Vikan


Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 25

Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 25
* Þessi gamla kornmylla biður nýs eiganda, en hann getur fengið hana ásamt 1300 fermetra landi fyrir tæpar 8 milljónir króna. Mylla fyrir 8 milljónir Sundlaug og hitabeltisgróður Neðsta hæð þessarar myllu likist fremur hita beltisgarði en mannabú- stað, enda er eigandi myllunnar mikill áhuga- maður um ræktun suð- rænna jurta og dýra. Var hann lengi búinn að leita að hentugu húsnæði til iðkunar þessa áhugamáls, þegar honum datt i hug að gömul mylla væri bezta lausnin. Mylluna keypti hann á 40 púsund mörk en þurfti að eyða 200 þúsund mörkum (rúmlega 6 millj.kr.) og ótöldum vinnustundum áður en myllan var fullbúinv Nú ráða flamingóar og önnur suðræn dýr rikjum á neðstu hæðinni en mann- fólkið hefur búið um sig á efri hæðunum. Á neðstu hæðinni er 28 fermetra sundlaug og þegar íbúar efri hæðanna hafa fengið sér sundsprett hvila þeir sig hjá dýrunum i skjóli pálmanna. 4. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.