Vikan


Vikan - 25.07.1974, Blaðsíða 26

Vikan - 25.07.1974, Blaðsíða 26
mynd hans, og Peter og Polly skildu. Cybill færist undan þvi að tala um ástarævintýri þeirra Peters, en sé hún spurð um hjónaband og börn svarar hún: „Kannski eign- ast ég einhvern tima börn og kannski giftist ég einhvern tima. En ég veit það ekki ennþá. Ég sé enga þörf á þvi”. Það eru lagalegu böndin, sem Cybill telur mestu gallana á hjónabandinu. ,,Ég hugsa, að fæstir geri sér grein fyrir þvi hvers konar samningur hjóna- bandið er — fyrr en þeir skilja. Það sem hófst með tilfinninga- legu samþykki verður að lagaleg- um vltahring. Ég hef orðið vitni aö þessu hjá foreldrum minum og hjá Peter. Off”. Það segir töluverða sögu, að samstarfsfólk Peters skuli tala um þrihyrninginn Polly— Pet- er—Cybill án þess að gæta nokk- urrar hlutdrægni. Það segir, að Peter sé óvenjulegur leikstjóri og báðar þessar konur hafi verið honum mikill styrkur i starfi hans. Verna Fields handritahöfundur Peters segir, að Polly kona hans hafi örvað hann mjög og haft mikil áhrif á starf hans. „Hún gegndi miklu stærra hlutverki, en upptökustjóri gerir vénjulega. Hún leyfði honum aldrei að slaka á. Cybill getur á hinn bóginn feng- ið hann til þess að hvila sig. Hann hlær miklu oftar upp á síðkastið”. Cybill og Peter búa i húsi i spönskum stil i Bel-Air i Holly- wood. Þar er stór sundlaug og sýningarsalur, þar sem Peter sýnir kvikmyndir — sér i lagi gamlar myndir, sem hann hefur mikið dálæti á. Þar er lika gufu- baö, sem Cybill notar i tima og ó- tima. Þau virðast eiga sérstaklega auðvelt með að umgangast hvort annað, þó að þess gæti að visu, að Cybill er hrædd um að segja ein- hverja vitleysu, þvi að hún leið- réttir sig oft. A eftir roðnar hún og hallar sér upp að öxl Peters. „Hún sýnist vera saklaus eins og barn”, segir einn vina hennar. „Og hún er lika mjög ung enn”. Það er misskilningur, að eitt- hvað sé áþekkt með sambandi þeirra Peters og Cybill og hjóna- bandi Marilyn Monroe og Arthurs Miller, þvi aðCybill reynir af öll- um kröftum að mennta sig sem bezt sjálf. Hún er nýbúin að lesa forngrisku harmleikina aftur, vegna þess að „ég las allar rit- geröir Virginiu Woolf og þar á meðal var ein, sem heitir On Not Knowing Greek. Ég keypti mér samstundis kennslubók i grisku”. Þegar imprað var á þvi við hana, að lestur griskra harm- leikja og griskrar málfræði hljómaði næstum eins og refsing, varð hún hissa. „Alls ekki. Ég myndi aldrei refsa sjálfri mér”, sagði hún ákveðin. Cybill er þess konar stúlka, sem bæði getur verið uppörvandi við karlmenn og á ekki siður auðvelt með að vera fráhrindandi við þá. Hún getur brosað heillandi til karlmanns, en minútu seinna viröir hún hann ekki viðlits. Hún segist fremur vilja umgangast konuren karlmenn, þvi að „konur eru ekki eins uppteknar af sjálf- um sér. Þær eru heiðarlegri, op- inskárri og hreinlyndari en karl- menn. En ég á oft erfitt með að tala við konur, þvi að þær eru tor- tryggnar i minn garð. Ég veit ekki hvers vegna”. A stuttum ferli sinum hefur Cybill oft fengið orð fyrir að vera „óskiljanleg”, kannski vegna þess að það tekur svolitinn tima að kynnast henni. Hún er sögð framgjörn og það er'hún vissu- lega. Þó freistar mikill frami i kvikmyndaheiminum hennar LEIKFANGAHCSBD, Skólavörðustíg 10/ sími 14806. ekki aö ráði — hún hefur meiri á- huga á að verða söngkona og dansmey. „Mér þætti dásamlegt að syngja og leika i óperum. Ég .vona, að ég eigi það eftir. Mér er sagt, að það sé ógerlegt að sam- ræma óperusöngþjálfun kvik- myndunum, en jafnvel þó ég eigi aldrei eftir að koma fram i óperu, þá geri ég mér vonir um að tónlistarnám mitt auki skilning minn á svo mörgum sviðum öðr- um”. Frank Marshall, aðstoðarfram- leiðandi Peters, var eitt sinn spurður að þvi, hvort bókmennta- áhugi Cybill væri ekki uppgerð ein. „Nei, hann er ekki uppgerð — en þó verð ég að játa, að ég hélt það um tima”. Cybill leikur titilhlutverkið i Daisy Miller. Myndin er byggð á smásögu eftir Henry James og fjallar um ungan Bandarikja- mann á Viktoriutimanum, sem fer i ferðalag til Evrópu. Henry James lýsir Daisy sem „óviðjafnanlegri blöndu dirfsku og sakleysis”. Maðurinn, sem verður ástfanginn af Daisy, telur, að hennar eini galli sé hve ó- menntuð hún er. Peter Bogdanovich segir, að ein meginástæðan fyrir þvi að hann valdi þetta verkefni hafi verið, að aðalhlutverkið hentaði Cybill svo vel. „Ég held það sé ógerlegt fyr- ir leikara eða leikkonu að gera persónur, sem eru gerólikar þeim, trúverðugar”. Hvað finnst honum þá, að þær Daisy og Cybill eigi sameigin- legt? „Samkvæmt lýsingu sög- unnar á Daisy eru þær beinlinis likar i útliti og báðar eiga þær auðvelt með daður, sem getur bæði verið saklaust og ekki sak- laust. Þeim eiginleikum býr Cyb- ill sannarlega yfir og hann getur hún nýtt i hlutverkinu”. Hvað finnst Cybill sjálfri? — Finnst henni hún vera lik Daisy Miller? „Hefði ég verið uppi fyrir hundrað árum, heföi ég kannski verið eins og Daisy Miller. Ég veit það ekki”. Meira fæst hún ekki til að segja um þetta. Cloris Leachman, sem fékk Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn i kvikmyndinni The Last Picture Show og leikur móður Cybill i Daisy Miller, talar um samband þeirra Cybill og Peters eins og um samning sé að ræöa milli þeirra. „Veröi samningsslit mun Cybill verða sterkari aðilinn á eftir”. Cybill hló dátt að þessari hug- mynd Leachman. „Hún talar eins og viö séum tvær þjóöir. Annars fellur mér vel að hún skuli ta^la um samning. Það hljómar eins og viö séum eitt og þó aðskilin. Ann- ars færum við kannski að hugsa um hittsem hluta af okkursjálfum og misstum þar af leiðandi áhug- ann”. „Allt lífið er fullt af samræmi og þó i mótsögn við sjálft sig”, segir Cybill. „Ljóniö drepur lambið. Lambið er fætt til aö lifa. En ljóniö étur það til þess aö lifa. Það veröur aö éta allmörg lömb. Til þess aö halda jafnvæginu”. * 26 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.