Vikan - 25.07.1974, Blaðsíða 24
JAFNVÆGIÐ
VERÐUR
Hún lítur út eins og fimleika^
stjarna, falleg fimleikastjarna,
en fimleikastjarna eigi aö siður.
Hún er hávaxin og svolftiö stór-
beinótt og henni finnst fætur sin-
ir vera allt of smáir fyrir likam-
ann. Þegar hún var sex ára göm-
ul, hljóp hún á gaddavirsgirðingu
og enn má sjá á vör hennar ör sið-
an þá.
En hver er hún þessi Cybill
Shepherd? Ljósmyndir af henni
hafa birzt á forslðum þúsunda
blaða og timarita. Hún er falleg
stúlka, sem býr með manni, sem
er tiu árum eldri en hún og var
kvæntur áður. Hún var orðin fræg
fyrirsæta i Bandarikjunum, þeg-
ar hún var átján ára.
En kvikmyndaframleiðendur,
sem buðu henni hlutverk urðu ár
kaflega híssa — þarna var sýn-
ingarstúlka, sem kærði sig ekkert
um hlutverk I kvikmynd. Enn
þann dag I dag segir hún: „Leik-
kona — það finnst mér ég ekki
geta verið”.
Kvikmyndaleikstjóranum Pet-
er Bogdanovich tókst loks að fá
hana til að leika Jacy i The Last
Picture Show. Kvikmyndin þótti
takast afbragðsvel. Þó að Cybill
hefði aldrei leikið áður, tókst
henni vel að túlka grimmlyndu
stúlkuna, sem loksins fékk pilt-
inn, sem hún vildi, og hafnaði
honum þá. Hún kom fram nakin i
einu atriði kvikmyndarinnar, en
það hafði hún sagt Peter, að hún
myndi aldrei géra. En á eftir
fannst henni ekkert athugavert
við að hafa gert það. Það var
greinilegt, að hún setti allt sitt
traust á leikstjórann liðlega þri-
tugan og sömuleiðis fór það ekki
framhjá neinum, að hún hafði
mikil áhrif á hann.
Cybill Shepherd, sem þykir hvað efnileg-
ust ungra kvikmyndaleikkvenna i heim-
inum i dag segir, að jafnvægið I tilver-
unni verði að haldast, þvi að öðrum kosti
fari allt úr skorðum. i þessari grein er
sagt nánar frá Cybill, leikferli hennar og
ástamálum.