Vikan

Tölublað

Vikan - 27.03.1975, Blaðsíða 11

Vikan - 27.03.1975, Blaðsíða 11
I NÆSTU lflKU HVAÐ A AÐ SPARA? Um fátt er meira rætt um þessar mundir en slæmt efnahagsástand og a6 nú veröi allir a6 spara og heröa sultarólina. En hvaö á aö spara? Bílinn, á- fengi og tóbak, skemmtanir, feröalög, allt þetta er tiltölulega auövelt aö spara viö sig. En mörgum finnst óhugsandi aö spara viö sig i mat. baö má þó gera með þvi að haga innkaupum skynsamlega. Og þá er fyrst aö gera sér grein fyrir eyöslunni. brjár fjölskyldur af mismunandi stærðum héldu búreikninga fyrir Vikuna i einn mánuö, og niður- stööurnar birtast i næsta blaði. MAÐURINN ODREPANDI /,Hann hafði reynt að drekkja sér, hann hafði kastaö sér fyrir bila, hann haföi stokkiö úr flugvél, en hann hafði ekki hlotiö svo mikiö sem skrámu. Hann var fyrir löngu orðinn þekktur úr blöðunum sem ofurhuginn, sem ekkert virtist geta grandað. Blaöamenn og ljósmyndarar höföu vart látið hann i friði, er hann sýndi sig. baö haföi veriö ákaflega gaman i fyrstu, en er frá leiö', leiddist honum þetta.” betta er sýnishorn úr smásögu eft- irEinar Loga Einarsson, sem birtist i næstu Viku. PERÚTISKA Tiskuhönnuöirnir leita viöa fanga, þegar þá skortir hugmyndir. beir reyna að skyggnast inn i framtiðina og móta eitthvað nýtt og spennandi, en mest leita þeir þó til fortiöarinnar. Viö sjáum allt- af sömu hugmyndirnar ganga aftur i fatatiskunni. bá er lika algengt, að tekin séu fyrir einstök lönd, og þjóðbúningar þeirra notaðir til þess aö skapa linuna. 1 næstu Viku birtast nokkrar skemmtileg- ar myndir frá Perú, sem sýna innfæddar konur i sinum þjóðbuningum og tiskusýningastúlkur i fatnaði, sem geröur hefur veriö i svipuðum stil. SPENNANDI KJÖTFARSRÉTTIR Lesendur Vikunnar kunna vel aö meta mat- reiösluþætti blaösins, enda er matur nokkuð, sem öllum kemur viö. 1 næstu Viku birtast uþpskriftir af nokkrum réttum úr kjöthakki, sem sanna þaö, að þaö er ekki endilega nauösynlegt aö kaupa heilu steikurnar, þó maður eigi voná gestum, sem ætlunin er aö gera vel viö I mat. Kjöthakk má matreiöa á svo marga vegu,og hér veröur sagt, hvernig á aö matreiöa mexikanskt buff, pönnu- buff, stórkostlegan veislurétt, sunnudagsbuff frú- arinnar og chili con carne. PRINSESSAN GJAFVAXTA baö hefur naumast fariö fram hjá mörgum, aö i furstadæminu Mónakó ríkir fræg og glæsileg fjölskylda. Furstafrú Grace Kelly þykir glæsileg kona, og blöö hafa verið óspör á myndir af henni. En nú hefur hún eignast haröan keppinaut, sem er dóttir hennar Caroline. Stúlkan er orðin gjafvaxta og þykir bráöfalleg og þar aö auki sennilega meö bein I nefinu. Væntanlega á þaö fyrir henni aö liggja aö ganga einhvern tima i hjónaband, og heimspressan hefur látið uppi ýmsar skoðanir á þvi máli. Myndir og frásögn áf þessari laglegu prinsessu birtast f næsta blaði. VIKAN Útgefandi: Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldórsdóttjr. Blaða- menn: Matthildur Edwald, Trausti Ólafsson, Þórdís Árnadóttir. útlits- teikning: Þorbergur Kristjnsson. Ljósmyndari: Sigurgeir Sigurjónsson. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreif ing i Síðumúla 12. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 150.00. Áskriftarverð kr. 1.500.00 fyrir 13 tölublöð ársf jórðungslega eða 2.925.00 kr. fyrir 26 tölublöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrir- fram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, maí, ágúst. Vikan 13. tbl. 37. árg. 27. mars 1975 BLS. GREINAR 24 Gengur mannkynið af sjálfu sér dauðu, II. grein. Hljóðlausa sprengjan. VlDToL: 4 Hús er ekki aðeins þak yf ir höf uð- ið. Vikan heimsækir Guðmund Þór Pálsson arkitekt og fjöl- skyldu. SOGUR: 16 Lolita. Smásaga eftir Dorothy Parker. 20 Morðmál Ágústar Jónssonar. VI. kaf li nýrrar skáldsögu eftir Jónas Guðmundsson. 28 Ættaróðalið. Framhaldssaga eftir Söndru Shulman. 4. hluti. YMISLEGT: 2 Úrslit í sölukeppni Vikunnar. 12 Póstur. 14,,Þetta vareinmitt það, sem þurfti aðgera". Sagt frá námskeiði Vik- unnar og F.I.B. í skyndiviðgerð- um. 30 Stjörnuspá. 34 Svolítið um sjónvarp. Kynning á efni næstu viku. 36 3m — músík með meiru í umsjá Edvards Sverrissonar. 38 Á fjórum hjólum. Bílaþáttur F.I.B. og Vikunnar i umsjá Árna Árnasonar. 40 Draumar. 41 Matreiðslubók Vikunnar í umsjá Drafnar H. Farestveit. 44 Sængurfötin breyta svipnum. 13. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.