Vikan

Tölublað

Vikan - 27.03.1975, Blaðsíða 18

Vikan - 27.03.1975, Blaðsíða 18
tautaði fyrir munni sér, þaö sem hún átti að kaupa. Siöan varö há- degisveröur frú Ewing i seinna lagi. Húshaldiö heföi allt fariö úr skoröum, ef ekki heföi veriö stúlkan, sem árum saman haföi veriö i þjónustu frú Ewing. Hún hét Mardy og var úrvalsmat- reiöslukona og hreingerningaval- kyrja. Það gekk á ýmsu hjá hin- um frúnum gagnvart þjónustu- stúlkunum, þar rikti sifelldur ótti um, aö annaöhvort færu þær eða yröu of uppástöndugar. En frú Ewing var notaleg viö Mardy. Hún var afskaplega þægileg viö stúlkuna eins og viö þá, sem hærra voru settir. Þær hlógu oft saman, og klaufaskapur Lolitu var handhægt aöhlátursefni. Tilraununum fækkaöi, og loks var Lolita losuö viö öll hússtörf. Hún hélt áfram aö vera stillt og þögul, og frú Ewing hélt áfram aö vera sifellt á feröinni eins ag glansandi sápukúla á flugi. Svo kom alveg sérstakt vor, ekki smám saman, heldur á ein- um degi, sú árstiö, sem löngum var vitnaö til sem vorsins, þegar John Marbel kom. Bærinn haföi aldrei séö neinn, sem liktist John Marbel. Hann leit út eins og hann væri nýstiginn út úr sjálfum sólarvagninum. Hann var hár og ljóshæröur og þekkti ekki til klaufalegra hreyfinga né stam- andi oröræöna. Stúlkurnar stein- gleymdu öllum ungu mönnunum i bænum þvi aö þeir voru ekki neitt I samanburöi við John Marbel. Hann var eldri en þeir — hann var kominn yfir þritugt — og hann hlaut aö vera rikur, þvi aö hann haföi besta herbergið á Wade Hampton hótelinu og ók lágum, mjóum bil með útlendu nafni, fögrum og kraftmiklum grip. Um hann léku lika töfrar hverfulleikans. Þarna voru bæjarpiltarnir, dag eftir dag, ár eftir ár. En John Marbel haföi komiö i einhverjum fasteignavið- skiptaerindum fyrir fyrirtæki sitt, þar var um aö ræöa einhverj- ar eignir utan bæjarmarkanna og aö viöskiptunum loknum myndi hann aftur fara til baka til stóru ljómandi borgarinnar, þar sem hann átti heima. Timinn þaut áfram, æsingin jókst. í sambandi viö viöskiptin hitti John Marbel mikilsvirta menn i bænum, feður dætra, og allir kepptust viö aö skemmta þessum glæsilega gesti. Stúlkurnar fóru i hvitu pifukjólana sina og festu heil ósköp af ljósrauöum rósum viö ljósbláa lindana. Liöaöir lokk- arnir glönsuöu og sveifluöust til og frá eins og smábjöllur. Þær sungu smálög fyrir John Mabel i rökkrinu, og ein þeirra átti gitar. Ungu bæjarpiltarnir gengu meö kvöldin eins og vott þang um hálsinn og fóru i þungbúnum hóp- um i knattleikssalinn eöa i bió. Og þó aö veisluhöldunum til heið- urs John Marbel linnti nokkuö, hann haföi sagt, aö vegna starfs sins yröi hann aö hafna boðum, þá höfnuöu stúlkurnar óþolinmóöar öllum boöum bæjarstrákanna og héldu kyrru fyrir heima hjá sér aðeins I þeirri von, að John Marbel hringdi i þær. Þær drápu biötimann meö þvi að rissa vanga- mynd hans i simaminnisblokkina. Stundum gleymdu þær alveg upp- eldinu og hringdu sjálfar i hann, jafnvel svo seint sem klukkan tiu aö kvöldi. Þegar hann s varaöi,var hann afar kurteis, og harmaöi á mjög töfrandi hátt, aö verkiö teföi hann frá aö geta verið meö þeim. En oftar og oftar var hringingum þeirra ekki svaraö. Stúlkan viö simaboröiö hótelsins svaraöi einfaldlega.aöhr.Marbel væri úti. En það var eins og þessir erfiö- leikar aö nálgast John Marbel örvuöu stúlkurnar. Þær sveifluöu mjúkum lokkunum og létu hlátur- inn óma, og