Vikan


Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 30

Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 30
ÞEGAR KALT ER ÚTI... A þessum tima, þegar kuldinn bitur, er gott að gefa fólki sinu eit'thvað, sem yljar vel og um leið er fljótlegt að útbúa. KARTÖFLUSOPA Setjið smjör i pott og steikiö tvær fintsneiddar púrrur. Takiö lika blöðin með, i þeim er mikið bragð og mestu vitaminin. Púrran á ekki að brúnast. 1/2 kg. af kartöflum er flysjað og skorið smátt og sett saman viö ásamt 1 litraaf kjötsoði. Soðið þar til 'kar- töflurnar hafa jafnáð súpuna. Þeytið vel i súpunni og bragðið til með sálti og pipar og notið eitthvað af jurtakryddi, t.d. timian. Ef þér viljið gera meira fyrir súpuna má hræra eggja- rauðu með r jóma og jafna súpuna meö þvi. Hitiö súpuna aðeins, en eftir að eggið er komið i má súpan ekki sjóða. Gjarna má svo setja eitthvað grænt úti súpuna að lokum t.d. steinselju. Berið fram með brauði og osti. KARTÖFLUSOPA OR KARTÖFLUMÓSADUFTí Það er auðvelt og fljótlegt. Sker.ið tvær gulrætur og eina púrru og látið krauma i 2 msk. af sipjörliki. Setjiö 4 dl. af vatni samari við, ásamt salti. Látiö grænmetið sjóða meyrt. Setjiö 2 dlr af mjólk i og siðan kartöflu- mósaduft og þeytið súpuna jafna. Bætið i 6 dl. af kjötsoði. Bragðið til með pipar og salti ásamt rjóma ef fyrir hendi er. UIMSJÓN: DRÖFN H. FARESTVEIT HÚSM.EDRAKENNARI

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.