Vikan


Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 37

Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 37
felldar árásir hers Schang Kai- s.cheks. I einu fjallaskarðinu hröpuðu að visu tvö múldýr, en ánnars komst allt og allir heilu og höldnu undan. Enginn kvartaði og kveinaði og enginn ótti greip um sig. A tólfta degi flóttans heyrðum við suð eins og úr bý- flugnabúi i fjarska. Það voru raddir þúsunda manna, sem söfnuðust saman á. bökkum Gulár, sem að visu var ekki breið þarna, en þeim mun straum- þyngri. Ferjurnar voru ekki nema tvær. Þó að á hvérri minútu mætti búast við sprengjuárás hers Schang-Kai-scheks á fólks- mergðina á árbakkanum, greip engin skelfing um sig meðal fólksins og allir komust yfir ána. Við settum tannviðgerða- stofuna aftur niður i Chjng-hsien og ég gat hafið störf. 1 lok mai 1947 lagði ég af stað til Peking. SÓLÓ OG ASTARÆVINTÝRIÐ Framhald af bls. 33 ábyrgö ekki. Það er greinilega ut- an okkar verkahrings að vera barnapiur fyrir strákabjána. — Nú var ofurlítil þögn en svo sagði skipstjórinn: — Er það þá meiningin, að ég eigi ekkert að skipta mér af svona þjófum, en umgangast þá eins og þeir væru almennilegir farþegar? Er það það, sem þér viljið. Sir Ernest? — Já.... humm.... já. Meðan þeir haga sér sæmilega, veröur að koma fram viö þá eins og venjulega farþega. Og þetta er skipun. Ef kvartanir berast frá öðrum farþegum, þá hefjist þér handa. Að öörum kosti.... — Gott og vel, sagöi gamli maðurinn i glaölegum tón. — Það er ekki mitt verk að hreinsa Atlanzhafið... — Einmitt, sagði Sir Ernest. — Vel á minnzt: Ég er aö hugsa um að senda hana dóttur mina með yður i næstu ferð. — Við reynum að láta fara vel um hana, svaraði kallinn okkar. Það sagði hann alltaf. — Nú var Grishway skipstjóri ekki þannig gerður, að hann tæki við sparki og steingleymdi svo öllu saman. Hann var móðgaður og þegar nnraður af hans 'gerð verður móðgaður, lætur hann ekki á þvi bera. Ég veit nú ekki, hvernig svona fréttir berast, en það var á almanna vitorði i þjónasalnum, aö nú heföi hann orðið vondur, og á heimleiðinni fluttufn við eitthvert mesta sam- ansafn af gáfna- og visindamönn- um, sem nokkurn tima hefúr ver- iö saman komið i einum skips- skrokk. — Sóló-Smith hafði tekizt að vera á skipinu allan þennan tima, og eitt kvöldið þegar ég var að reykja einn vindilinn hans á báta- dekkinu, sagði hann mér, aö sér fyndist skipstjórinn hafa á réttu að standa en reiöarinn á röngu. — Þetta hefur verið hreinasta paradis á dallinum, siðustu sex ferðirnar, sagði hann, — en þó einkum fyrir vandaðan spila- mann eins og ég er. Þegar skrill eins og A1 Lipski og Pretta-Taylor og Boss Sullivan eru um borð, verður bókstaflega ekkert eftir handa manni eins og mér. Sulli- van og Enthwistle læknir vildu fá mig fyrir þriðja mann, en ég vil bara alls ekki spila þrikantað. Annaðhvort er ég meistari eða ég er það ekki. Það er ekki viðeig- andi fyrir háskólamann að láta sér nægja einhverja smá-nurtu af ábatanum. — Annars var þetta nú ekki sem bölvuðust ferð hjá honum. Hann náði á járnvörusala frá Boston, sem hafði hlotið menntun sina i Evrópu og spilaði bæði bezik og svo eitthvað, sem kallað var skógarmanna-póker, og af þvi, hve þessi Bostonbúi var hugsi eftir spilamennskuna. réð ég, að Sóló hefði heldur betur makað krókinn. — Ég þurfti að fara til London að heimsækja systur mina, sem var að eignast fyrsta barnið sitt. Sizt af öllu bjóst ég við að hitta nokkurn kunningja, en svo eitt kvöldið rekst ég á Sóló-Smith. Hann bjó á Palace-Charlton og var á leið i leikhúsið þegar ég hitti hann. Ekkert gerir mann meir áberandi en samkvæmisklæðnaö- ur, og Sóló bar sinn klæðnað, eins og hann vissi ekki af þvi, hvað hann var finn. — Hæ, Felix! Hvað ert þú að flækjast hérna i borginni? Komdu og fáðu þér einn snöggan. Hann fór svo með mig inn á einn rólegan bar i Piccadilly og hann var i þvi sem kalla mætti háskólaskapið, þvi að hann var