Vikan


Vikan - 25.07.1974, Blaðsíða 30

Vikan - 25.07.1974, Blaðsíða 30
— Það er eins og þú hafir orðið fyrir slæmu áfalli. Ég er lika orð- inn þreyttur, ég held að við látum þetta nægja i dag. Mér var ekki neitt um það gef- iö, aö fara heim i kofann og standa augliti til auglitis við hana. Mér var þetta þvert um geð, en það var ekkert við þvi að gera. Næsta kvöld reyndi ég ekki einu sinni til þess að lesa. Ég lá i koj- unni með hendurnar bak við hnakkann og reyndi að muna við- burði dagsins og lika forðaðist ég að hlusta á þau, hinum megin við dyrnar. Þau voru að spila á spil og hún tisti af ánægju i hvert sinn sem hún vann. Hann muldraði eitt- hvað ánægjulega og mér var ekki ljóst, hvort hann var ánægður yfif heppni hennar i spilum, eða hvort hann gerði sér leik að þvi að láta hana græða. Ég heyrði ekki þegar hún kom inn, fann aðeins af henni ilminn og vissi að hún var i herberginu. Ég hafði vist blundaö, en þegar ég leit upp, horfði hún á mig, þessu óræða augnaráði, alvarlegu, en samt var eitthvað ástriðufullt við það. Það glampaði á dökka hárið og I skininu frá lampanum var þaö gullinbrúnt. Endicott opnaði fyrir útvarpið i næsta herbergi og stillti það svo hátt, að mér fannst það ærandi. — Liður þér ekki vel, Sam? spurði hún. Mér fannst eitthvað sérstakt, við röddina, en sagði samt við sjálfan mig, að það væri imyndun. — Mér liður prýðilega, svaraði ég og settist upp. — Þú snertir varla matinn. — Ég var ekkert svangur. — A ég að finna eitthvað annaö handa þér? — Þakka þér fyrir, þess gerist ekki þörf. Hvernig gekk þér með byssuna? spurði ég, til að breyta umtalsefninu. Reyndirðu aö æfa þig i dag? , Hún hristi sig. — Ég reyndi að visu, Sam. Ég lyfti henni upp, meira að segja, en það var allt og sumt. Ég hefi alltaf veriö hrædd við skotvopn. Ég held ég gæti aldrei hleypt af skoti. Hún hristi sig aftur, eins og hún væri með kuldahroll. — Það getur verið vegna atviks, sem ég uppliföi, þegar ég var barn, ég veit það ekki. Hún hló ósköp vandræða- lega — Ég ætti kannski að leita til sálfræðings. Ertu viss um að þig langi ekki i eitthyað? — Alveg viss, en þakka þér samt fyrir. — Góða nótt, Sam. — Góöa nótt. Það var eitthvað við þessi spor, sem vakti meö mér bæöi undrun og óróa, en svo gleymdi ég þeim fljótlega aftur. Ég var með allt annaö i huga: vonleysi, sjálfsfyr- irlitningu og ótta við eitthvað, sem ég hélt að myndi ná á mér tökum. Ég yfirgaf Endicott og ráfaði inn i skóginn, til að reyna að finna einhverja villibráð handa honum, en fann engin ný spor. Þegar ég gekk til baka, upp með ásnum, þá kom mér óhugnanlega i hug, það sem skeði daginn áður, þegar ég stóð á ásbrúninni og miðaði á bakið á Endicott. En þá sá ég sporin. Þau lágu meðfram min- um sporum, nema aö þau vissu i aðra átt, þau lágu niður á móti, og rétt neðan við ásinn lágu þau inn i skóginn. Hann sat á sama trjábolnum, með byssuna á hnjánum og reykti. Ég hélt áfram með sama hraöa, án þess að nema staðar og sá hana fyrir hugskotsjónum minum og svo.... Hann heyrði til min og stóð upp. Mér fannst hann lita rannsakandi á mig. Grunaði hann eitthvað? Grunaði hann hvað hafði veriö mér efst i huga i gær? — Þú varst svo lengi i burtu, að ég var farinn að hafa áhyggjur af þér. — Hvað ætti að geta hent mig? — Ég veit það ekki. En þú hef- ur verið svo ólikur sjálfum þér siðustu dagana. Ef þú ert eitthvað lasinn, getum við vel beðið með veiðarnar I einn eða tvo daga. Ég andaði