Vikan


Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 10

Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 10
W -rn * « ÉÉgÉsr> * Þetta er hljómsveitin Stein- blóm eins og hún er nú skipuð, en greinarkorn birtist i siðasta tbl. um hljómsveitina. Siðan sú grein var skrifuð hefur orðið ein breyt- ing á hljómsveitinni, ólafur Jónsson orgelfeikari er ekki le'ngur með hljómsveitinni. A myndinni eru talið f.v.: Skúli Björnsson, Agúst Birgisson, Ólafur Kolbeinsson og Þorsteinn Þorsteinsson (situr). Steinblóm hóf spil að nýju fyrir stuttu siðan, en hljómsveitin hefur verið i tölu- verðri upplausn undanfarna mánuði, örar mannabreytingar hafa átt sér stað, en nú virðist lausn vera fundin. Þeir ólafur og Agúst eru ungir að árum og voru áður með hljómsveitinni Nám- fúsuFjólu. Þeir eru tiltölulega litt reyndir i spilamennskunni, en hafa þegar áunnið sér gott orð. M.a. hafði John Milesorðá þvi, er hann var hér 'á ferð fyrir nokkru, að Námfúsa Fjóla væri góð hljómsveit og áberandi bestir væru bassaleikarinn og trommu- leikarinn. Nú eru það þessir tveir, sem komnir eru i hljómsveitina Steinblóm. Hljómsveitin hefur fengið heföbundna hljóðfæra- skipan þ,e,a,s. þá hljóðfæra-- skipan sem hvað mest var áberandi hér áður fyrr, gitar, bassi og trommur. Þessi fá- breytta hljóðfæraskipan krefst mikils af hljóðfæraleikurunum og nú er bara að biða og sjá, hvort og hvernig þeir standa sig. Scott English er gjörsamlega óþekktur hérlendis og langt frá þvi að vera nokkurt aðalnúmer i Englandi. Hingað til hefur hann verið mun þekktari fyrir laga- smiöar sinar heldur en flutning á þeim sjálfur. Hann samdi m.a. ,,In the cold light of day”, sem Gene Pitney sló i gegn.með hér um árið, siðan var það „Bend me, shape me”, sem Amen Corner léku inn á plötu og hlaut miklar vinsældir. „Hi-Ho-Silver Lining”, sem Scott English samdi einnig, var leikið inn á plötu af Jeff Beck group og naut einnig vinsælda. En nú er það sem sagt Scott English sjálfur. Hann byrjaði feril sinn i New York á árinu 1965, samdi sitt eigið

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.