Vikan

Tölublað

Vikan - 27.03.1975, Blaðsíða 44

Vikan - 27.03.1975, Blaðsíða 44
Sængurfötin breyta svipnum Þegar vorar og sól hækkar á lofti og þrengir sér inn í hvert horn, fá margir löng- un til að lyfta vetrardrunganum af sjálfum sér og umhverfinu með því að breyta hjá sér; mála, veggfóðra, setja upp ný gluggatjöld o.s.frv. Það getur oft kostað nokkra fyrirhöfn og fé — en stundum er hægt með lítilli fyrirhöfn og litlum kostnaði að lífga ótrúlega mikið upp á eitt herbergi. Skrautlegur dúkur, púði eða fallegt blóm getur breytt svipnum ótrúlega mikið — og á meðfylgjandi myndum sjáum við, hvað ný sængurföt geta gert. Við sjáum tvær myndir af hvoru svefnher- bergi og eini munurinn á myndunum er, að skipt hefur verið um sængurföt á rúm- inu. Um þessi rúm er búið á erlenda vísu, þvi þar eru notuð teppi í stað sænga. En þrátt fyrir það ættu þessar myndir að geta sett hugmyndaf lugið af stað hjá ein- hverjum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.