Vikan


Vikan - 25.07.1974, Blaðsíða 34

Vikan - 25.07.1974, Blaðsíða 34
Hún sá Latimer synda að landi, standa upp þegar hann náði botni og svipast um eftir henni. begar hann kom auga á hana, óð hann upp á þurrt. Hún tók eftir þvi, hve vel hann var vaxinn og kraftaleg- ur, og vott hörundið gljáði i sólskininu. En svo var hugurinn ekki leng- ur við hann þar sem hann stóð þarna næstum nakinn, heldur reikaði hann til siðatliðinnar næt- ur. Hún sá sjálfa sig standa við rúmið hans i daufu tunglsljósinu. Og nú fannst henni hún ekki hafa staðið þarna lafhrædd um, að hann mundi visa henni á bug með einhverju afsvari. Nú fannst henni hún ekki hafa fundið til hræðslu heldur staðið þarna eins og drottning — ekki til þess að biðja hann eða gefa sig honum á vald, heldur til þess. að vekja hann til að uppfylla allar þarfir hennar. Hún horfði á hann nálgast — breiðar herðarnar sterklega vöðvana, sem hreýfðust þegar hann gekk, og i fyrsta sinn i návist karlmanns, fann hún löng- un eftir honum, girnd holdsins sem hann einn gæti fullnægt. Hún haföi áöur fundið til girndar, en þá alltaf i einrúmi og þá var mað- urinn, sem hún hafði i huga ekki neinn ákveðinn og enginn, sem stóð henni að baki, og þvi gæti snerting hans ekki orðiö henni nein auðmýking. 1 huganum.... En nú, þegar Latimer var ann- ars vegar var allt ööru máli að gegna. bað var hvorki auður hans né fagur likami, sem altók hana með þessari þægilegu þrá. Hún hafði séð fjöldann allan af sveita- strákum að synda, án þess að gefa þeim nokkurn gaum. 1 henn- ar augum voru þeir hreinasti viðbjóður, og þessir likamar geymdu leiðinlegar sálir og heimskar. Nei, nú var þaö hennar eigin tilhugsun til næturinnar sem leið. bað var eins og hún væri ástfangin af sinni eigin hátignar- legu nekt. Og eftir þvi sem hún hugsaöi lengur um liðna nótt, færðist girnd hennar i aukana. Hún dró upp fyrir sér mynd af likama sinum I öllum smæstu at- riöum. Latimer var skammt frá henni að þurrka leirsletturnar afhnján- um. Hann skalf, af þvi að hann stóð I skugganum og honum var farið að kólna. Og andardráttur- inn var tiður af áreynslunni. Með skipandi rödd, sem ekki fól i sér neina beiöni, sagöi hún: — Komdu hingað, Neil. Ég þarf á þér aö halda. Ég vil, að þú verðir góður viö mig. Hann stóð og skalf ofurlitið og deplaði rauðum augunum Hún fann, að hann var eitthvaö hik- andi, vegna þess, hve kalt honum var. En hún vissi, að hann mundi samt koma og hún þoröi að skipa honum fyrir, af þvi að hún vissi um vald sitt yfir honum. Og innra með sjálfri sér, fann hún girnd- ina færast i aukana. — Komdu Neil.. Hann kom til að fullnægja henni en ekki hún honum. Nú var engin ástæða til að véra með neinn leikaraskap, eða leika hlutverk lauslætisdrósar. t fyrsta sinn á ævinni, fann hún til raunveru- legrar girndar. Og hún skyldi halda honum i klóm sér og sigra hann til fullnustu. Nú hugsaði hún ekkert um Lew eða vanhelgun á hjónabandinu sinu. Hún hugsaði meira að segja ekkert sérlega mikið um Latimer nema hvað hann var nú ekki eins ægilegur, eftir að hún hafði fengið hann á sitt vald. En aðallega var hún uppfull af þessari nýju tilfinningu að Latimer væri henn- ar eigin. Skógarnir verksmiðj- urnar, húsin hans, auðurinn hans — allt þetta var orðið hennar eign. Hún gaf sig tilfinningunum full- komlega á vald og þar var hann allsráðandi. Svo þegar hann lá á grúfu i grasinu, með krosslagöa hand- leggina undir hökunni, settist hún hja honum og teygði skyrtuna sina niður fyrir hné. Gegn um trén skein sólin á breitt bakið á honum. Hún bliknaði þarna og dró upp hinar og þessar myndir. Nú var drottingarkenndin hjá henni I fullu fjöri. Auk þess að vera honum háð, fann hún nú yfirráð sin yfir honum. Hún lagði höndina á bakið á honum, þar sem skuggarnir léku sér og horfði á hann með barnalegri ánægju, þegar þeir tóku að leika á hend- inni á henni. — bú varst ágætur, sagði hún. — A kona að þakka fyrir sig? Röddin var hvort tveggja i senn veraldarvön og barnaleg. En undirhyggja hennar virtist ekki hafa vakið eftirtekt hans. Hann sneri höfðinu til á hand- leggnum og lá svo og horfði á ökl- ana á henni i rauðum bjarmanum af skyrtunni. — bað er ég, sem er þakklátur, og það hef ég aldrei áður sagt við nokkra konu. Hann hikaði, rétt eins og hann væri tregur til aö gera nokkra játningu, en siðan hélt hann áfram: — Svona ástar- leikur hefur aldrei verið mér neitt mikilvægur. Veiðar, kaupsýsla, flug — þaö hefur átt allan áhuga minn. En konur.. Mér fundust ástaratlot ekki neitt mikilvæg... þau björguðu aö minnsta kosti hjónabandinu minu. Ég efaðist um hæfileika mina til þess... Rósa. bað var eins og hann dveldi við nafnið hennar en sagði svo: —_ Rósa nú efast ég ekki lengur um að ég sé fær um.. Nú finnst mér þetta skipta máli. Sannast að segja er þetta það stórkostkeg- asta, sem ég hef nokkurn tima lifað. Hún svaraði engu, en lét hönd- ina á sér elta skuggana eftir bak- inu á honum. Hann hélt áfram: — Ég trúi beinlinis ekki, aö þetta sé ég sjálf- ur. bennan stutta tima, sem við höfum verið saman. Einn sólar- hring. Girndin ris upp aftur i hvert sinn sem henni er svalað. Karlmaður getur ekki skilið við konu, sem gerir allt þetta fyrir hann Hún svaraði engu, en lét siðustu orð hans afskiptalaus, og tók þeim sem loforöi með þögninni. Hana langaði til að trúa þeim og taka þau sem loforð, en vissi þó ekki hvort þau væru annað eða meira en venjuleg þakkarorð þakkláts manns. Á heimleiðinni reri Latimer en Rósa lá i letinni I skutnum, dró höndina i vatninu. Hin innri ró hennar var óbreytt. Trú hennar á sjálfa sig hafði ekki orðið sér til skammar. Skógarnir voru ekki lengur einmanalegur staður, heldur ábatasamur hluti af riki hennar. Hún renndi augunum eftir bakkanum og horfði á trén. Og viö endann á vatninu sá hún hús Latimers. Húsið hennar. En þá skaut upp nýrri hugsun, sem vakti henni óró. Nei, ekki var það nú ennþá hennar eign. barna var ennþá kona — eiginkona — sem átti kröfur á Latimer. En eft- ir þvi sem hún hugsaöi lengur um þetta, varð það næstum ótrúlegt Hún gat ekki trúaö þvi, aö nokkur HANDAN VIÐ 34 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.