Vikan - 25.07.1974, Page 28
VEI
Þessi saga fjalíar um tvo sterka og
hrausta karlmenn og litla, ljúfa konu.
Uss, segir fólk, þetta er bara hinn venju-
legi þrihyraingur. En það er mesti mis-
skilningur.....
Andlitið var viðkvæmnislegt.
Svipurinn i gráu augunum var
fjarrænn, eins og hún væri viðs
fjarri I huganum. Háu kinnbeinin
gerðu það að verkum, að svipur-
inn var dálitið þreytulegur og hún
brosti sjaldan. En samt var hún
falleg, falleg á einhvern eggjandi
og ógleymanlegan hátt. Það er
óhætt að trúa mér, ég veit það.
Hún var ekki hávaxin og mjög
grönn. Maður sá smágerða beina-
bygginguna undir húðinni, þegar
hún spennti greipar. Hún var eins
og fingerð postulinsstytta. í hvert
sinn, sem hann faömaði hana að
sér, fannst mér að hann hlyti að
brjóta hana I mola eöa kreista úr
henni lffið. Hann var stór og þrek-
vaxinn, en ég held að hann hafi
verið viðkvæmur i sér og að hún
hafi kunnaö vel atlotum hans. En
stundum hló hún, þrýsti sér að
honum og kyssti hann innilega.
Ég reyndi að horfa ekki á þau,
þegar það skeði, en myndin var
samt eins rist á nethimnu augans.
Þegar hún sá okkur koma,
stökk hún á móti okkur, stóð
þarna berhöfðuð og veifaði til
okkar og það var nóg til þess að
hann tók til fótanna, til að komast
sem fyrst til hennar og taka hana
i faðm sér. Ég hægði þá venjulega
á mér og horfði út á vatnið, sem
ekki var eryiþá isi lagt.
Ég heyröi þau muldra einhver
ástarorð og reyndi að sjá þau
hvorki né heyra.
Hvað er eiginlega að þér?
spurði ég sjálfan mig. það
hefur ekkert komið fyrir, sem
getur orsakað þessa hugaróra
þina. Það er ekkert á milli ykkar
og veröur ekki.Hún veit varla aö
þú sért til. Þess utan er hún gift
góöum manni.
Svo kom ég að dyrunum, stapp-
aöi af mér snjóinn, leit upp i blý-
gráan himininn og endalausa
snæauðnina. Það var ekkert ann-
að að sjá, i margra miina fjar-
lægð.
— Ætlarðu ekki að koma inn,
Ludlow? sagði Endicott.
Ég lokaði dyrunum að baki
mér. Endicott var farinn úr
kuldajakkanum og hún hengdi
hann upp.
— Þetta er yndislegur kaffiilm-
ur, Rosemary, sagði hann. —
Viltu ekki ná i viský lfka, ástin
min? Það verður hressandi eftir
alla gönguna.
Ég gekk inn i klefann minn,
tæmdi skotin úr byssunum og
setti þær bak við dyrnar. Svo fór
ég úr hlifðarfötunum og settist á
kojustokkinn. Ég veit ekki hve
lengi ég sat þar og horfði niður
fyrir fæturna á mér.
— Kaffi, Ludlow? kallaði Endi-
cott frá stofunni.
Hann var búinn að hella i hálfan
bolla handa mér og ætlaði að
setja viský út i, en ég bandaði
flöskunni frá mér. — Mig langar
bara i kaffi núna, sagði ég.
Mér var ljóst, að hún virti mig
fyrir sér, en ég lét sem ég sæi þaö
ekki. Að lokum sagði hún: — Þú
hefur þá ekki verið heppinn viö
veiöina I dag heldur, Sam?
Ég hristi höfuðið.
— Eg veit ekki hvort ég á held-
ur að vera leið eða glöð, sagði
hún. — Þessir vesalings hirtir
gera ekki flugú mein. Hvers-
vegna þarf þá endilega að drepa
þá.
— Taktu þetta ekki náerri þér,
Ludlow, sagði Endicott. — Ég
þekki ekki nokkra manneskju^
sem er eins viðkvæm og hún. Hún
gengur heldur langan krók, held-
ur en að stiga ofan á skordýr, sem
skriður á jörðinni. Hann hló, svo
undir tók i kofanum. — Þú verður
að venja þig af þvi, að vera þessi
heybrók, elskan.
— Það er ekki eingöngu það,
Elroy, —éghefibara andstyggð á
öllu dauðu og deyjandi.
— Þú kemst yfir þetta, ef þú
kemur einhverntima með okkur.
Þá finnur þú þennan æsing, sem
fylgir allri véiðimennsku.
— Það geri ég aldrei, þú færð
mig aldrei til þess. Mér myndi
liða illa i heilan mánuö, ef ég sæi
ykkur fella hjört. En ég vona bara
að þið komizt alls ekki i skotfæri
við þá.
Ég held hann hafi átt það sam-
merkt með mörgum öðrum stór-
um og sterklegum mönnum, að
28 VIKAN 30. TBL.