Vikan


Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 17

Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 17
óku yfir þá. Þaö draup af trján- um, sem voru draugaleg i grá- muskunni. Eg sat grafkyrr alla leiöina, horffti út um bflgluggann, en mér fánnst ég alveg tilfinn- ingalaus. Frú Trendennis.... Þegar höllin kom i ljós fram- undan, hrökk ég viö, eins og ég heföi veriö barin meö svipu. Þáö var eins og hver taug J likama mlnum væri þanin Tregarran.... Ég þóldi ekki einu sinni aö horfa á húsiö, en fól andlitiö i höndum mér. Mér fannst ég vera eins og helsært íýr, haldin þeirri einu ósk, aö fá aö vera ein meö ör- væntingu mina. Svo datt mér i hug, aö ég haföi hugsaö mér aö lita i kringum mig i Port Agnes, til aö koma ekki heim á undan Charles, en nú var þaö of seint. Þaö var ljóst aö Jackson haföi ékki búizt viö mér ' svona snemma. Hann leyföi sér aö spyrjá hvort mér liöi ekki vel, ég væri mjög föl, sagöi hann. Ég þvingaöi mig til aö brosa. — Þakka yöur fyrir, ég er aö- eins svolitið þreytt'. Ég er að hugsa um að leggja mig stundar- korn. An þess að biöa svars, flýtti ég mér upp á loft. Ég vildi komast sem fyrst úr þessu mikilfenglega anddyri, fram hjá herbergjum frú Trendennis og loka aö mér. Þaö heppnaöist. Þegar ég var bú- in aö læsa dyrunum, fleygöi ég mér upp i rúmiö, en ég gat ekki grátiö, þótt ég titraöi af þurru snökti. Ég þrýsti svölu lakinu upp að andlitinu, þangað til ég varö rórri. Svo stóð ég upp, náöi i flösku af kölnarvatni og strauk með þvi háls og arma. Hún skyldi að minnsta kosti ekki sjá mig grátbólgna. Korteri siðar var drepið á dyr hjá mér. — Mér fannst ég verða að koma upp til þin, vina min, sagöi Lydia Trendennis, þegar hún kom inn. — Mig langar til að vita hvernig þér hefir liðið i dag. Ég bauð henni sæti og settist andspænis henni. Dökk augu hennar virtu mig vel fyrir sér og forvitnin skein úr þeim. Hún sagðist hafa haldið, að ég ætlaði að skoða borgina. En veðríð var nú hálf leiðinlegt. — En hvað sagði Gilbert lækn- ir? Hjarta mitt sló hraðar og ég átti erfitt með að koma upp orði. — Hann var.mjög elskulegur, -mér likaði vel við hann. Nú beið hún greinilega eftir þvi, að ég segði henni frá úrskurði læknisins. Það varð þögn, stutt en þrúgandi þögn. Ég gat ekki látið mér detta neitt i hug til að segja, það mátti ekki vera neitt, sem eyðilegði þetta þægilega and- rúmsloft, sem nú rikti á miili okk- ar. — Ætlarðu ekki að segja mér frá úrskurði læknisins? Það er eiginlega ekki neitt- að mér, ég er ekki veik. — Maður fer ekki til læknis ef maður er alheilbrigður, eða hvað? Þú þarft ekki að vera feim- in við mig, Madeleine. Þú getur talað við mig sem móður þina. Nú var mér ljóst hvað hún hafði i huga og hvers vegna hún hafði verið svona elskuleg við mig undanfarna daga. Hún hélt auð- vitað að ég væri barnshafandi og aö ég hefði farið til læknisins, til að fá það staðfest. Það hvarflaði auðvitað ekki að henni, að svo væri ekki. Þetta furðulega ástand hafði næstum komið mér til að hlæja, en mér tókst að stilla mig. — Þetta erekkert til að hafa á- hyggjur af, sagði ég. — Það eru bara taugarnar. Hann ætlar aö láta mig -hafa eitthvert lyf. Glampinn i augum hennar slokknaði strax, eins og þegar maður styður á rofa. — Taugarnar? Ekki neitt ann- að? Nú fann ég að ég gæti varla þolað þetta mikið lengur. — Nei, þvi miður tautaði ég, eins og hún hefði sagt mér það áð- ur hvað það var,"sem hún vonaö- ist eftir. Hún sat þarna, með hendur i kjöltu. Þunnar, blóðlausar var- irnar voru eins og dauft strik. I þögninni, sem fylgdi á eftir, var það næstum áþreifanlegt hve mikið hún lagði á sig, til aö láta ekki skina i vonbrigði sin. Ég baö þess i huganum aö Charles færi aö koma heim. En svo stóö hún upp og gekk út aö glugganum. Stundarkorn stóö hún kyrr og staröi út. Svo sneri hún sér aö mér. Ég gat ekki séö svipinn á henni, vegna þess aö hún sneri andlitinu frá gluggan- um og birtunni. 4. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.