Vikan


Vikan - 25.07.1974, Blaðsíða 36

Vikan - 25.07.1974, Blaðsíða 36
hann dálltib, þegar hún sagöi þetta lágt, og án nokkurs spenn- ings. Hún hataði hann fyrir að gefa sjálfum sér tilefni til að útskúfa henni. — Ef þú ferð, vil ég fara með þér. — Þú sagðir eitthvað I þá átt i gærkvöldi. Og ég svaraði þvi engu. Ég var að reyna að stilla löngun mina til að segja já. Og það er ég enn að gera. Ég er alltaf að sannfæra sjálfan mig um, að ein svala þýðir ekki sama sem sumar. Og ein nótt þarf ekki að þýða sama sem giftingu. Við þekkjum ekki hvort annað. Ég gæti vel verið leiðindakurfur i daglegri umgengni. Það finnst konunni minn að minnsta kosti. Hún sat þarna og sökk inn i sjálfa sig. Það var ekki sótzt eftir henni. En áður en hatrið gat brotizt út i reiðiorðum, lenti bát- urinn við bakkann. Meðan hún var að stlga upp, stlga I land og taka I kollubandið, sefaðist hún og stillti sig um að segja það, sem hún ætlaði að meykja á hann. Hún gekk inn I skuggann af kofanum. Hann kom á eftir henni, án þess aö hirða um stöng- ina eða veiðina. — Rósa! Hún beið eftir þvi að hann kæmi til hennar og nú hafði hún hemil á hefndarþorstanum og stoltinu. — Ertu móðguð? — Hvernig ætti ég að vera það. Ég leyni engu. Það hefði ég ekki átt að gera. Við viljum ekki hvort annað. — Hvernig ætti ég að fara að þessu, Rósa? Hafa þig i felum i hótelherberginu eða ibúð? Slikt hef ég aldrei gert áður. — Hvað þýðir að vera að tala um það. Þú heimtar að halda áfram með þetta. Það er eins og þú skuldir mér eitthvað.. kannski af- sökunarbeiðni. Hún var fegin þessum af- sökunarhreim I rödd hans. Það vakti þó að minnsta kosti dálitinn vonarneista. Hún snerti á honum hand- legginn, og tók siðan I hönd hans. — Við skulum fara inn, og fá okkur eitthvað að borða. Ég er alveg glorsoltin. — En ég verð að hitta þig aftur. Við verum að kynna'st betur. — Það er ekki hægt. Hún gekk á undan inn I kofann. — Viltu kveikja á lampanum? Hann flýtti sér að hlýða og þaut að borðinu og bar eldspýtu aö kveiknum. Svo sneri hann sér við og starði á hana. — Þú ert móðguð. Það liggur beinlínis I oröinu. — Hversvegna ætti ég að vera það. Málrómurinn gerði orðin að lygi. — Við ætlum að borða, fara siöan að hátta og á morgun kveðj- umst við svo. Hvað meira gæti sögunarmyllustelpa farið fram á? — Rósa. Ég kem hingað aftur þegar veiðitíminn byrjar. En ég vil ekki biða lengi. Við skulum hittast einhversstaðar I Milwaukee. Grenn Bay. Hann gekk I áttina til hennar, en hún skauzt frá honum. — Ég ætla að vita, hvort okkar verður fyrra til að skræla kartöflurnar. Hann stóð eins og og i vandræð- um. — Ég veit ekki hvort þú ert móðguð, eða að gera gys að mér. Ég þarf að fá tóm til að hugsa mig um. Koma öllu I lag. VIII. Moline læknir sá kvöldið eins og hann hafði séð daginn — gegn um gráan þokuvegg. Hann vissi, að i annarra augum, hvildi kvöldið rólega yfir skógarhæðunum, að dagurinn, sem var að kvöldi kominn, hafði ekki raunverulega verið grár heldur heiður og bjart- ur og hreinn eftir rigningu gær- dagsins. En hjá honum hafði hann verið grár, og þessi grámi hafði fariðum allan líkama hans. Kvíði hans hafði tekið á sig þokulitinn. Hann fann til sárrar gremju gagnvart Rósu. Hún hafði svipt hann allri vellíðan sem þessi dag- ur hefði annars getað fært honum. Hún hafði rænt hann svo miklum hluta af lifinu. Hann greip þessa hugsun og hratt henni frá ser inn i grá þokuna, og skammaðist sin fyrir að hafa nokkurntima látið sér detta annað eins i hug. Og sérstaklega nú, þegar hún gæti eins vel hafa orðið fyrir einhverju slysi. Villzt I skóginum... kannski væri hún dauð. Hann þaut út úr húsinu. Það var ekki langt til æsku- heimilis Rósu — sem var litið hús I suðurenda bæjarins. Ballou gamli hafði byggt það, þegar hann var ungur maður. Þar haföi Rósa fæðzt og átt þar heima þangað til hún giftist. Siðan hafði hann ekki komið þangað nema ör- sjaldan. Þá hafði hann haft ánægju