Vikan


Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 36

Vikan - 24.01.1974, Blaðsíða 36
móðursýkiskast hennar haföi verið mikið, en hvernig sem það hafði verið, þá var það yfirstaðið nú. Mér varð á að hugsa, að ef til vill hefði hún kallað þetta yfir sig, eingöngu til að fyrirbyggja að Julian færi til að sækja mig, en sendi Emory. i sinn stað. Bróðir hennar talaði til hennar, snöggur i bragði: — Farðu og hringdu útiklukk- unni, svo Emory geti vitað að Linda sé komin hingað heil á húfi. Komdu svo með vel heitt te sætt og með mjólk. Shan fór og nokkru siðar heyrði ég' hringingu i gömlu fjárhús- klukkunni við bakdyrnar. Julian tók af mér blauta véttlingana og hjálpaði mér úr úípunni. Hann tautaði á meðan, einkennilega bliðlega, þótt hann þættist reiður. — Litla flónið þitt. Ég fór strax að leita þin, þegar ég heyrði, að þú hefðir horfið i hriðinni. Emory er lika að leita. Það hefði getað orðið tilgangslaust i þessu veðri. Skógurinn er óendanlegur. Hvað kom yfir þig að hlaupa svona frá Emory, sem ætlaði að koma þér hingað? Ég var mjög veikburða, svo veikburða, að ég hafði ekki nokkra döngun i mér til að hneykslast yfir lygum Emorys. Það var liklega eins gott að láta Julian halda, það sem hann vildi. Þegar búið var að ná mér úr blautum skiðabuxunum lika, kom Julian með silkislobrokk, sem hann vafði um mig. Ég lokaði augunum og naut þess að finna hitann streyma um likama minn. Shan kom með heitt te og settist á bekkinn hjá mér til að halda á bollanum fyrir mig. —Geturðu setzt upp, Linda? Drekktu þetta, það yljar þér. Hún tautaði eitthvað reiðilega, en þó fannst mér að reiði hennar væri ekki beint að mér. — Karlmenn geta verið hlálegir. Eins og þessir tveir. Vegna þess að þeir þekkja umhverfið hér eins og lófann á sér, þá halda þeir að aðrir geri það. Julian sendi Emory til að sækja þig og treysti honum, en sjáðu nú hvað skeði. Ég var nú loksins búin að fá vald yfir röddinni. —Hann skildi mig eftir. Emory skildi mig éftir þarna úti i snjónum. Ég hljóp ekki frá honum. Hann var reiður við mig og hann yfirgaf mig. Julian var að koma inn i her- bergið og hann heyrði hvað ég sagöi. Blá augu hans, sem oftast eru svo mild, urðu kuldaleg. — Emory lýgur aldrei að mér. Ég veitekki, hvers vegna þú gerir það, Linda. Ég skil ekki heldur hvers vegna þú æddir svona i ófæröina. Hvers vegna skýldi Emory vera þér reiður eða þú honum? Shan sagði ekki neitt, en hún var lymskuleg á svipinn. Vonleysið náði nú á mér tökum. Ég gat ekki sagt honum núna hver ég var. Ef Emory var ekki búinn að segja honum það, þá verð ég að halda mér saman. Ég mátti ekkert segja, ekki 'érmþá. — Þú ert að gera þessu kkóna, en hvers vegna get ég ekki skilið, sagði Julian. — Þú hefur hagað þér kjánalega, en af hvaða ástæðu fæ ég ekki skilið og þá af- sakarðu þig, með þvi að skella skuldinni á einhvern annan. Hann æddi um gólfiö og leit ekki einu sinni i áttina til min, eins og hann gæti ekki dulið hneykslun sina. Ég drakk heitt teið og gat ekki aftrað þvi, að tárin runnu niður kinnar minar. Einkennileg þrá fyllti hug minn, þrá eftir bliðuhótum. Ég þráði það að finna arma Julians lykjast um mig, eins og þegar hann bar mig inn. Ég var reið við sjálfa mig og reyndi að hrista af mér vesal- dóminn. —Ef ykkur er sama, þá vil ég helzt komast i rúmið, ég er þreytt. Ég ætlaði að lita til Adriu i leiðinni. Ég var búin að lofa þvi að gera það. — Hún er sofandi, sagði Shan. — Hún þarf ekki á þér að halda núna. Þú hefðir ekki þurft að sýna af þér þennan imyndaða hetju- skap að berjast hingað gegn veðr- inu. Það er blátt áfram hlægi- iegt. Ég hefði viljað fleygja slopp Julians frá mér, en það var ekki beinlinis virðulegt að strunza upp á loft i siðu nærbuxunum einum, svo ég vafði sloppnum fastar aö mér og fór út úr herberginu. Ég hikaði svolitið vegna myrkursins i anddyrinu. Shan kom hlaupandi á eftir mér með logandi kerti með vindskermi. — Viltu ekki að ég fylgi þér upp? — Nei, þakka þér fyrir, sagði ég og tók af henni kertið. Það