Vikan - 27.03.1975, Qupperneq 33
um. En ég hafði, satt að segja,
sterkan grun um að þér bæruð
hlýjar tilfinningar til stjvipmóður
minnar og sonar hennar.
— Vitleysa, sagði hann
hneykslaður. — Ég get fullvissaö
yður um, aö englendingurinn er
eini maðurinn, sem Blanche hef-
ur nokkurn áhuga á.
Maxine fann svolitinn sting i
brjósti sér, en nágranni hennar
hélt áfram: — Þegar þér eruö til
staöar, þá sé égekki aðrar konur!
Til allrar hamingju kom bróöir
hennar rétt i þessu.
— Maxine, kallaði hann. —
Hvar hefurðu verið? Ég er búinn
að leita að þér um allt.
— Sjáöu Roland, Gaston
Rondeíle var aö gefa mér þennan
fallega hest.
Roland gekk hægt til þeirra,
með hendur fyrir aftan bak og
tortryggni i augunum.
— Ég þakka innilega fyrir
þessa stórkostlegu gjöf, Gaston,
sagði Maxine glaðlega. — En
komiö nú inn og heilsið upp á hitt
fólkið, þau verða öll glöö yfir aö
sjá yður.
Hún teymdi hestinn i áttina að
hesthúsunum og Roland fylgdi
henni.
— Ætlarðu að giftast honum?
spurði Roland og gat ekki leynt
þvi hve hneykslaður hann var.
— Svona talar ekkiungur herra-
maður við systur sina, sagöi hún
ásakandi.
— Ætlarðu að giftast honum?
endurtók Roland. — Ég hélt hann
væri ástfanginn af mömmu, en
hann vill kannski heldur kvænast
þér. Ég skil það nú reyndar vel.
Þú ert ekki sfgrátandi. Einu sinni
fyrir löngu siðan, heyrði ég
Gaston spyrja mömmu hvort hún
myndivilja giftast honum, ef hún
væri frjáls. Hún roðnaði og brosti,
en hún sagði ekki nei. Svo bætti
hann við: — Þaö var meöan pabbi
var lifandi.
Maxine þrýsti andiitinu upp að
silkimjúkum makka hestsins.
Höfðu þau verið það ástfangin, að
þau hefðu myrt húsbóndann á
Arlac? En Gaston hefur meiri
áhuga á eigninni en Blanche,
sagði hún viö sjálfa sig. Annars
hefði hann ekki veriö að stiga i
vænginn viö mig nú. Hún gat ekki
losað sig við þennan hræöilega
grun. Aður en Guy Bertran dó,
hafði enginn dregið það i efa, aö
Blanche og Roland væru erfingj-
ar hans. Framhald i næsta blaði
Sængur og koddar
DON- og
FIÐURHREINSUNIN
Vatnsstíg 3, sími 18740
(Örfá skref frá Laugavegi)
Fyrir fermingar.
Fyrir vorið.
LEÐURJAKKAR.
i miklu úrvali.
GRAFELDUR HE
Ingólfsstræti 5. Reykjavik, simi 28130.
13. TBL. VIKAN 33