vandlega á eftir sér. Dutilleul beið, unz hann var kom inn i hvarf. Þá taldi hann i hugan- um upp á tiu, en gekk siðan létt- um skrefum áleiðis að veggnum og i gegn um hann. Siðan hljóp hann beinlinis i gegn um ýmsar hindranir, þar til hajin kom i her- bergi hinnar fögru frúar. Hún tók honum af alúð og þau elskuðust fram til klukkan eitt að nóttu. Næsta dag fann Dutilleul til mikils höfuðverkjar. Hann vildi alls ekki missa af stefnumóti vegna þess og þvi tók hann inn töflur, er hann af tilviljun fann á skúffubotni. Eina að morgni, aðra að kvöldi. Það kvöld var sársauk- inn orðinn þolanlegur og i æsingn- um gleymdist hann alveg. Konan unga beið hans full eftirvæntingar er hún ól með sér frá fyrra fundi þeirra, og i þetta sinn elskuðust þau til þrjú að nóttu. Er Dutilleul hélt burtu fapn hann til ókenni legra verkja i öxlum og mjöðm- um, en honum fannst ekki ástæða tilaðgefa þvi frekari gaum.Þetta lýsti sér reyndar einungis þannig að hann fann til mótstöðu, er hann fór i gegn um veggi. Honum fannst sem hann hreyfði sig i vökvakenndu efni, er við hverja hreyfingu varð þéttkenndara. Er hann var kominn allur inn i einn vegginn.komst hann ekki lengra og með skelfingu minntist hann taflanna tveggja er hann tók um daginn. Nú mundi hann, að verkjatöflurnar voru raunar kentárlyfið, sem læknirinn út- vegaði honum árið áður og áhrif lyfsins, sem átti að lækna streitu komu nú skyndilega i' ljós. Dutilleul var sem steyptúr i vegg- ínn. Þar er hann enn, samrúnninn steininum. Nátthrafnar, sem leið eiga um Norvin götu, er kyrrð leggst yfir Parisarborg, heyra daufan óm raddar, er virðist koma handan grafar. Þeir álita hana harma kvein vindsins, er blæs um gatna- mótin við Butte. Þetta er Gráni grái að harma lok sins giæsta ferils og að syrgja skammvinriar ástir. A dimmum vetrarkvöldum tekurmálarinn Gen Paulsérgitar i hönd og hættir sér út i einmana- lega hijómkviðu Norvins-götu. Frá stirðum fingrum flögra tónar gitarsins inn i steinvegginn og hugj’a vesalings fangann, likt og flökiandi mánaskin. HRÆVARELDUR Framhald af bls. 9 freista þess að finna spor okkar Emorys frá kofa hans. Ef ég gæti komið auga á kofann, þá var kannski ekk'i útilokað, að ég gæti áttað mig. En mér var strax ljóst, að spor- in voru algerlega horfin. Ég hrasaði og fór á bólakaf i skafl. Vindurinn hvein fyrir eyr- um mér og ég fann, að kuldinn settist strax að mér. Það var rétt svo að ég hafði afl til að standa á fætur, en mér var ljóst, aö ég þurfti að hreyfa mig til að frjósa ekki i hei. Snjónum dyngdi niöur og ég óð i kné. Ég fann, að ég var að verða tilfinningalaus i framan, var hætt aö finna fyrir kuldanum. Ég fann freistinguna til þess að leggjast fyrir læsa sig um mig, en það var liklega það sem Emory ætlaðist til að ég gerði. Ég komst á kné og skreið áfram. Þegar ég sá ljósið fyrst, þá trúði ég ekki minum eigin augum. Eitthvað lýsti i gegnum hriðina, var á hreyfingu og stækkaði óð- um. Ég öskraði eins og ég hafði þrek til, en stormurinn kæfði hljóðið. En ljósið hvarf ekki og það var æ bjartara. Ég neytti siðustu kraftanna til að nálgast það, féll og komst aftur á kné, þangaö til ég sá að þetta ljós var ljósker i höndum einhverrar mannlegrar veru. — Hjálp! öskraði ég. — Ö, hjálpið mér! Þá sá ég, að þettá var Julian. Hann kom alveg til min og greip um axlir minar. Hann spurði einskis óg gaf mér engar skýring- ar á þvi, hvers vegna hann var þarna og ég hélt dauðahaldi i arm hans. —Haltu þér fast, sagöi hann. , við erum skammt frá húsinu. Ég kem þér örugglega þangað. Húsið var nær en Emory hafði viljað vera láta og ég hugleiddi, hvort hann hefði verið ákveöinn að koma mér þarna á kaldan klakann. Shan opnaði dyrnar, en ég valt um koll i ákafanum, áöur en ég komst að þrepunum. Julian setti frá sér ljóskerið og greip mig i sterka arma sina og bar mig inn i húsið. Hann bar mig, meö snjó og öllu saman, að legubekknum i bókaherberginu og lagði mig mjúklega frá sér. Það var eldur i arninum og það logaði á oliu- lampa á borðinu. Shan fylgdi okkur og stóö svo yfir mér, Siður en svo ánægð á svipinn. Ég vissi ekki, hve 4. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.