Vikan


Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 21

Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 21
kynsins, Til sliks skelfilegs endis mega merfn ekki hugsa og bæla niöur allar slikar hugsanir. Og þeir losa sig viö allt, sem kynni aö minna á á þær. Tiðablóö er tákn- rænt vönunarblóö — blóö Ur sári, sem karlmenn óttast meira en dauöann. J- fornum goðsögnum frumstæðra þjóða og þjóðflokka alls staðar á jörðinni kemur þessi ótti-fram. Hjá einum t.d. skópu guðirnir og disirnar konuna með þvi að vana karlmann. Illfygli eða krókódilar hjuggu holur i likamann, svo að úr blæddi. Þessi sár eru hvort tveggja i senn hættuleg og dularfull. Þau eru bæði tákn veikleika og styrks konunnar. Úr þessum sárum fæðist nýtt lif. — þann eiginleika hafa konurnar fram yfir karl- mennina. Vönunaróttinn og föðurstoltið barðist um i karl- manninum og hann leitaði stöðugt á vit dularfullra krafta, sér til halds og trausts. Hvað gleggstan vott um þennan ótta mannsins við konuna ber skirlifið, sem öldum saman hefur verið álitin einstök dyggð, ekki sizt i hinum kristna heimi. „Hvernig megum við komast aftur til Paradlsar án þess fyrst að vinna bug á frygðinni, sem ein á sök á brottrekstri okkar þaöan?”, spurði heilagur Ambrosius. Skirlifið verndar gegn óttanum, sem blóðið veldur. Svert linið úr koparkötlunum og slævð egg rakhnífsins “gáfu hugarburðinum ofurlitið yfir- bragð skynseminnar. Þegar ekki varð haldið lengur i bábiljur sem þær, voru karlmennirnir ekki lengi að finna sér önnur haldreipi — og þá leituðu þeir fanga á vett- vangi sálarfræðinnar. „Meðan á tiðum stendur er konan duglaus til likamlegrar og andlegrar vinnu og hneigist ÞJÁNINGAR AÐ ERFÐUM Flestum samfélögum er það sameiginlegt, að á neyðarstund- inni, þegar mest á riður, vill karl-x maðurinn helzt af öllú láta konuna vera eina. Tigrislæðurnar ala afkvæmi sin einhvers staðar i skóginum. Meðal frumstæðra þjóða fæðast börnin oftast i ein- ■öngruðum kofum. Hváð um fæðingardeildirnar i nútimaþjóð- félagí? Eru þær staður ástar og saníhjáipar? Enn þann dag i dag víija flestir menn sem minnst hafa af „öllu saman” áð segja. Jafnvel eiginmennirnir, sem við- staddir eru fæðingu barna sinna, sitja við höfðagafl fæðingarrúm- sins og horfast i augu við konur sinar án þess að taka þátt i þvi, sem er að gerast. Breytingarnar hafa þó verið afar miklar á undangengnum árum. Byltingin i samskiptum kynjanna á sér fjölda orsaka. Það verður stöðugt greinilegra hve mismunandi þáttur skaparanna er eftir þvi, hver trúarbrögðin eru. Með vaxandi þekkingu hefur dregið úr vönunarótta karlmann- sins, svo að hans gætir miklu mir.r.a en áður. Það ætti þvi að Ameriska blaðið „Psychology Today” túlkaði tiðavandamál konunnar með þessari mynd. gjarnan til lyga, auk þess sem hún er venju fremur uppstökk”, staðhæfði Cesare Lombroso, frægur italskur læknir, i upphafi þessarar aldar, en austurriski rit- höfundurinn Otto Weininger tók dýpra i árinni: „Konan hefur enga sál og ekkert ég.” Þessu trúðu karlmennirnir. Þeir slepptu hleypidómunum lausum til verndar ótta sinum. Félagslegar og menningarlegar afleiðingar hleypidómanria, sem höfðu liffræðilegan mun að yfir- skyni, urðu ævinlega upphafning karlmannsins á kostnað kon- unnar. Siðvenjur gengu I banda- lag með karlmanninum. Það er fyrst á siðustu árum að rofa fer til i þessu svartnætti. Visindamenn hófu kerfisbundnar rannsóknir á hormónastarfsemi konunnar og áhrifum hennar á likamann. Niðurstöður: Uppeldi og umhverfi hafa truflandi áhrif á likamsstarfsemi konunnar og valda með þvi verkjum, krampadráttum og ótta. Kaþólskar konur, sem aldar eru upp við kirkjulega siðfræði, eiga við meiri erfiðleika að striða meðan á tiðum stendur en aðrar. „Guðræknar” konur, sem afneita „kvenlegum eigin- leikum” sinum, komast ótrúlega auðveldlega hjá óþægindum af völdum tiöa. Mestum sárindum og erfið- leikum valda tiðirnar konum, sem i uppeldinu hefur verið inn- rætt óbeit á kynlifi, og giftar eru mönnum, sem andstyggð hafa á tiðunum. Sársauki og krampa- drættir eru ekki af völdum náttúrunnar. Tiöni þeirra og styrkleiki er mismunandi eftir stöðum, tima og kringumstæðum. Viðbrögð beggja kynja við klæða- Indiánar i N-Ameríku: Konur, sem hafa tiöir, veröa aö láta fyrirberast I kofum, þar sem þær veröa ekki á vegi annarra. föllum eru ekki meðfædd heldur lærð. Samfélagið krefst þess af karl- manninum, að hann sýni sjálfs- öryggi, styrk og metnað og láti aldrei bilbug á sér finna. Konur eiga hins vegar að vera veik- byggðar, veikgeðja, nægjusamar og lausar við metnaðargirni fyrir sjálfs sin hönd. Sársauka eiga þær og verða að tjá. Konu, sem ekki beitir „kvenlegum” brögðum og ber erfiðleikana án þess að barma sér, hefur mis- tekizt hlutverk sitt. Þetta er að minnsta kosti álit flestra karl- manna. vera auðvelt að velta hleypidóm- unum af sér. En það gengur misjafnlega vel. Erfitt er að komast úr þeim stakki, sem manni hefur verið sniðinn. , Uppeldið og þjóðfélagsleg staða mannsins, setur sterkan svip á hann. Þetta kemur greinilega i ljós varðandi notkun getnaðarí- varnarpilla. , Ahrif pillunnar á konur eru akaflega mismunandi. Höfuð- verkjarköst, ógleði, kyndeyfð og fleiri hliöarverkanir gera oft vart við sig. En ekkert þessara ein- kenna er sjálfrátt. Eftir þvi, sem næst verður komizt, er aðeins' hægt að setja fram eina höfuð- reglu: Stúlkum, sem ekki lifa i stöðugu kynlifssambandi, er Framhald á bls. 47 4. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.