Vikan


Vikan - 25.07.1974, Blaðsíða 7

Vikan - 25.07.1974, Blaðsíða 7
V varður sonur Halls hins fræga galdramanns á Horni, en Hall- varður er grafinn i túninu i Skjaldarbjarnarvik. Áfram var haldið yfir i Bjarnarfjörð, þar sem félagarnir slógu upp tjöldum. Fjórða daginn ætluðu félagarnir að ganga suður i Drangavik, en komust ekki lengra en að Dröngum, þar sem gestrisið heimafólk tók alveg fyrir að þeir héldu áfram, fyrr en þeir hefðu þegið kaffi, mat og gistingu. Búskap er nú hætt á Dröngum og fólk flutt burtu, en það kemur að Dröngum á hverju sumri og nytjar m.á. rekann. Á fimmta degi gengu fimm- menningarnir frá Dröngum, um Drangaskörð og niður i Dranga- vik. Þar hittu þeir menn með bát og fengu far suður með strönd- inni og inn i Eyvindarfjörð og sluppu þar við að vaða eina á. Siðan gengu þeir áfram niðúr i Ófeigsfjörð, en þar hittu þeir fyrir landeigendur, sem nú orðið dveljast þarna aðeins á sumrin og buðu þeir ferðalöngunum gistingu. Siðasta dag göngunnar röltu félagarnir yfir i Ingólfsfjörð, þar sem þeir skoðuðu marinvirki sildaráranna. I Ingólfsfirði er nyrzta byggðin á Ströndum og þangað liggur akfær vegur og eftir þeim vegi kom bill frá Hólmavik og sótti fimm- menningana . á sjöunda degi ferðarinnar. Frá Hólmavik fóru þeir siðan með áæt’unarbil til Reykjavikur. Veður var fagurt allan timann, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem vonandi gefa les- endum örlitla hugmynd um fegurð og kyrrð þessara yfir- gefnu sveita. En um veður og- hugsanlegar tafir veit enginn fyrirfram og þvi er nauðsynlegt að fara mjög vel búinn i göngu- ferðir sem þessa. Fimm- menningarnir gættu þessa vel, enda var góður hluti þeirra 25 kilóa, sem hver þeirra bar á bákinu, tjöld og hlifðarfatnaður, sem ekki reyndist þó þörf fyrir I þetta skiptið. Séö heim aö Dröngum, þar sem nií er aöeins búiö á sumrin. Gamall hákarlahjallur á Dröngum 30. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.