Vikan


Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 12

Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 12
SMASAGA EFTIR MARCEL AYME Eitt sinn bjó maður nokkur á fjórðu hæð viö Orchamp-götu 75b á Montmartre, Dutilleul að nafni. Hann var sómamaður og gæddur þeim fágæti hæfileika að geta gengið gegn um veggkán þess að hljóta mein af. Han bar lonjettur, haföi svartan hökutopp og var skrifstofublók á skrásetningar- stofunni. Á vetrum tók hann al- menningsvagn i vinnuna, en 'i góðri tið aö sumarlagi fór hann fótgangandi og bar harðkúluhatt á höfði. Dutilleul var ný oröinn fjörutiu og þriggja ára, er honum varð máttur sinn ljós. Kvöld eitt varð skyndilega rafmagnsbilun i forstofu piparsveinsibúðar hans. Hann gekk um stund fálmandi i myrkri, en er ljós kviknuðu á ný var hann staddur á stigapalli fjórðu hæðar. Þar eð hurðinni að ibúðinni var læst meö lykli, gat hann ekki annað en Ihugað at- burðinn og þótt hann gengi I ber- högg viö skynsemina fór hann til baka sömu leiö og hann kom, gegn um ve^ginn. Þessi undarlegi hæfileiki, sem virtist á engan hátt i samræmi við imynd hans um fullkomnun, olli honum talsverðu hugarangri. Daginn eftir, sem var laugardagur, naut hann góðs af ensku vikunni og gekk á fund hverfislæknisins til aö lýsa ást- andi sinu. Læknirinn sannfærðist um, að hann hefði á.réttu að standa og að rannsókn lokinni fann hann meinið i skrúfu- myndaðri fyrirstöðu við háls- kirtla Dutilleuls. Hann fékk hon- um iyfseöil fýrir lyf, er lækna skyldi of mikla streitu og gerði ráð íyrir tveimur skömmtum á ári. Þetta var blanda af mjöli og kentárhormónum, ásamt dufti úr suörænni blómat'egúnd. Er Dutilleul hafði gleypt fyrsta skammtinn, kom hann lyfinu fyr- ir ofan i skúffu og hugsaði ekki frekar um það. Hvað ofreynslunni viðvék fóru athafnir hans eftir notagildi og leyfðu hvorki óhóf né undanlátssemi. Og tómstundir hans, er voru helgaðar blaðalestri og frimerkjasöfnun, gáfu heldur ekki tilefrii til óskynsamlegrar orkueyðslu. Aö ári liðnu var hæfi- leiki hans að ganga gegn um veggi óbreyttur, en hann notfærði sér hann aldrei. Annaðhvort var það vegna athuganaleysis eða þess, hversu iitið hann var gefinn fyrir óþarfa andlega áreynslu. Honum kom ekki einu sinni til hugar að fará öðruvisi inn i Ibúð sina en um dyrnar, eftir að hafa opnaö þær á venjulegan hátt og snúið lyklinum I skránni. Hann hefði ef til vill haldið áfram að lifa sinu reglubundna lifi án þess að reyna á hæfileika sina, ef nokkuð hefði ekki gerzt, sem gjörbreytti lifi hans. Deildarstjórinn, sem gjörbreytti lifi hans. Deildarstjórinn, herra Mouron, var kallaður til annara starfa og við tók Lucuyer nokkur, stuttorður maður með stuttklippt yfirvararskegg. Þegar frá fyrsta degi leit nýi yfirmaðurinn það illu auga, að Dutilleul skyldi ganga meö lonjettur og hökutopp. Hon- um fannst, að slikt þyrfti aö með- höndla sem úrelta hluti og ögn óþrifalega. En alvarlegra var, að hr. Lucuyer hugðist koma á ný- skipan mála aö verulegu marki, og var það vel til þess fallið að raska ró undirmannsins. 1 tvo áratugi hafði Dutilleul byrjað bréfaskriftir sinar á eftirfarandi hátt: „Hæstvirtur N.N. Varðandi bréf yöar, dagsett þennan, þessa mánaðar, svari við fyrra bréfi okkar, þá hef ég þann heiður að tilkynna yður.” Þessum stil hugðist hr. Lucuyer breyta og að háttu ameriskra skyidi nú standa: „Sem svar við bréfi yðar, dagsettu ...., tilkynni ég yður.” Dutilleul gat alls ekki vanið sig á þennan stil. Hann tók upp fyrri stil af vélrænum þráa, sem olli þvi, að fjandskapur deildarstjór- ans i hans garð magnaðist til muna. Andrúmsloft skrá- setningarstofunnar’varð næstum óbærilegt. Á morgnana kom Dutilléul full- prkviða i vinnuna og er hann var lagstur til svefns á kvöldin, kom það iðulega fyrir, að hann gat ekki