Vikan - 16.01.1975, Side 5
Spjallað við
Heiðar Jónsson
um tiskusýningar,
snyrtingu
og sitthvað fleira.
— Ef kona fer inn á hefðbundin
verksvið karla er hún talin klár.
En ef karlmaður fer inn á hefð-
bundin verksvið kvenna er hann
talinn skrýtinn. Er ekki eitthvað
bogið við þetta? Væri ekki full
ástæða fyrir karlþjöðina að stofna
félagsskap hliðstæðan rauð-
sokkahreyfingunni og berjast
fyrir þvi, að karlar fái að spreyta
sig á hefðbundnum kvennagrein-
um, án þess að fá almenningsálit-
ið upp á móti sér?
Sá, sem þetta mælir, heitir
Heiðar Jónsson, og hann talar af
reynslu. Hann hefur i mörg ár
sýnt föt á tiskusýningum, leið-
beint stúlkum i tiskuskólum og
selt og kennt meðferð á snyrtivör-
um kvenna. t haust komst hann i
blaðafréttir, er umboðsmaður
frægra skemmtikraftá i London
vildi ólmur gera úr honum
stjörnu.
Hver er þessi Heiðar, og hvern-
ig hefur leið hans legið inn á þessi
svið, er spurning, sem marga
langar áreiðanlega til að fá svar
við. Heiðar tók bóninni um að
spjalla um þessi mál mjög vel,
þvi það, sem hann hefði gert um
dagana, hefði hann gert af þvi að
hann hefði haft áhuga á þvi og
alltaf látið sér standa á sama,
hvað fólk segði. Enda yrði erfitt
að lifa hér i heimi, ef stöðugt ætti
að vera með áhyggjur af þvi, sem
einhverjum öðrum fyndist.
— Mér fyndist skemmtilegra
að spjalla við þig heima, sagði
hann, þegar við höfðum ákveöið
að hittast dagstund. — Ég er svo
mikill heimilismaður, og þar er
ég langt frá þeim ys og þys, sem
fylgir minni vinnu.
Heiðar býr i risibúö I Tjarnar-
götunni ásamt konu sinni Bjark-
eyju Magnúsdóttur og börnum
þeirra tveimur, Júliusi Steinari, 5
ára og Sigriði Láru, 3 ára. Þótt
þetta sé alveg i miðbænum er ró-
legt þarna á loftinu, en kyrrðin er
þó rofin þegar flugvélarnar
skriða rétt yfir þakgluggana i aö-
flugi að Reykjavikurflugvelli.
Bjarkey er alveg heima og
hugsar um heimilið og börnin og
segist ekki láta það á sig fá, þótt
sumir furði sig á þvi, aö hún skuli
ekki fara út að vinna. Það er
ómögulegt fyrir börn, að báðir
foreldrarnir séu$ stöðugum þeyt-
ingi. Heiðar þurfi að ferðast mik-
ið vinnu sinnar ’ vegna, og þvi
hafði þaö oröið aö samkomulagi,
aö hún væri heima, meðan börnin
væru litil.
3. TBL. VIKAN 5