Vikan

Útgáva

Vikan - 27.03.1975, Síða 2

Vikan - 27.03.1975, Síða 2
Vikan efnir alltaf öðru hverju til keppni meðal sölubarna sinna, sem á hverjum fimmtudegi ganga á milli húsa í hvern- ig veðri sem er til þess að bjóða blaðið. Eru margir vaskir drengir og stúlkur í þeirra hópi/ sem sýna mik- inn dugnað og áhuga í starfi sínu. Vikan lét gera skemmti- lega skyrtuboli með mynd- um af vinsælum teikni- myndapersónum, og urðu mörg sölubarnanna til þess að vinna sér inn slíka boli, sem þau höfðu mjög gam- an af. En aðalverðlaunin í síðustu sölukeppni, sem stóð í þrjá mánuði, var glæsilegt reiðhjól frá Ern- inum á Spítalastíg 8, og var ekki lítill spenningur með- al söluhæstu barnanna, sem heimsóttu ritstjórnina einn daginn til þess að fá upplýst, hver hefði hreppt hjólið. Því miður gátu að- eins fimm börn verið við- stödd afhendingu vegna anna í skólum eða vegna f jarlægðar. Tíu söluhæstu börnin fengu viðurkenningu. Jón Eyjólfsson bar sigur úr býtum og fékk hjólið góða að launum. úlfar Pálsson á Akureyri hlaut einnig sérstaka viðurkenningu fyrir mjög góða frammi- stöðu. Hin börnin átta voru Þröstur Valdemarsson, Ragnar Gunnlaugsson, Sigurður Haraldsson, Aðalheiður Ársælsdóttir, Sigrún Benediktsdóttir, Bragi Hilmarsson, Ásta Þorláksdóttir og Guðlaug Sturludóttir, sem öll hlutu Tinnabækur frá Bókaút- gáfu Fjölva í verðlaun. 2 VIKAN 13. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.