léttar. Mér hafði skjátlazt. — Það er ekkert að mér. — Heimurinn ferst ekki, þó að ég veiði ekki neinn hjörtinn. Ég kem ábyggilega hingað aftur næsta ár. Þú ættir að halda þig innan dyra, að minnsta kosti á morgun. Ég get reynt að finna eitthvert dýr nær húsinu. Ég vill- ist ekki, ef ég fer ekki langt inn i skóginn. Ég vil ekki að þú stofnir heilsu þinni i voða min vegna, ég greiði þér kaupið þitt samt. Þá lá við að ég öskraði: — Hvers vegna ertu svona andskoti notalegur? En ég sagði aðeins: — Ég er búinn að segja þér, að mér liöur ljómandi vel. Eigum við ekki að hætta i dag, ég hefði ekk- ert á móti þvi, að fá eitthvað að drekka. Hún sat á milli okkar, með hendur i kjöltu. Hún virtist föl i skininu frá mælaborðinu. Skugg- arnir gældu við andlitið á henni og ég öfundaði þá, þvi að ekki þorði ég að snerta hana. — Beygðu til vinstri þarna framundan. Það var það fyrsta, sem ég sagði, eftir að við fórum frá kofanum. Endicott sveigði inn á hliðar- götu. Það voru margir bilar fyrir utan veitingahúsið og þegar viö stigum út úr bilnum, heyrðum við hávaðann frá glymskrattanum og , háværar raddir. Ég man ennþá eftir laginu sem ómaöi frá glym- skrattanum og visubrotinu: Ég get ekki hætt að hugsa um þig, hjarta mitt þráir þig eina.... Við gengum inn á barinn og Endicott lagði tuttugu dollara á borðið og bauð upp á fyrsta um- gang. Ég hvolfdi i mig úr glasinu og baö strax um annað upp á eigin reikning. Bæði Endicott og Rose- mary horfðu undrandi á mig, þau höfðu ekki snert sin glös. Allir gestirnir þarna inni voru veiðimenn og allir klæddir þykk- um jökkum og rauðum buxum, konurnar lika. Það leið ekki á löngu, þangað til Endicott var bú- inn að kynnast þeim öllum, áfengið losaði um tunguhaftið og allir töluðu, hver upp i annan. Einstaka sinnum mætti ég augna- ráði hennar I speglinum yfir bar- borðinu og alltaf var það ég, sem leit undan. En að lokum sneri ég mér við og horfði beint á hana. — Langar þíg til að dansa? spurði ég. Hún smeygði sér mjúk- lega i faðm minn og ég sá strax, að þetta höfðu verið mikil mistök. Lagið var búið og það var eins og hún hefði lesið hugsanir minar, þvi að hún sagði: — Það er svo þungt loft hérna inni. Mig- langar til að anda að mér fersku lofti. í fyrstu barðist ég við ástriður minar, en svo hugsaði ég með mér: — Þetta er kannski eina tækifærið, og tók hana i faðm mér. Ég veit alls ekki hvort hún veitti nokkra mótspyrnu fyrst, hún var svo litil og grönn i örmum mér og ég var svo reiður og bitur, að liklega hef ég kreist hana of fast. Varir hennar voru kaldar, en svo urðu þær heitar og votar og mér var ljóst, að kossinn var henni alls ekki á móti skapi. En svo opnaði einhver dyrnar. Ég sleppti henni og sneri mér snöggt við. Ég, hélt að það væri Endicott, en það var bara annað pa’r, sem var þarna i sama til- gangi. Við.géhgum inn saman. Dagurinn var skuggalegur, skuggalegur eins og hugsanir minar, það leit út fyrir snjókomu. Ég stóð fyrir utan kofann og beið.meðan Endicott kvaddi hana. Það tók alltaf nokkurn tima, hann átti eins erfitt með aö slita sig frá henni, eins og táning- ur, sem er að kveðja fyrstu ástina sina. Það kom mér til að bita saman tönnunum, þegar ég minntist þess, hve ljúf hún hafði verið i örmum minum kvöldið áð- ur. — Heyrðir þú ekki hvað hún var aö segja, hún var að spyrja, hvort ekki myndi snjóa i dag. — Það er alveg öruggt, ég held þaðsnjói mikið i dag. Hann kyssti hana. — Jæja, vertu