sofnað, fyrr en eftir stundar fjórðungs unhugsanir. Hr. Lucuy- er þóttist neyddur til að setja Dutilleul, sem með samvinnu leysi sinu stofnaði árangri áforma hans i hættu, i hálfdimma kompu við hlið skrifstofu sinnar. t hana var gengið um lágar dyr og þröngar, er sneru út á ganginn og á hurðinni stóð enn skrifað stór- um stöfum: RUSL. Dutilleul tók þessari auðmýk- ingu, sem átti sér enga hliðstæðu, með undirgefni. En er hann las i blöðunum heima hjá sér um ýmis blóðug glæpamál, fann hann sig uppvisan að þvi að imynda sér deildarstjórann i sporum fórnar- lambsins. Dag nokkurn kom deildarstjór- inn askvaðandi inn i kompuna og öskraði um leiö og hann veifaði bréfi framan i Dutilleul. „Byrjað- ur á þessum fjanda, ertu byrjaður á þessum fjanda, sem vanvirðir störf min hér.” Dutilleul hugöist andmælá, en Lucuyer hellti sér yfir hann með skömmum, þeytti bréfinu framan i hann og arkaði út. Dutilleul var maöur hæversk- ur en stoltur. Er hann var einn eftir i kompu sinni hitnaði honum talsvert i hamsi og skyndilega geröist hann hugmynWarikur. Er hann hafði staöið upp frá borðinu, gekk hann inn i vegginn, sem aðskildi skrifstofu hans og deildarstjórans, þó það gætiiega, áö einungis höfuöið gægðist i gegn. Hr. Lucuyer sat við vinnu- borðið með penna i hönd og var að strika út villur i texta eins undir- mannsins, er hann heyrði hóstað i herberginu. Hann leit upp og sá þá, sér til ógurlegrar skelfingar, höfuð Dutilleuls áfast veggnum, eins og haus á villibráð yfir arin- hillu. Höfuð þetta var lifandi og sendi honurp hatursfullt augnaráð gegri um lonjetturnar I keðjunni. Auk þess tók þaö til máls. „Herra minn”, sagði höfuðið, „þér eruð þorpari, lydda og þrjótur.” Gap- andi af skelfingu gat hr. Lucuyer ekki slitíö augun af vitruninni á veggnum. Þó reif hann sig af end- ingu upp af stólnum, þaut fram á gegn úm lonjetturnar i keðjunni. Dutilleuls. Þar sat Dutilleul við skrifborð sitt með penna I hönd, i þægilegri og athafnasamri stöðu. Deildar- stjórinn horfði um stund á hann, muldraði i barm sér blótsyrði en gekk siðan til skrifstofu sinnar. Varla var hann setztur, er höfuðið birtist aftur á veggnum. „Herra minn, þér eruð þorpari, þrjótur og lydda.” Dag þennan birtist höfuðið tuttugu og þrisvar sinnum á veggnum og álika oft næstu daga. Þar sem Dutilleul hafði náð vissri leikni i þessum leik, sætti . . hann sig nú ekki lengur við að kasta fúkyrðum að deildar- stjóranum, heldur hóf hann að hreyta út úr sér óljósum hótun- um. Auk annars hrópaði hann draugslegri rödd og hló djöfulleg- um hlátri þess á milli. • „Gráni grái, gæruskinn (hlátur), sveim- ar um ugluhópinn sinn” (hlát ur). Vesalings deildarstjórinn fölnaði eðlilega ögn meira og varð andstyttri. Hárin risu á höfði hans og kaldur svitinn hrislaðist niður bakiö. Fyrsta dagin'n léttist hann um heilt pund. 1 næstu viku skipti hann litum við augnaráðiö eitt. Úr þvi fór hann að borða súpuna með gaffli og heilsa lögreglu- mönnum aö herrpanna sið. 1 byrj- un annarrar viku kom sjúkrabill að heimiii hans og flutti hann á heilsuhæii. Var nú Dutilleul laus viö haröstjórn Lucuyers og gat þvi hafiö bréfin sin samkvæmt sinni kæru venju: „Hæstvirtur N.N.. Varðandibréf yðar, dagsett þennan, þessa mánaðar .....” Samt var hann ekki ánægður, eítthvað fannst honum vanta. Einhver brýn þörf, eitthvaö nýtt, sem var meira en þörfin að ganga gegn um veggi. Vafalaust gat hann haldiö þvi áfram heima hjá sér eða annarsstaðar. En slikur hæfi- leikamaður gerir sig ekki ánægð- an til langframa að dunda við þess háttar iðju. Að ganga i gegn- um veggi skyldi ekki vera tak- mark i sjálfu sér, heldur upphaf ævintýris, sem boðar afleiðingar, þróun og að lokum umbun. Dutiileul skildi þetta mætavel og 12 VIKAN 4. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.