argur út i einn frænda sinn, sem hafði hrokkið upp af og ekki látið eftir sig annað en veðskuldir og stóran óvinahóp. — Þessi mannfjandi þénaði tvö hundruð þúsund pund á ári og átti fyrirtæki upp á tvær milljónir! Og spilaöi svo herjum einasta skild- ing út úr höndunum á veðhlaup- um! Geturðu hugsað þér aðra eins andskotans eigingirni? Hann var sosum ekki að hugsa um ætt- ingjana — þaö er að segja mig! Honum var skitsama hvaö um mig yrði. Fleygði bara aurunum sinum i sjóinn. Svona mann- skepnur ætti að.... nú jæja, hann er, að minnsta kosti dauöur. Svo sagðist hann vera hættur við allar sjóferðir. Hann hafði sparað nóg saman til þess að byggja leiguhús i Los Angeles, svo ætlaði hann að fara i fast- eignasölu, gifta sig og setjast að um kyrrt. — Ég veit um stelpu, sem er al- veg vitlaus i mér, sagði hann. — Hún er dama og fin eins og ég. Mér kæmi það ekkert á óvart, þó ég giftist henni þegar ég kem heim. Og veit ég það þó ekki svo gjörla. Ég er ekki eins og þessir ómérkilegu fantar, seip kunna ekki einusinni að skrifa nafnið sitt. Ég er finn maður og eigin- lega of góður handa henni Lilu. — Einn veikleikinn hjá Sóló var sá, að hann leit óþarflega stórt á sjálfan sig. — Hver er Lila? spurði ég hann. — Stúlka, sem ég þekki, sagöi Sóló. — Hún var með einhverjar vafasamar hugmyndir um sjáifa sig og við rifumst. Ekki, að ég sé neitt hræddur við hótanir hennar. Ég hræðist ekki nokkra mann- skepnu i heiminum. Felix. Aldrei oröið hræddur við hana Lilu, en mér er nákvæmlega sama hvað kvenfólk segir við mig. Við lukum úr glösunum og gengum út á Piccadilly. Það var margt á götunni, af þvi þetta var leikhúsatiminn, og við þurftum aö biöa dálitið eftir umferðinni. Ég sá ekki stúlkuna nálgast okkur — hún hlýtur að hafa elt okkur, og það fyrsta sem ég vissi, að nokkur væri þarna, sem þekkti Sóló, var þegar ég heyrði sagt: — Guð minn góður! Viltu sjá, hver þarna er!. Sóló sneri sér viö eins og hann hefði fengið skot i sig. And- litið Var á litinn eins og kitti og ég gat næstum heyrt hann skjálfa. — Hva...hvað...LiJa? stamaði hann, og hafi mannsrödd nokk- urntima verið hrædd, þá var það nú röddin i Sóló-Smith. — Þessi stúlka hefði getað ver- iö klippt út úr myndablaði — svo falleg var hún — og ég fór að velta þvi fyrir mér, hvaö karlmaöur hefði getaö kosið sér betra. — Halló, Sóló! Það er naumast þú ert uppstrokinn!. Ertu að fara i veizlu? Hann deplaði augunum, rétt eins og hann kæmi úr myrkrf inn i sterka birtu. — Ég hélt þú værir I ... New York, sagöi hann. — Já, það hélztu áreiðanlega. Hún leit á hann meö einhverju tviræöu brosi. — Þú hefur alltaf verið duglegur aö „halda” hitt og þetta. En ertu búinn að hugsa um.. þú veizt? — Sóló reyndi að herða sig upp. — Já,ég hef verið aö hugsa um það... sannast aö segja var ég aö tala... — Já, tala en áreiðanlega ekki að hugsa. Ertu bráðum á heim- leiö? Ég sá nafnið þitt i farþega- skránni á Flemish, svo að þú ætl- ar llklega með skipinu. — Sóló hristi höfuðið. — Nei, Lila. Ég ætla aö verða hér mán- aðartima. Ég bý á Palace-Carl- ton. Littu inn til min einhvern- tima. — Hún kinkaði kolli og gekk burt. — Kannski geri ég það, sagði hún, en mér likaði ekki, hvernig hún sagði það. Og Sóló likaði þaþ heldur ekki.. — Þegar ég leit á hann, var andlitið á honum tárvott, en hann hló samt.— Þetta er kvenmaöur i lagi, sagði hann. — Sú er nú held- ur betur örg út i mig. Ég var feg- inn, að þú skyldir ekki segja henni, að ég ætlaöi vestur með Flemish. Ekki aö ég sé hræddur við hana Lilu. Þessar hótanir hennar eru ekki annað en kjaft- æði. — Hversvegna giftistu henni ekki, ef það er það, sem hún er að slægjast eftir? — Ég gæti fengið annað betra, sagði hann eftir langa þögn. Mér fannst nú hann gæti eins vel fengið annað verra. Hann virtist vera hættúr við að fara i leikhúsiö og þegar ég spuröi hann, hvort hann vildi ekki koma með mér i bió, þá sagði 4. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.