af því að ganga gegn um herbergin og reyna að skilja hana betur með þvi að sjá og finna, við hvað hún hafði búið i æsku siniii. Það skein ljós gegn um tvo gluggana að framan og á hallandi gólfið i forskálanum. Þetta fannst’ honum vera góðs viti. Svona hafði þetta litið út I þau fáu skipti, sem hann kom að heimsækja hana áður en þau giftust. Hún hafði helzt ekki viljað láta hann koma heim til sin. Hann hafði fundið, að hún vildi helzt eiga æskuheimilið sitt út af fyrir sig, og ekki gefa honum neina hlut- deild i þvi. Nú var hann orðinn sannfærður um, aö hún væri þarna, svo að hann opnaði án þess að berja að dyrum. En Rósa var ekki þarna. Gamli maðurinn sat sofandi i ruggustól og höfuðið á honum hékk, rétt eins og hann væri farinn úr háls- liöunum. Bláleitar varirnar voru opnar og hann andaði snörlandi út um munninn. Hann gekk framhjá tengda- föður sinum sofandi aö svefn- hérbergisdyrunum. Hann ýtti upp hurðinni, og sá það, sem hann hafði búizt viö; rúmið var autt nema hvað þar var einhver fatnaður og dagblaðarusl. Rósa haföi ekki komiö þarna. Hann gekk að ruggustólnum og hristi hann, svo að Ballou gamli var næstum oltinn út úr honum áður en hann vaknaði. — Hvar er Rósa? Undirfurðulegt glott afmyndaði varir gamla mannsins, er hann reis upp, svefndrukkinn. — Til hvers andskotans ertu að þessu? —- Hvað ertu að gera hér? — Hvar er hún Rósa? Gamli maðurinn glotti enn. — Nú, svo hún hefur ekki komið heim ha? Er kannski búin að fá nóg af þér? — Hlustaðu á mig! Segðu mér, hvar hún er. Hann tók i öxlina á tengdaföður sinum og hristi hann. — Hvar er hún. — Þig varðar andskotann ekk- ert um það. Ballou néri saman höndunum, eins og af ánægju. Lymskulegur grimmdarsvipur breiddist um allt andlitið. — Er hún ennþá hjá honum Elg? — Nei, það er hún ekki. — Er hún heil á húfi? — Að minnsta kosti heilli en hiá þér. — Hvað áttu við? Hvar er hún? Gamli maðurinn þagði i langa minútu með illkvittnislega brosið á vörunum. Loks sagði hann. — Hún er farin. Þú sérð hana ekki framar. Stungin af, sem hún hefði átt að vera búin að fyrir æva- löngu. Svo varð hann allt i einureiður. — Farin! Þotin! Með öðrum, sem hefur eitthvað al- mennilegt uppá að bjóða. Hefur þú kannski nokkurntima gert nokkurn skapaðap hlut fyrir hana? Henni leið alveg eins vel hjá mér, eins og hjá þér. Og hamingjusamari þó. Já, hún hefur svei mér átt auma ævi. Þú lofaðir henni öllu minni himins og jarðar. Skitblankur skottulæknir! En nú hefur Rósa eitthvað milli handa. Verulegan stórborgar- mann , með vasana fulla af beinhörðum peningum. Þú sérð hana ekki framar. Hún er farin. Langt... — Þú lýgur! Hann hopaði á hæli. Já, auðvitað var þetta ekki annað en illkvittnisleg lygi. — Trúðu þvi sem þér finnst trú- legast. Reyndu bara að finna hana. Hún bað mig nú að segja þér þetta ekki svona fljótt. En ur þvi þú fórst að koma hingað..... Nú trúði hann Ballou. — Einhver stórborgarmaður...? — Þú heldur að þú vitir allt um hana Rósu. En þú veizt bara ekki nokkurn skapaðan hlut. Hún hefði átt að vera búin að þessu fyrir löngu. Hún á skilið mann, sem á eitthvað til. Þekktan mann. Mikilvægan mann. Rósa er engin venjuleg stelputáta. Rósa er drottning. — Hvert fór hún? — Hún bannaði mér að segja þér það. Hún vildi lofa þér að kveljast. Moline snéri sér undan og gekk til dyra eins og drukkinn maður, studdi sig upp við dyrastafinn og gekk siðan út i myrkriö. Rósa... Hann varð að finna hana. Hún gæti eins vel veriö dauð, eða þá I örmum annars manns. En heföi hún verið honum ótrú, skyldi hann samt fyrirgefa henni. En hún mundi bara ekki kæra sig um neina fyrirgefningu. Hann yrði að finna hana og segja henni, hve mjög hann þarfnaöist hennar. Cation Ef þér kaupið Canon- vasavél, þá er ekki tjaldað til einnar nætur. Sendum i póstkröfu Einkaumboð, varahlutir, ábyrgð og þjónusta. KRIFVELIN Suðurlandsbraut 12, simi 85277. 36 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.