Vikan

Tölublað

Vikan - 27.03.1975, Blaðsíða 15

Vikan - 27.03.1975, Blaðsíða 15
Námskeið Vikunnar og F.Í.B. í skyndiviðgerðum ,Þetta var einmitt það sem þurfti að gera77 Það eitt ao heyra minnst á kveikjuhamar, háspennukefli, platlnur, kveikjulok og bensin- stiflu er nóg til þess, aö kulda- hrollur fer um margan manninn og konuna, sem tæpast þora að leiða hugann aö vélinni i bflnum sinum, hvað þá ao þau dirfist aö snerta hana — dauðhrædd um að eyðileggja eitthvað. Einna helst er það viftureimin, sem allir eru nokkurn veginn vissir um, hvað og hvar er, en það var einmitt luiii, sem Erling Andersen vél- stjóri kenndi fyrst að meðhöndla á námskeiði I skyndiviðgerðum bifreiða, sem Vikan efndi til i samvinnu við F.l.B. helgina 15. og 16. mars sfðastliðinn. Eins og að likum lætur var þátt- taka I námskeiðinu mjög göö. Tiu tiu manna hópar fengu tæpra tveggja tima kennslu hver I þvl að framkvæma einföldustu viftgerðir á bifreiöum, jafnframt þvi sem algengustu bílunum i sömu tækj- um var lýst fyrir þeim. Þá fengu þeir sérstaka yfirhalningu um meðferð rafgeymis, sem Arnar Andersen veitti. Þegar allír voru klárir á viftu- reiminni, lét Erling hagnýtan fróðleik um aðra hluta bifreiöar- innar dynja á nemum sinum svo hratt sem þeir tóku við, og þegar til kom, reyndist bilvélin ekki eins hræðilega i'lókin og hún Htur út fyrir að vera. Einfaldur og al- gengur hlutur eins og naglalakk getur meira að segja komiö að haldi, ef sprunga kemur I kveikjulokið I afdal fyrir austan, vestan, norðan eða sunnan, þar sem vonlaust er að komast á verkstæöi. Þá er ekki ýkja mikill vandi að skipta um platlnur og kerti — várla meiri en aðskrúfa frá krana. Umfram allt að reyna. „Þegar þið einu sinni þorið að lyfta kveikju, er hálfur sigur unn- inn", sagöi Sveinn Oddgeirsson bifvélavirkjameistari, sem var einn leiöbeinenda A námskeiöinu, og liklega er töluvert til I því, að minnsta kosti óx sjálfstraustið I svip nemanna með hverri nýrri skrúfu, sem þeir lærðu að þekkja. Og ekki bar á öðru en allir færu hinir ánægðustu af námskeiðinu, fullvissir þess að standa ekki á gati næst, þegar eitthvað smá- vegis amaði að blessuðum biln- um. Þetta fyrsta námskeið i skyndi- viðgerðum á bifreiðum tókst að allra dómi mjþg vel, og vegna mikillar aðsóknar var það endur- tekið á sama stað helgina á eftir. En ekki verður Iátiö þar viö sitja, þvi ætlunin er, að þeir Sveinn Oddgeirsson og Erling Andersen fari á ýmsa staði liti á landi til þess að leiðbeina um þessa hluti. Ætlunin er að bjðða upp Á nám- skeið á Selfossi 5. april, i Borgar- nesi 12. april og á Akureyri 19. april, en lengra nær ekki áætlunin I bili. Reyndar var ekki búið að ganga frá husnæði á þessum stöð- um, þegar þetta er ritað, en Sveinn Oddgeirsson fram- kvæmdastjóri F.I.B. bjóst ekki við, aö það yrði neitt vandamál, og aðsókn yrði áreiðanlega ekki slðri úti á landi en á Reykjavikur- svæðinu, þvl að, eins og einn á- gætur bifreiðaeftirlitsmaður sagði við Svein: „Þetta var ein- mitt það, sem þurfti að gera". * Jafnvel naglalakk getur komið að haldi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.