Vikan


Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 28

Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 28
Ein af ótalmörgum námsgreinum I forskólanum, sem stendur í tvö ár, er hlutateiknun. Hér nostrar nemandi viö aö teikna nákvæmlega nýtt módel af vörubil. Ingibjörg Siguröardóttir, nemandi á ööru ári I forskólanum, vinnur aö kaffi-plaggati fyrir norrænu samkeppnina. Auglýsingadeildin tók hana upp 1 vetur, og má þá segja, að allar deildir skólans starfi samkvæmt þessu skipulagi. Við teljum, að þetta fyrirkomulag hafi gefizt mjög vel. Það verður meiri sam- fella i náminu. Nemendur vinna að sama verkefninu ótruflaðir. Það er kannski helzt, að við séum farnir að velta fyrir okkur, hvort námið sé ekki orðið kerfisbundið um of. Hver önn hefur staðið i einn mánuð, en ef til vill væri heppilegra að gera greinarmun á önnunum og hafa þær mislangar eftir eðli og mikilvægi námsefnis- ins hverju sinni. I vetur er i fyrsta skipti skilið alveg á milli þeirra, sem eru i kennaradeild, og þeirra, sem stunda nám i frjálgri myndlist. Aður var þetta þannig, að mynd- listarmennirnir tóku kennara- deildina til þess að eiga vist starf að námi loknu sér til lifsviður- væris. En nú gerist það, ao niu nemendur stunda eingöngu nám I frjálsri myndlist, annaðhvórt málun, grafík eöa myndmótun. Þeir sinna þvi ekki aö hugsa um kennaradeildina til öryggis hvað afkomuna snertir. Trú þeirra á áð starfa sem myndlistarmenn ein- vörðungu er sem sagt þetta sterk. — Er hægt að vinna með nám- inu? — Eiginlega er það ekki hægt, þvi að námið i dagdeildunum er mjög strangt. 1 kennaradeildun- um er til dæmis fimmtiu stunda vinnuvika. Það er orðið fullt starf allan daginn að stunda hér nám, sérstaklega eftir að komið er i sérdeildirnar. Forskólanum lýk- pr hins vegar stundarfjórðung fyrir fjögur á daginn, og þá er al- gengt að nemendur stundi ein- hverja vinnu siðdegis. En þvi ber ekki að neita, að við eigum i erfið- leikum i þessum efnum. Sumir nemendur eru orönir fulltiða, hafa fyrir heimili og börnum að sjá og verða þvi að vinna. — Nú hefur myndlistaráhugi farið vaxandi undanfarin ár hér á landi. Hefur skólinn oröið var við hann? — Já, svo sannarlega. Linurit yfir fjölda nemenda sýnir þetta glöggt. Á árunum 1962—66 sækja 20—30 nemendur um inngöngu I skólann. Eftir það fer talan upp I 30—40. Eitt árið tókum viö 40 nem- endur i skólann, en reyndin varð sú, að þeir týndu tölunni hver af öðrum. Þeir höfðu ekki nægan undirbúning, stóðust ekki þær kröfur, sem til þeirra voru gerðar og heltust þvi úr lestinni. Þá var horfið að þvi ráði að láta taka ínn- tökupróf i skólann. Og þá gerist það, að þrátt fyrir inntökuprófiö óska 70-80 manns eftir inngöngu. Prófið er þreytt i septembermán- uði og tekur fimm daga. Það spannar alla undirstöðuþætti i myndlist, teiknun frumforma, hlutateiknun, litateiknun og frjálsa teiknun, þ.e. að nemendur teikna eitthvað, sem þeim er hug- leikið og þeir eiga að þekkja. Sið- an er skriflegt könnunarpróf og ritgerðavérkefni á fimmta degin- um. I fyrra gengu 67 undir prófið og 37 stóðust það. En þá var ástandið þannig, að. við gátum ekki tekið inn nemá 27. Kennslu- kraftar og húsnæði skólans leyfði ekki meira. Við urðum þvi miður að visa frá tiu nemendum, sem áttu rétt til náms. 1 ár gengu 63 undir inngöngupróf og 33 stóð- ust það. En nú bregður svó við, að hægt hefði verið að taka töluvert fleiri nemendur, allt að 40-45, þar sem við fengum aukið húsnæöi og leyfi til að ráða nýja kennara. En við vildum ekki slaka á kröfun- um. Hið aukna húsnæði skólans ger- ir það að verkum, að i staðinn fyr- ir 100 nemendur i dagdeilum á ári Anna Ó. Björnsson er nemandi á öðru ári I forskólanum. Jafnframt my ndlista rná minu er hún i BA-deiid Háskóla Islands og lærir þar sögu og flciri grcinar, svo aö hún hefur sannarlega nóg að gera. 28 VIKAN 4. TBL. j »»• 't

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.