þegar þær gengu framhjá Wade Hapton hótelinu mátti fremur segja, aö þær svifu en gengju. Þeir eldri sögðu, aö aldrei i mannaminnum heföu ungu stúlkurnar veriö eins falleg- ar og kátar og þetta vor. Og úr allri þessari blómarósa- breiöu heils bæjar tindi John Marbel Lolitu Ewing. Þetta varö afskaplega blátt áfram . tilhugalif. John Marbel kom til Ewinghússins á kvöldin án þess aö hringja á undan, og hann og Lolita sátu á dyrapallin- um, á meðan frú Ewing fór út til vina sinna. Þegar hún kom heim, skellti hún hliðgrindinni á eftir sér, og þegar hún gekk upp stétt- ina ræskti hún sig hátt, eins og hún væri að vara unga fólkiö við komu sinni, svo aö þau gætu slitið sig hvort frá ööru. En aldrei heyröistmarri ruggubekknum né brak i gólffjölum — þessi hljóö, sem gefa til kynna að félk sé að flýta sér i aörar stellingar. Eina hljóöiö, sem heyrðist var róleg rödd Johns Marbels. Og þegar frú Ewing kom upp á pallinn, lá John Marbel á ruggubekknum, en Lolita sat i tágastól i fimm feta fjarlægö og auövitaö datt hvorki af henni ná draup. Frú Ewing fékk samviskubit, þegar hún hugsaöi til einræöna Johns Marbels allt kvöldið, og hún sett- ist þvi niður og hóf samræöur og hélt þeim uppi meö þvi aö segja frá aöalatriöunum 1 þeim kvik- myndum, sem hún haföi séö, og sögnunumi bridgespilinu, sem hún haföi tekiö þátt i. Þegar hún, já, jafnvel hún, þagnaöi, reis John Marbel á fætur og lýsti þvi yfir, aö næsti vinnudagur yröi erfiður, svo aö nú mætti hann til m§ð að fara. Þá var frú Ewing vön aö standa viö tröppurnar og kalla á eftir honum, þegar hann gekk niöur stéttina, glettin fyrirmæli um þaö, að hann skyldi ekki taka sér neitt fyrir hendur, sem hún myndi ekki gera. Þegar þær Lolita komu inn i bjartan forsalinn frá dimmum dyrapallinum, var frú Ewing vöp aö lita á dótíur sina á alveg nýjan hátt. Hún piröi augun og beit saman vörunum og munnvikin drógust niður á við... Þögul gekk hún á eftir stúlkunni, og þögul gekk hún inn i herbergiö sitt án þess aö bjóöa góöa nótt, og huröarskellurinn þegar hún lok- aöi á eftir sér, fyllti húsiö. Nú breyttust kvöldsiöirnir. John Marbel kom ekki lengur til aö sitja á dyrapallinum. Hann kom i fallega bilnum sinum og fór meö Lolitu i ökuferö i rökkrinu. Hugsanir frú Ewing fylgdu þeim. Þau myndu keyra út i sveit og aka hliöarveg aö fallegri skógivaxinni kvos til þess aö hafa friö fyrir vegfarendum og stansa þar. Og hvaö myndi svo gerast? Ætli þau.... myndu þau....? En hugs- anir frú Ewing náöu ekki lengra. Hún sá Lolitu fyrir sér og fór aö hlæja. Hún hélt nú áfram aö viröa stúlkuna fyrir sér allan daginn i laumi, og skeifan á munninum varö vani, þó ekki ein af fegri venjum hennar. Hún talaöi sjald- an beint viö Lolitu, en geröi enn aö gamni sinu. Þegar hana vant- aöi fleiri áheyrendur, kallaöi hún i Mardy. ,,Hæ, Mardy,” kallaöi hún. ,,Viltu koma hérna inn? Komdu inn og horföu á hana, þarna sem hún situr eins og drottning. Litla ungfrú háveröug- heit, nú heldur hún, aö hún hafi 'náö sér i elskhuga.” Trúlofunin var ekki tilkynnt opinberlega. Þaö var ekki nauö- synlegt, þvi aö bærinn kraumaöi og vall af fréttum um John Marbel og Lolitu Ewing. Uppi voru tvær skoöanir á þessum ráöahag: önnur lofaöi guö fyrir, aö Lolita skyldi hafa náö sér i mann, en hin harmaði þaö tillits- leysi af stúlku aö geta fariö i 18 VIKAN 13.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.