Vikan


Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 13

Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 13
fann hjá sér þörf til frekari um- svifaogástriöu tilað framkvæma og yfirstiga. Viss þrá, lik ögrun- inni, sem býr aö baki veggnum. Þvi miöur skorti hann markmið. Hann leitaði hugmynda af lestri blaða, einkum i lögreglu- og iþróttadálkum, sem var heiðvirð starfsemi að hans dómi, en komst að lokum að raun um, að slikt gaf „vegggengli” engin ráð. Hann sló af kröfum sinum og hugði að mál- efnum, sem meira höfðu upp á að bjóða. Fyrsta innbrotið framdi Dutilleul i stórri lánastofnun á hægri bakka Signu. Hann fór gegnum tylft veggja og huröa og inn i mörg bankahólf og fyllti vasa sina af peningaseðlum. Er hann fór, skildi hann eftir miða, sem á var ritað glæstum stöfum „Gráni grái”. Birtist nafnið dag- inn eftir i öllum blöðum og að viku liðinni hafði það unnið sér geysi- lega frægö. Sámúð almennings með manni, sem hæddi Jög- regluna á þennan skemmtilega máta var óskipt. Hann gerði vart við sig á hverri nóttu með nýju af- rekit i banka, hjá skartgripasala eða hjá einhverjum auðkýfingi. Sú kona fannst ekki i Paris eða úti á landsbyggðinni, sem dreymdi ekki um að gefa sig að likama og sál til Grána gráa. Eftir rán hins fræga Burdigala- demants og innbrotið i Borgar- bankann, sem átti sér stað i sömu viku, nálgaðist lýðhyllin algera sefjun. Innanrikisráðherrann mátti segja af sér og i fallinu tók hann . með sér ráðherra skrásetningar- stofunnar. Þótt Dutilleul væri nú orðinn einn rikasti maður i Paris, mætti hann ætið samvizkusam- lega á skrifstofuna og vakti jafn- vel athygli orðunefndar fyrir dugnað. Helzta ánægja hans var að hlusta á frásagnir vinnufélaga sinna af afrekum sinum frá fyrra kvöldi. „Þessi Gráni grái er ofur- menni, frábær náungi, algjör snillingur.” Dutilleul roðnaöi við að heyra hrósyröin og augu hans blikuöu að baki lonjettanna i keðjunni, full vinsemdar og þakk- lætis. Dag nokkurn vakti þetta andrúmsloft samúðar það mikið traust hans, að hann gat ekki stillt sig um að ljóstra upp leyndar- málinu. Hann virti félaga slna feimnislega fyrir sér, þar sem þeir voru aö lesa fréttir blaða af innbrotinu i Frakklandsbanka, gekk til þeirra og mælti lítillátri röddu „Heyrið þið piltar, Gráni grái er ég.” Ofsalegur og næstum endalaus hlátur fylgdi i kjölfarið af trausti hans og eftir þetta var Dutilleul nefndur Gráni grái til athlægis. Er vinnutima lauk, varð hann skotspónn endarlausra háð glósna og honum fannst lifið ekki jafn skemmtilegt sem áður. Nokkrum dögum siðar var Gráni grái nappaðúr af nætur- verði i skartgripaverzlun. Hann hafði sett undirskrift sina við peningakassann og söng drykkju söngva hástöfum um leið og hann kastaði bikurum úr skira gulli gegn um gluggana. Hann hefði auðveldlega getað sloppið frá næturveröinum gegn um ein- hvern vegginn, en liklega hefur hann óskað éftir aö veröa hand- tekinn og þá liklega eingöngu til að rugla félagana I riminu. Van- trú þeirra hafði sært hann það mikið. Það vakti heldur ekki litla undrun, er blöðin birtu myndir af Dutilleul á forsiðum næsta dag. Félagarnir iðruðust beisklega að hafa afneitað snillingnum vini þeirra og honum til heiðurs létu þeir sér vaxa svolitinn hökutopp. Nokkrir, sem voru gegnteknir af samvizkubiti og hrifningu, létu jafnvel freistast til að hnupla skjalatöskum og ættarúrum frá vinum og vandamönnum. Eflaust má lita á þetta tiltæki að láta lögregluna handtaka sig til að vekja undrun nokkurra félaga, ósamboðið slikum af- burðamanni, en hváti. viljans virðist vera litill hluti i slikri ákvörðun. Er Dutilleul hafði giatað frelsi sinu, hélt hann'sig hafa látið undan dramblátri hef- nigirni sinni, en i raun hafði hon- um einungis skrikað fótur á braut örlaganna. Frami „vegg-gengils” er skammt á veg kominn, hafi hann ekki komizt einu sinni að minnsta kosti i færi við fangelsi. Er Dutilleul gekk inn i „Dvalarheimilið”, fannst honum sem verið væri að gera vel við sig. Honum fannst þykkt múranna jabra við hreinar kræsingar.Þeg- ar að morgni fyrsta dags fangelsunarinnar komu furðu lostnir verðirir auga á nagla, sem fanginn hafði fest á klefavegginn og á honum hékk gullúr fangelsis- stjórans. Fanginn gat, eöa vildi ekki tjá sig um, hvernig þessi hlutur komst i hans vörzlu. Úrinu var komiö til rétts aðila, en næsta morgun fannst það enn, nú á kodda Grána gráa, ásamt fyrra bindi af Skyttunum þremur, er haföi verið hnuplað úr einkabóka- safni fangelsisstjórans. Starfsliðið var örmagna. Verðirnir kvörtuöu meðal annars yfir þvi, að þeir fengju spörk i bakhlutann og gátu þeir meö engu móti skýrt hvaöan þau kæmu. Nú virtist sem veggirnir hefðu ekki einungis eyru heldur og fætur. Gráni grái hafði seiiö inni i viku, er fangelsisstjórinn fann einn morguninn, er hann kom til vinnu, eftirfarandi bréf liggja á skrifborði sinu. „Herra fangelsisstjóri. Varð- andi samtal okkar frá sautjánda þessa mánaöar og til að minna á fyrirmæli yðar fr*á fimmtánda mai á siðasta ári, hef ég nú þann heiöur að tilkynna yður, að ég hefi lokið lestri siðara bindis af Skyttunum'þremur og að ég hef i hyggju að strjúka næstu nótt milli kl. hálf ellefu og hálf tólf. Virðingarfyllst, Gráni grái.” Þrátt fyrir strangp gæzlu strauk Dutilleul klukkan fimm minútur fyrir hálf tólf. Fréttir af undankomu hans uröu al- menningi kunnar að morgni og vöktu geysilegan fögnuð hvar- vetna. Þrátt fyrir aö Dutilleul hefði framið nýtt innbrot, er vakti hvað mesta hrifningu, skeytti hann litt um að læðast meö ýeggj- um, heldur gekk hann um Mont- martre án nokkurrar aðgæzlu. Þvi var þaö, að hann var hand- Framhald á bls. 14 4. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.