Vikan


Vikan - 25.07.1974, Blaðsíða 42

Vikan - 25.07.1974, Blaðsíða 42
Paprika, laukur og sveppir eru gott meðlæti og hæfa sérlega vel saman. Sé þaö steikt saman ásamt tómatkrafti (púré), og hvitvíni má gera veizlumat úr ótrúlegasta hráefni s.s. allt frá buffi niður i fiskbollur. Buff. PAPRI LALJ K. OG SVE (Jtbúiö yðar eigin uppskrift af buffi. Það má bæði vera saxaö eða skorið i sneiðar. Aætliö fyrir 2-3: 1 græna og 1 rauöa papriku, 1 lauk, (eða púrru lauksbiti) nokkrar msk. af "smjöri eða smjörliki, 2-3 msk. tómatkraftur og 1/2 dl. af vatni og/eða hvitvini. Skerið laukinn og paprikuna i hringi og steikið ásamt skornum sveppum (með eggjaskera Blandið með tómatkraftinum og kryddið t.d. með hvítlauk og italskri krydd- blöndu (Italian Seasoning) Þynn- ið með vökvanum. Látið krauma og hrærið i. Paprika fyllt meö Ravioli Ravioli er fáanlegt á dósum og eru það spaghetti,,koddar” i tómatsósu. 2 meðalstórar paprikur, 1 ds. ravioli, italskt salatkrydd eða dál. hvitlauksduft og dálitið af jurtakryddi, s.s. oregano, rósmarin eða- esdragon. Kljúfið paprikuna að endilöngu, hreinsið kjarnana úr og skoliö. Ef vill má láta suðuna koma upp á þeim áður en þær eru fylltar, en það er óþarfi. Fyliið paprikurnar með ravioli,kryddið og þekið með rifnum osti eða ostasneiðum. Bakið við 250 gr. i ca. 20 minútur. Einnig má fylla paprikurnar með kjöthakki krydduðu með lauk, sinnepi og chilisósu, eða góðum jafning með sveppum eða kjúkl- ing og dálitlu af skinku. Hris- grjón hæfa vel með.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.