Vikan

Tölublað

Vikan - 27.03.1975, Blaðsíða 8

Vikan - 27.03.1975, Blaðsíða 8
þaö, þvi þar áttu berbergi krakk- anna aft vera i öörum endanum, en svefnherbergi okkar i hinum. Mér fannst alveg ómögulegt aö hafa þau svona langt i burtu, þvi viö vorum vön aö vera hvert ofan i ööru i litlu ibúöinni. En kannski var þetta skammsýni, þvi börn vaxa miklu hraöar en maður heldur og vilja þá gjarnan vera meira út af fyrir sig. Þegar Guð- mundur fór aö gera drög að þessu húsi,leistmér strax velá það. Ég lét hann lika alveg um aö skipu- leggja þaö i smærri atriöum, t.d. eldhúsiö. Sjálf hafði ég enga ákveöna skoðun á þvi, hvernig ég vildi hafa eldhús, enda var ég vön ósköp gamaldags eldhúsi. Hann hefur lika miklu meiri reynslu i að skipuleggja eldhús en ég. Meðal þeirra eldhúsa og mat- staða, sem Guðmundur hefur teiknað er mötuneyti Landspital- ans. Sjúkrahús og skólar eru hans aðalviðfangsefni, og eins og hinir arkitektarnir, sem við höfum heimsótt til þessa, gerir- hann ekki mikið af þvi að teikna ibúð- arhús. straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvík sími28200 — Maður teiknar aðallega ibúðarhús til tilbreytingar og þá helst fyrir fólk, sem er svolitið frjálslynt og tilbúið að reyna nyjar leiðir, segir hann. Meðal þeirra skóla og sjúkra- húsa, sem Guðmundur og sam- starfsmaður hans Jón Ólafsson húsgagnaarkitekt, hafa teiknað, eru Ármúlaskóli i Reykjavik, Leirárskóli, Laugagerðisskóli og sjúkrahúsið i Vestmannaeyjum. Nú er Fjölbrautaskólinn nyi i Breiðholti á teikniborðinu Sjúkrahúsið fræga i Vest- mannaeyjum er það verkefni, sem Guðmundi hefur verið kær- ast til þessa. Bygging þess tók 12 ár, frá þvi byrjað var að teikna, og oft var hann með annan fótinn i Eyjum. — Samvinnan við Vestmanna- eyinga var sérstaklega góð og skemmtileg, og ég á góðar minn- ingar um hana. En byggingar- timinn var allt of langur. Það nær auðvitað engri átt, að bygging sjúkrahúss skuli þurfa að taka 12 ár. IJramfarirnar i læknavisind- um eru örar, og þær krefjast stööugt nýrrar skipulagningar þessara húsa. Þvi þurfti stöðugt að vera að gera breytingar á hús- inu, meðan á byggingu stóð — og ég er satt að segja alveg undrandi á, hve vel þær tókust, þvi ég hafði aldrei reiknað með þessu, þegar ég teiknaði húsið upphaflega. Svona breytingar tefja fyrir og hækka byggingarkostnað, og þvi þyrfti skilyrðislaust að ganga þannig frá fjárveitingum til sjúkrahúsa, að hægt sé að ljúka byggingu þeirra á sem skemmst- um tima, svo að þau séu ekki orð- in úrelt, þegar þau loks eru tilbú- in. — Það þarf vist ekki aö spyrja, hvernig þér leið, meöan hraun- flóðið ógnaði sjúkrahúsinu? — Nei, minnstu ekki á það. Maður beiö milli vonar og ótta — en sem betur fer átti sá dagur eftir aö renna upp, er þetta lang- þráöa sjúkrahús var loksins tekiö i notkun. Þ.A. Séð inn eftir ganginum, sem ligg- ur úr stofu að svefnherbergja- gangi. Hér sjást vcl steyptir veggirnir, sem skilja að borð- stofu, eldliús og þvottahús. Innréttingar í eldhúsinu eru úr furu, eins og aðrar viðarinn- réttingar í húsinu. 8 VIKAN 13. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.