Vikan


Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 18

Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 18
— Segðu mér nú satt og rétt frá þvi, sem Gilbert læknir sagði. — Hann sagði að ég væri alltof viðkvæm. Mér fannst svolitil huggun i þvi aö það sem ég sagði var ekki beinlinis lygi. Læknirinn hafði sagt, að ég væri svolitið tauga- veikluð. Hann ætlaði að láta mig hafa réandi lyf. Hún gekk til dyra. Svo sneri hún sér viö og sagði: — Þá veröum við að sjá til þess að þú ofreynir þig ekki. Þú verður að hvila þig, til að taugarnar róist. Það voru vonbrigði i hverju orði. Hún var sjálf sjúk og nú hafði ég lika sært hana, hugsaði ég með mér og fann fyrir sam- vizkubiti. — Vertu ékki reið við mig... Ég hefði átt að leita læknis fyrr, en... Ó, hvernig á,ég að skýra þetta? Ég gat ekki.... Hún stóð grafkyrr fyrir framan mig. Augnaráðið var kuldalegt. — Nei, hversvegna ætti ég að vera reiö við þig? Þú ert bara yfirþreytt, bárnið mitt. Þú þarft að hvila þig. Svo gekk hún út. Charles kom um fimmleytið. Hann sá strax hvernig mér leið og bros hans hvarf. Ég fleygði mér i faðm hans. — Ó, guði sé lof að þú komst. Hann haföi auðvitað skilið þetta allt, en ég sagði honum alla sög- una. Að grunur minn hafði verið réttur. Ég gat auðvitað leitað til annars kvensjúkdómalæknis, en það var tilgangslaust. Ég hafði léngi haft þetta á tilfinningunni. Læknirinn hafði sagt að þaö þýddi ekki að ganga undir skurðaðgerð. Stundum kom það fyrir að þetta lagaðist á löngum tima, en hann gat ekki gefið örugg svör við þvi. Ég vaföi'örmunum grátandi um háls mannsins mirvog við stóðum þannig um stund. — Veit mamma það? Ég sagði honum frá samtali okkar og að ég hefði .ekki haft kjark til að segja henni þetta. — Hún verður að fá að vita það. — Hún fer þa að hata mig, það veit ég... — Vertu ekki svona kjánaleg. — Jú, Charles. Þetta er það versta, sem hægt er að gera henni. Ég hriðskalf. — Hún fyrir- gefur mér aldrei. Hann greip fast um axlir minar og hristi mig. — Vertu ekki svona kjánaleg, elskan min. Það er ekki þér að kenna. Þú þráir það að eignast barn. Hversvegna skyldi hún leggja á þig hatur. Ég hló móðursýkislega. — Og þú spyrð um þaö! Ég þrái að eignast barn, eins og allar heil- brigðar manneskjur. En hún vill fá erfingja að Tregarran, barn af Trendennisættinni. Það er mis- munurinn. Þessvegna hatar hún mig lika. — Þú talar um móður mina, eins og hún sé eitthvert skrimsli, Madeleine. Hefur hún verið ó- notaleg við þig? Ég áttaði mig, þégar hann var svona rólegur. — Nei, það hefur hún ekki ver- ið. Ég hafði ekki ætlað að segja neitt Ijótt um tengdamóöur mina. Ég vissi bara hve ákaft hún þráði barnabarn og það vakti hjá mér ótta. Charles gekk um gólf. Svo stanzaöi hann snögglega og sneri að mér. — Ég fer nú niður og tala við hana. Það er bezt aö fá þvi aflok- iö. Ég ætlaði að mótmæla, en ég vissi að hann hafði á réttu að standa. Ég var þurr i munninum og kom ekki upp nokkru orði, kinkaði aðeins kolli. Frh. i næsta blaði I^.MíTrp © o © 18 VIKAN 4.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.