Vikan


Vikan - 25.07.1974, Blaðsíða 31

Vikan - 25.07.1974, Blaðsíða 31
að einhver kæmi auga á okkur. Það var éinn liðurinn i áformum þinum, var það ekki? Þá hafði ég ástæðu til að losna við hann. Ég girntist hina fögru, ungu konu hans. — En ég elska þig, Sam. Ég elska þig. — Jæja, er það? Eða áttu ein- hvern annan elskhuga heima? Var það þess vegna? Eða var hann aðeins of gamall fyrir þig? Vildirðu ekki einfaldlega losna við hartn og njóta svo peninganna hans? — Hvað ætlar þú að gera? spurði hún. — Ég lofa þvi, að segja engum frá þessu, Rosemary. Komdu, nú förum við. — Förum? Hvert? — Heim i kofann. Það yrðu aðeins hennar orð á móti minum og þegar ég ihugaði það, hve heitt Endicott elskaði hana, þá var tilgangslaust að tala um þetta við hann. Hann myndi að sjálfsögðu segja mig ljúga. Hún myndi lika horfa á hann með þessum sakleysislegu, stóru aug- um og sverja og sárt við leggja,að ég væri að ljúga. Hann myndi aldrei trúa mér. Ég beygði af götunni og inn i skóginn. — En þetta er ekki vegurinn heim að kofanum, sagði hún og nam staðar. — Það eru troðningar gegnum skóginn og það er styttri leið. Það er að koma blindbylur og ég vil komast þangað sem fyrst. Hún fylgdi mér eftir. Skógurinn luktist um okkur. Það hvein i trjákrónunum, en var lygnt við jörðina. Þetta var likast furðu- veröld, ekkert annað en tré. Það sást hvergi til sólar, svo ekki var hægt að átta sig á henni. Trén voru lika öll nákvæmlega eins og snjómuggan svo þétt, að varla sást armlengd framundan. Ég gekk hraðar. — Sam kallaði hún, —biddu, ég get ekki fylgst með þér. Ég gekk ennþá hraðar. — Sam! öskraði hún og fór að hlaupa. Ég tók til fótanna og hljóp i burtu frá henni, heýrði að köll hennar urðu æ veikari og að lok- um voru þau aðeins bergmál i huga minum. Ég var meðal leitarmannanna og það var hann lika. Stormurinn hafði nú staðið i tvo daga og að lok um fundum við hana, i hnipri bak við rótarhnyðju. Lögreglustjorinn þurrkaði snjóinn af andliti henn- ar.Hún var með lokuð augu, eins og hún væri sofandi. Ég sneri mér undan og svo undarlegt sem það var, þá barðist ég við grátinn. Hinir mennirnir sáu það að visu, en engum fannst það undarlegt, þeim hefur liklega verið likt farið. — Hvers vegna? hrópaði Endi- cott og tárin runnu niður kinnar hans. — Hvers vegna fór hún út i skóginn? Hvers vegna? Og hún sem var svo hrædd við skóginn. Ef ég gæti aðeirfs fengið einhverja skýringu á þvi. £ , P.ögg skreytir yið öll tækifæri látið fagmann vinna verkið sendum um allan heim Blómabiíðin DÖtiG ÁIfheimum6 sími 33978 GISSUR GULLRASS E-FTIR BILL KAVANAGH e. FRANK FLBTCUER 30. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.