Vikan


Vikan - 25.07.1974, Blaðsíða 16

Vikan - 25.07.1974, Blaðsíða 16
i þeirsegja, ,,og svo ferð þú að tala um eitthvert ástabrall á Rómeó og Júliu. Þú átt frí i kvöld, vinur! Njóttu þess!” Þess vegna ákveð ég að taka málið i minar hendur. Klukkan er nákvæmlega sex. Það er greini- legt, að það verður ekkert úr fri- kvöldinu. Ég skrifa niður númerið á Volkswagenbilnum og fer aftur á stöðina. Þaðan hringi ég til bifreiðaeftirlitsins. Þar er alltaf einn maður á neyðarvakt á nóttinni, ef eitthvað kæmi fyrir, sem bifreiðaeftirlitið þyrfti að sinna. Og hann tekur aldrei sér- lega vel undir, þegar hann er beðinn aðstoðar., Tiu minútum siöar hringir maðurinn frá bifreiðaeftirlitinu aftur. „Hans Höpfer,” segir hann. „Lúðviksgötu 17. Var það nokkuð fleira?” „Nei, þakka þér fyrir,” segi ég. „Þakka kærlega fyrir hjálpina.” Ég fer á staðinn. Lúðviksgata 17 er fimm hæða hús og auðvitað er ekkert anddyri. Auðvitað býr Höpfer efst uppi. Ég hringi hæfi- lega lengi, ekki of varfærnislega og heldur ekki eins og lögreglu- maður i starfi. Gömul kona opnar dyrnar og starir á mig. Hún er heiðarleikinn uppmálaður og svolitið hissa á þvi, að lögregluþjónn skuli standa úti fyrir. Ég tek ofan húfuna. Konur eru fúsari til þess að veita berhöfðuðum lögregluþjónum upplýsingar. „Afsakið ónæðið,” segi ég, „get ég fengið að tala við Hans Höpfer? Ég þarf að fá vissar upplýsingar hjá honum.” „Manninn minn eða dótturson minn?” spyr gamla konan. „Þeir heita nefnilega báðir Hans.” „Þann yngri,” segi ég. Amman ber það ekki með sér, að maðurinn hennar myndi skilja gamlan Volkswagen eftir i reiði- leysi. Og ef afinn á sér vinkonu, sem vill hætta við hann, þá þarf að minnsta kosti Sherlock Holmes til að láta sér detta það i hug. „Hans litli er i baði. Viltu biða sovlitla stund?” segir gamla konan. „Hefur hann gert eitthvað af sér?” Hvað get ég sagt við þessu? „Ekki beinlinis,” segi ég og reyni þannig að vikja mér undan spurningunni. „Vonandi ferðu ekki að taka hann með þér. Ég er nefnilega að elda kálböggla,” segir gamla konan blið og ströng i senn. Nokkrum minutum siðar kemur Hans Höpfer fram. Nú verð ég mjög ákveðinn á svip. „Átt þú vinkonu, sem heitir Susanne?” „Já... það er að segja, ég átti... Hvaðermeðhana?”Hans Höpfer horfir rólegur á mig. Ég rétti honum miðann þegjandi. Hans Höpfer les miðann og fölnar upp. „Hún er gengin af vitinu,” hrópar hann, ,,út af svona smámunum. Ég var þó búinn að segja henni, að ég hefði engan áhuga á öðrum stelpum. Hvað gat ég að þvi gert, þó að þessi kvenmaður kæmi hlaupandi upp um hálsinn á mér og kyssti mig. Svo gerir hún veður út af þessu. Hvað skyldi koma næst? Ég veit ekki einu sinni, hvað þessi stelpa heitir. Ég tapa sjálfsagt Susanne úr þvi að hún treystir mér ekki vitund...” „Susanne er áreiðanlega mjög viðkvæm stúlka,” segi ég, þegar hann þagnar til þess að draga andann. „Það var hún já,” segir hann, „þess vegna hafði ég svona mikinn áhuga á henni. Hún var allt öðru visi en hinar. Hún meinti það, sem hún sagði. Hún var ekki ein af þessum gæsum....” Vonandi hefur hún ekki meint þetta.” Ég bendi á miðann. Hans Höpfer starir á mig. Svo segir hann: „Fljótt nú! Við verðum að fara þangað undir eins!” A leiðinni kemst ég að þvi, að hann hefur ekki ekið bilnum undanfarna tvo daga, vegna þess að hann er rafmagnslaus. Þess vegna lét hann bilinn bara standa, þar sem hann var kominn. Hann var frá sér af hræðslu við, að hún vildi ekki sjá hann né heyra framar. Auðvitað hefði hann getað hringt. En maður hefur nú lika sitt stolt. Vonandi hafði hún ekki meint ógnun sina alvarlega. Vonandi! Vonandi! Susanne býr i háhýsi við Gerða- stræti. Á sjöundu hæð Það er anddyri. Við hringjum dyra- bjöllunni. Engin hreyfing. Hans Höpfer fölnar upp. ,,A þessum tima ætti hún eigin- lega...” „Hefurðu ekki lykil að ibúðinni?” spyr ég alvarlegur i bragði. „Jú,” segir hann örvilnaður. „Opnaðu!” skipa ég. Hans Höpfer opnar dyrnar og gengur á undan inn. Það fyrsta sem ég heyri er lágvær og viðkvæmnisleg tónlist. Svo hrópar Hans Höpfer: „Engillinn minn, þú ert á lifi! Guð minn góður hvað ég er feginn!” „En Hans,” segir ástúðleg ung- meyjarrödd, „ertu búinn að missa vitið? Hvernig dettur þér i hug a.ð ryðjast svona hérna inn? - Ég setti miða á bilinn handa þér, svo að þú vissir, að ég vildi ekki sjá þig, ef þú hringdir ekki. Þú varðst að útskýra þetta fyrir mér.” Hún kemst ekki lengra. Hans Höpfer kyssir hana og segir: „Guð minn góður! Ég var farinn að halda, að þú hefðir svipt þig lifi. Lögreglumaðurinn hélt það líka. Hann gerði mig svo hræddan, að ég varð að flýta mér hingað eins hratt og ég komst.” „Hvaða lögreglumaður?” heyri ég Susanne spyrja. En þá er ég kominn hálfa leið inn i lyftuna. Ég hugsa, að þau hafi hvorugt saknað min að ráði. l/l/uo

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.