Vikan

Tölublað

Vikan - 27.03.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 27.03.1975, Blaðsíða 12
DQstunnn Samvinnuskólinn Kæri Póstur! Þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Hvaöa próf þarf ég aö hafa til aö komast i Samvinnuskólann, og hvaö tekur námiö mörg ár? Hvernig eiga nautiö (strákur) og krabbinn (stelpa) saman? Hvernig er skriftin og stafsetn- ingin? Hvaö lestu úr skriftinni, og hvaö helduröu, aö ég sé gömul? Meö fyrirfram þökk fyrir biri- inguna. Sallý. Inn i Samvinnuskólann er kraf- ist gagnfræða- eða landsprófs, og námið i skólanum tekur tvo vetur. Nautið og krabbinn eiga sæmi- lega saman. Skriftin er ekki á- ferðarljót, en svolftið ómótuö. Stafsetningin er ágæt, en greinar- merkjasetningu er ábótavant. Skriftinbendirtil stöðugiyndis, og þú ert fimmtán ára. Hvaða próf þarf? Kæri Póstur! Ég hef séö þarna i Vikunni, aö þú hefur hjálpaö mjög mörgu fólki meö hin margvislegustu vandamál og svaraö spurningum þess greiölega. Þess vegna vona ég, aö þú svarir nokkrum spurn- ingum, sem mér liggur pinulitiö á aö fá svör viö. Hér koma þær: 1. Hvaöa próf þarf maöur aö hafa tilaöfá inngöngu i eftirtalda skóla: a) Verslunarskólann, b) iönskóla, c) menntaskóla, d) bændaskóla? 2. Hvað tekur nám i þessum skólum marga vetur? 3. Er það satt, aö hljómsveitirn- ar Sólskin, Roof Tops og Hljómar séu hættar eöa aö hætta? 4. Hvernig getur maöur pantaö tima á miöilsfund hjá Hafsteini Björnssyni miöli. Jæja, þá eru spurningarnar ekki fleiri, en ég vil enda þetta bréf á þvi aö þakka fyrir allt góöa efniö i Vikunni, sérstaklega smá- sögurnar. Ég biö þig. enn aö reyna aö svara þessum spurning- um, sérstaklega númer 1. og 2. Svokemur þetta venjulega: Hvaö lestu úr skriftinni, og hvaö helduröu, aö ég sé gamall af henni ab dæma? Hvernig er staf- setningin? Hvernig eiga saman vatnsberinn (strákur) og fiskarnir (stelpa)? Vertu svo margblessaöur, og guö gefi, aö þiö getiö gefiö Vikuna út áfram. H.A.J. 1. og 2. a) Nýlega var gerö breyting á fyrirkomuiagi Verslunarskóia islands og felldir niður tveir fyrstu bekkirnir. Nú setjast nemendur strax i 3. bekk aö loknu landsprófi með lág- markseinkunn 6 eða að loknu gagnfræðaprófi, en þá þurfa þeir að hafa fengiö meöaltalseinkunn 7 I samræmdu fögunum, þ.e. is- lensku 1 og 2, stærðfræði, ensku og dönsku. Þeir, sem stundað hafa nám I framhaldsdeildum gagnfræðaskólanna á viðskipta- kjörsviði og fengið lágmarkseink- unn 6,geta einnig hafið nám i 3. bekk skólans, og þeir, sem hafa stundað nám á viðskiptakjörsviöi i 2 ár og fengið lágmarkseinkunn 6 út úr þvi námi, geta sest I 4. bekk. Verslunarpróf er tekið að loknu tveggja vetra námi.og 6,50 I einkunn á verslunarprófi veitir rétt til náms I lærdómsdeild skól- ans, sem er tveggja vetra nám til stúdentsprófs og skiptist lær- dómsdeildin I máladeild og hag- fræðideild. b) Undirbúningsmenntunar- kröfur eru ekki þær sömu i öllum greinum. t sumum greinum nægir skyldunámið, en gagn- fræöaprófs er krafist i ýmsum greinum. Námið tekur 3-4 ár. c) Landspróf er skilyrði til inn- töku I alla menntaskólana hér. Námið tekur yfirleitt 4 vetur, en getur tekið skemmri tima, þar sempunktakerfið er komið I gang d) Bændaskólinn á Hólum starfar I tveimur deildum, og til inngöngu i yngri deild er aöeins krafist skyldunáms, en nemendur með gagnfræðapróf geta sest beint I eldri deildina. A Hvanneyri er krafist gagnfræða- prófs, og þar tekur það eitt ár að veröa búfræöingur. 1 báðum þess- um skólum er um ýmsa aöra möguleika að ræða, og ráölegg ég þér að hafa beint samband viö skólastjórana um upplýsingar þar að lútandi, ef þú hyggur á nám þar. 3. Edvard Sverrisson segir mér, að þær séu atlar búnar að syngja sitt siöasta i þess orðs fvllstu merkingu. 4. Þú verður að panta tima hjá Guðspekifélagi tslands, Ingólfs- stræti 22, simi 17520. Skriftin er ósköp subbuleg, en á vonandi eftir að lagast, þvi ég giska á, að þú sért 14 ára. Stafsetningin er i lagi. Vatnsberi og fiskar geta átt vel saman. Svo þakkar Vikan allar góðar óskir, og þú getur verið alveg rólegur, hún er ekkert á grafarbakkanum. Hættulegt partý Kæri Póstur! Ég er mjög mikill aödáandi Vikunnar og vænti þess að þú aö- stoöir mig viö vandamál mitt. Svo er mál meö vexti, aö fyrir nokkr- um vikum hitti ég strák á balli og fór meö honum i partý á eftir. Svo núna um daginn fór ég til læknis, og hann sagöi aö ég væri bomm. Nú þori ég ekki að segja mömmu frá þessu, þvi hún verður alveg tjúll. Mig langar svo til þess aö fá fóstureyöingu. Hvert get ég snúiö mér, og hvaö mundi þaö kosta? En þaö er ekki allt búiö enn, þvi ég veit hvaö gæinn heitir, en veit ekki hvar hann á heima. Elsku 12 VIKAN 13.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.