blessuð, ástin min, bless á meðan, sagði hann. — Láttu þér nú liða vel, elskan min. Hann var þögull þegar við þrömmuðum af stað og ég ‘var ekkert að trufla hann. — Eigum við að fara á aðrar slóðir i dag? sagði ég. Það væri kannski heppilegast að við færum sitt I hvora áttina. Þú ert farinn að rata og þú getur ekki villzt, ef þú fylgir járnbrautarhæðinni þar eru krossgötur og þú getur annaö hvort farið sömu leið til baka, eöa hliðargötuna. Ég geng svolitið i boga inn I skóginn. Ertu sam- þykkur þessu? Hann leit á mig og kinkaði kolli. Skyldi hann gruna eitthvað, hugsaði ég. Ætli hann skilji, aö“ég er aðallega hræddur við sjálfan mig, hræddur um hvað mér gæti dottiö i hug? Nú var farið að snjóa. — Þú skalt ekki biða eftir mér, heldur fara heim, þegar þú ert oröinn þreyttur. En farðu ekki inn i skóginn. Hann kinkaði aftur kolli og lagði af stað. Ég gekk eftir troðningum, sem lágu upp með hæðinni. Eftir svo- litla stund, kom ég auga á spor eftir hjört og fylgdi þeim. Nú var komin regluleg skæðadrifa. Eftir svolitla stund, sá ég spor hjartarins, þar sem þau lágu yfir veginn. Ég sá lika sporin eftir Endicott. Og þegar ég kom auga á önnur spor eftir snjóstigvél, þá nam ég staðar. Þetta voru sams- konarspor og éghafðiséði gær, og nú var mér ljóst, hvað það var, sem hafði vakið með mér ótta. Þetta voru för eftir litlar fætur... spor eftir konu. Ég fylgdi þeim... Hún sat i hnipri bak við trjá- stofn og var svo upptekin af að miða byssunni, að hún tók ekki eftir að ég nálgaðist. Hann hafði numið stáðar nokkru neðar og kveikti i sigarettu. Hann sneri baki við henni og var sannarlega gott skotmark. Það var svo hljótt þarna, að mér fannst ærandi hávaði, þegar hún losaði lásinn. Hún hafði tekið af sér vettlinginn á hægri hönd- inni. Ég komst til hennar á sið- ustu stundu, til að fella niður byssuhlaupið. Hún tók i gikkinn, en þumalfingur minn kom á milli og vettlingurinn hindraði það að skotið hlypi úr byssunni. Ég reif af henni byssuna. Hún lá i hnipri i snjónum með hendurnar fyrir munninum. Hún hafði hrokkið við, en gaf ekki frá sér nokkurt hljóð. Endicott hafði ekki orðið var við neitt. Hann hélt áfram eftir veginum, með byssuna undir hendinni og bráðlega var hann kominn I hvarf. Þærkvalir, sem ég hafði gengið i gegnum þessa daga i nærveru hennar, voru ekkert á við það, sem nú brauzt um i huga minum, þegar mér varð ljóst, að hún var ekki annað en glapsýn, ég sá og skyldi innræti hennar á sömu stundu. — Jæja, svo þú kannt ekki að fara með skotvopn, þú þykist vera jafnvel hrædd við skotvopn og hrædd viö skóginn. Þú sagðir mér að þú þyrðir ekki að fara út, vegna þess að þú værir hrædd um að villast. Það var látlaus snjókoma nú og það snjóaði jafnóðum I spor okk- ar. — Þú notaðir.tækifærið, þegar farið var aö snjóa, svo spor þin sæust ekki. Þú ætlaðir aö tryggja þér það, að engan grunaði þig, var það ekki? Þess vegna reyndir þú ekki i gær. Og til öryggis, tókst þú byssuna mina, svo ekki væri hægt að rekja skotið til þin. Þegar kúlan væri skorin úr honum, þá var öruggt, að grunurinn félli á mig, var það ekki. Maðurinn þinn og allir sem þekktu ykkur, vissu að þú kunnir ekki að skjóta. Tvö þung tár runnu hægt niður kinnar henni. En skyndilega varð mér ljóst, að ég var orðinn of gamáll til aö láta blekkjast af slikri tálbeitu. — Og i gærkvöldi, þegar þú lézt mig kyssa þig, þá sástu lika um, 30 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.