var iskalt i stigaganginum og það minnti mig á ógnirnar fyrir utan. Dragsúgurinn smaug um mig og ef engin hlif heföi verið, þá hefði slokknað á kertinu. Það var rifa á dyrunum á herbergi Adriu, svo ég opnaði alveg upp á gátt og gáði inn fyrir. Það var rétt sem Shan hafði sagt, Adria var i fasta svefni, Klukknahljóðið hafði ekki einu sinni vakið hana. Ég sá hana ekki vel i skimunni frá kertinu, en ég sá samt, að hún svaf vært með hönd undir kinn. Framh. i næsta blaði. ^HUN LÆKNADI MAÓ AF TANNPÍNU Framhald af bls. 7 hann skásett áugu, en hann hefur mjög hátt enni og viðkvæmnis- legan munn. Hann var mjög kurteis og háttvis I framkomu sinni gagnvart mér, en mér fannst einhvern veginn að honum fyndist óþægilegt að vera i návist útlendings. Það var eins og milli okkar væri ósýnilegur gler- veggur. Sjú En-lai var allt ööru visi. Hann var töfrandi og fullur af lifsgleði. Hann er ekki einungis afar myndarlegur maöur á aö lita heldur er hann einnig vel mennt- aöur og honum veittist greiniléga auðvelt að umgángast ókunnuga. Fullunnin í lita úrvali með áferð sem þolir bæði högg og rispur. HARÐVIDARSALAN Grensásvegi 5— P.O.BOX 1085 Símar85005 -8S006 : í desember árið 1946 átti ég viö hann langar samræður og þá sagði hann mér, að hann hygðist reyna að stofna til samsteypu- stjórnar með Schang Kai-schek, sem hann þekkti frá, æsku- árunum. ,,Ef það tekst ekki”, hélt hann áfram, „berjumst við áfram og vinnum sigur. Þjóðin mun sigra. t siðasta lagi innan fimm eða tiu ára verður allt Kina og allir Kinverjar lausir undan oki lénsskipulagsins.” Sjú En-lai skjátlaðist. Þegar þremur árum seinna hafði Rauði herinn lagt allt Kina undir sig, stofnaö Alþýðu- lýðveldið og hrakið Schang Kai- schek til Formósu. I desembermánuði 1946 var mér tjáð, að Mao Tse-tung þyrfti á hjálp minni að halda. Við lá, að mér félli allur ketill i eld. Ég haföi þá ekki undir höndum eina tann- borinn, sem ég haföi yfir að ráða, þvi að aðstoðarkona min hafði farið með hann i annan bæjar- hluta. öll áhöldin, sem ég hafði handbær, voru fáeinar tengur, sem notast mátti viö i neyðartil- fellum. Sem betur fór, var ekkert alvarlegt að. Mao. Tannholdiö hafði færzt litiö eitt neðar á bletti, svo aö glerungurinn skýldi ekki tannbeininu þar, Ég sagði honum, að þetta yrði að fylla upp i . Mao hafði mikinn áhuga á að fá að vita, hvað að væri og spurði mig I þaula. Þvi næst spurði hann mig meö aðstoð túlksins, hvort nemendur minir gætu leyst þetta og svipuð verkefni af hendi, ef ég færiburtu. Ég sagöi honum, aö minnsta kosti einn þeirra yrði fær um það og Mao lýsti ánægju sinni yfir þvi. 1 byrjun október 1946 voru öll sjúkrahús og barnaheimili tæmd. Allir bjuggust við borgara- styrjöld. Stjórnin fáldist lika i fjöllunum. Me"ð þvi átti að komast hjá eins miklu tjóni af völdum ameriskra vopnahers Schang Kai-scheks og auðið var. Þaö var „ekki borgin Jenan, sem mestu máli skipti, heldur ibúar þeirra. Sjúkrahús okkar átti að flytjast þriggja daga leið — i 150 kiló- metra fjarlægð frá Jenan. Ég bað um, að fjórar stórar kistur með lyfjum og áhöldum yrðu fluttar þangað, en ég gerði mér litlar vonir um, aö þær fyndust þegar á staðinn væri komið. Þar skjátlaðist mér. Þegar ég kom til fjallaþorpsins Wei-ya-Poa, var allt á sinum stað. Mörgum sinnum á leiðinni fórum við um þorp, sem Rauði herinn var nýbúinn að leysa undan oki lénsskipulagsins. Þar bar gamla Kina aftur fyrir augu mér. Húsin öll að hruni komin, göturnar fullar af óhreinindum og sorpi, fólkið sljótt og hungrað. Oft var það svo illa farið af hungri, að það lagði börkinn af trjánum sér tilmunns.Viö fórum lika um þorp, sem kommúnistar höfðu lagt undir sig áður. Þar kom fólkið á móti okkur, var vingjarnlegt og skipti með okkur þvi litla, sem það átti. Mér fannst aldrei annaö . en það gerði það af fúsum og frjálsum vilja. Seinni flóttinn til Ching-hsien yfir Hoangho — Gulá — fór rólega og yfirvegaö fram þrátt fyrir si- 36 VIKAN 4. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.