Vikan

Tölublað

Vikan - 27.03.1975, Blaðsíða 13

Vikan - 27.03.1975, Blaðsíða 13
Póstur, hjálpaðu mér. Meö fyrir- fram þökk fyrir birtingu. Ein í vandræðum. P.s. Hvað lestu úr skriftinni? Hvað heldurðu, aö ég sé gömul? Lögleg fóstureyðing kostar ekki neitt, en til þess að fá leyfi fyrir henni þarftu samþykki tveggja lækna, a.m.k. þegar þetta er ritað. Fóstureyöingu skyldi þó engin viti borin manneskja hug- leiða nema út úr algerri neyð, og hefði þér verið nær að athuga aö- eins þinn gang, áður en þú Iagöist með pilti, sem þú veist nánast ekkert um. Ekki trúi ég samt ööru en að þú getir haft uppi á honum ef þú leitar vel, og það ættirðu tvi- mælalaust að gera, þvi hann veröur að bera slna ábyrgö. Þvl miðurer kynferöisfræösla nánast engin I islenskum skólum, og margir krakkar hugieiða aldrei, að kynlif kunni aö hafa nokkra ábyrgö i för meö sér. Þú og margir aðrir eru fórnarlömb van- rækslu fræðsluyfirvalda, sem humma það fram af sér áratug eftir áratug aö veita fræðslu um jafn sjálfsagt mál og kynlifið er. Skriftin bendir til draumlyndis og þú gætir verið orðin 16 ára. Komdu sæll Póstur! Ég hef áður skrifað þér og feiigið góð svör. En nú ætla ég að biðja þig að svara eftirfarandi spurningum: 1. Hver er utanáskriftin til óskalagaþáttarins fyrir 12 ára og yngri? 2. Kostar eitthvað að láta birta nafnið sitt i Æskunni? 3. Hvernig er skriftin, og hvað lestu úr henni? Hanna Sig. 1. Óskalagaþátturinn „Lagiö mitt”, Kikisútvarpinu, Skúlagötu 4, Reykjavik. 2. Nei. 3. Skrift þin er vel læsileg, en vonandi á hún eftir að þroskast. Þú afsakar, að ég sleppti nokkrum spurningum um Osmondsf jölskylduna, svörin hefðu hvort eð er öll orðið á eina leið, þvi ég veit akkúrat ekkert um þá frægu fjölskyldu. Kappakstur ' Kæri Póstur! Mig langar að biðja þig að gera mér smá greiða, og hann er að út- vega mér upplýsingar um ein- ' hvern erlendis, sem sér um að koma kappakstursmönnum á framfæri. Ég vona, að þér takist þetta fyrir mig, þvi ég hef geysi- legan áhuga á að komast á braut. Virðingarfyllst, islenskur Emmerson. Snúðu þér beint til Félags islenskra bifreiöaeigenda, Ar- múla 27, Reykjavik, simar 33614 og 38355. F.Í.B. er aöili að F.I.A Federation Internationale de l’Automobile, og hefur rétt til þess að gefa út æfingaleyfi. Skrifstofa félagsins veitir þér fús- lega allar upplýsingar. Villidýrin og lagið Kæri Póstur! Við erum nokkrir strákar hér á Stöðvarfirði, sem ekki erum á einu máli um, hver sé höfundur lagsins, sem leikið er á undan og eftir Villidýrunum I sjónvdrpinu. Vildum við gjarna fá að vita vissu okkar, ef þú, Póstur sæll, vildir vera svo góður að upplýsa okkur um þetta atriði. Með fyrirfram þökk fyrir svarið og svo fyrir allt gamalt og gott. Guðni Arnarson. Lagið er eftir Paul og Lindu McCartney. Læknisfræði. Elsku Póstur! Þakka þér fyrir allt gamalt og gott, og ég vona, aö þú svarir mér I þetta skipti. Mig langar svo að verða barna- læknir, en ég veit ekki almenni- lega hvaða leið ég á að fara til þess. A ég aö fara I landsprófið, eða I fjórða bekk gagnfræða- skóla? Hvað er þetta langt náin? Viltu svo segja mér, hvernig hrútur og geit passa saman? Vertu blessaður, Póstur minn. Tilvonandi læknir. P.S. Viltu vera svo elskulegur að segja mér heiinilisfang Roberts Redfords, sem leikur I The Sting? Mér list prýðilega á það áform þitt að leggja læknisfræði fyrir þig. Leiðin um landsprófið er styttri en um gagnfræðaprófið. Að loknu landsprófi þarftu að stunda menntaskólanám sem lýkur með stúdentsprófi. Það tek- ur yfirleitt fjögur ár. Slöan þarftu að leggja fyrir þig almennt læknisfræðinám, sem áætlað er að taki sex til sjö ár. Að þvl loknu geturðu valiö þér sérgrein, til dæmis barnalækningar, sem nokkur ár tekur að ljúka. Hrútur (stúlka) og steingeit (piltur) eiga allvel saman, ef stúlkunni tekst að brjóta odd af oflæti slnu, hrút- ur (piltur) og geit (stúlka) eiga einnig nokkuö vel saman, ef stúlkunni tekst að verða við ósk- um piltsins, án þess um hreina þrælslund sé að ræða. Pósturinn gefur aldrei upp heimilisföng kvikmyndaleikara, enda hefur hann sjaldnast hugmynd um þau. Gangi þér námið vel. lÍMÍÍlJIÍlÉÉÉi PREOTOí MIM Látið prenta alls konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, afgreiðslumiða og fleira á rúllupappír. Eina prentsmiðj- an á landinu, sem prentar slíka miða. Höfum einnig fyrirliggjandi og útveg- um með stuttum fyrirvara ýmiss konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLÝSINGA Hilmír lif. SIÐUMULA 12 - SIMI 35320 13. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.