Vikan - 27.03.1975, Síða 32
órætt og hann virti fyrir sér svip-
lausa ásjónu Maxine svolitla
stund. — Viö ættum að vera þess
minnug, aB Guy Bertran fékk
svipaö bréf og þetta, rétt eftir að
hann kom til Arlac, sagði hann
fastmæltur.
Blanche horfði vandræðalega á
hann. — Já, það er rétt, kjökraði
hún. — En er nú nauðsynlegt að
minna mig á það núna, mér finnst
þaðóhugnanlegt! Rödd hennar bar
það með sér hve taugaveikluð hún
var. — Það boðar ábyggilega
dauða Bertranfjölskyldunnar, að
setjast að á þessum stað!
Frændi hennar greip bréfið og
reif það i smátætlur. — Svona á að
fara með slika snepla! sagði hann
ákveðinn og brosti til Maxine.
Henni varð strax rórra.
Eustace Clermont var eins og
klettur innan um alla þessa hjá-
trú og hatur.
Frá fyrstu stundu hafði Maxine
ekki getað látið þjónustufólkið
taka mark á sér. Henni var ljóst
að það var allt að storka henni,
leggja fyrir hana þrautir, að
fyrsta skilyrðið fyrir þvi að hún
næði einhverjum árangri, var að
koma á einhverju samkomulagi
við fólkið, þó ekki væri nema
einskonar vopnahlé. Hún hugsaði
þetta mál vel og næsta morgun
kallaði hún til sin þá manneskju,
sem hún vissi að hataði hana allra
mest.
Hún settist i stólinn við skrif-
borðið og sat þar teinrétt. Svo
sagði hún einfaldlega: — Eulalia,
ég hefi alltof mikið að gera, til að
geta sinnt húshaldinu sem skyldi.
Þess vegna hefi ég hugsað mér að
fela yöur það starf. Héöan af óska
ég að þér sjáið um daglegt hús-
hald, ákveðið máltiðir dagsins. Ef
einhver misklið kemur upp, þá
veröið þið Hubert að kippa þvi i
Iag. Ég vil helst fela ykkur það al-
gerlega. Er yður þetta ljóst? Og
við sjálfa sig sagði Maxine i hug-
anum : — Og þá færðu heldur ekki
tima til að pynda hann bróður
minn, kæra vinkona!
Konan gaf henni hornauga,
nokkuð tortryggin á svip.
—- Frú Blanche var vön að
sinna þessu, tautaði hún.
— Já, en mér skilst, að það hafi
ekki alltaf verið. snurðulaust,
sagði Maxine ákveðin.
Eulalia stokkroðnaði og virti
fyrir sér hina ungu húsmóður
sina. Cesar lá við fætur Maxine
og urraði lágt, svo konan fór að
fikra sig i áttina að dyrunum. —
Já, ungfrú, sagði hún hikandi. —
Ég skal reyna að gera mitt besta.
Það kom i ljós á nokkrum dög-
um, aö Maxine hafði gert það
rétta i þessu. Eulalia setti sitt
stolt i að leysa ráðskonustarfið
vel af hendi. Hún skipti sér ekki af
húsmóöur sinni eöa gestum henn-
ar, en hún krafðist þess að þjón-
ustufólkið hlýddi boðum hennar.
Og Eulalia var vel þessu starfi
vaxin. Græn augu Blanche
gnéistuðu af bræði i hvert sinn
sem frændi hennar hrósaði
Maxine fyrir matinn, sem nú var
ætið framreiddur á réttum tima
og alltaf bragðgóður.
Skap hennar batnaði ekki,
þegar Gaston Rondelle kom einn
daginn i heimsókn og hafði með-
feröis snjóhvitan gæðing. Maxine
var ein úti i garðinum og virti
fyrir sér sólarlagið þegar hann
kom.
Kæra ungfrú Maxine. Gaston
beygöi sig yfir hönd hennar og
kyssti hæversklega á hana, en leit
ekki upp i gluggann, þar sem
Blanche stóð og veifaði til hans
við opinn glugga. — Ég kem hér
með litilfjörlega gjöf, sem ég
vona að þér takið við sem vott um
vináttu frá ókunnum manni.
Gaston Rondelle tók svo báðar
hendur hennar i sinar. — Ég vona
aö þér forsmáiðekki þessa gjöf og
litið ekki á mig sem ókunnan
mann framvegis.
— Ef aðstæöurhefðu verið öðru
visi, hefðuð þér eflaust fært stjúp-
móður minni þessa gjöf, sagði
Maxine storkandi.
Gaston gat ekki leynt roöanum
sem breiddist yfir ásjónu hans.
— Hvernig dettur yöur þetta i
hug?
— Vegna þess að nafn mitt er
Bertran, sagði hún kuldalega. —■
Það getur veriö, aö ég sé ekki
sanngjörn gagnvart ykkur báð-
ELDHUS
innréttingar
Fallegar,vandaðar
ÓDÝRAR
Sýningareldhús
á staðnum.
Húsgagnaverkstæii ÞÓRSINGÓLFSSONAR
SUÐAVOGI 44 SÍMI 31360 (gengið inn fra Kænuvogi)
.Verið tilbúnir með riffiana. \ ,a,
Þegar Lisa gefur okkur merki, förum ) ]f
\við af stað..hvað sernþlium' trumbum / ð
liður. )——
u&t&h, ■ t: 4^
V Ifrpf / /*v “
Skuggi heyrir uggvænleg hljóð.
Ljón tilbúiö að hremmá'
bráðsina..Hraðar!
32 VIKAN 13. TBL.