Vikan - 27.03.1975, Qupperneq 36
Fyrst var þaö Detroit, þá
Memphis, Muscle Shoals og
Philadelphia. Þetta voru stað-
imir I Bandarlkjunum, þar sem
meginstefnurnar i soultónlistinni
voru lagðar. Nú mun það vera
Miami eða „The Miami Sound”
sem er númer eitt. Sá, sem
fyrstur var kenndur við Miami og
þá tónlist, sem þaðan kom, var
George McRae. Lagið hans var,
eins og flestir eflaust vita, Rock
Your Baby. Hljómsveitin, sem
spilaöi undir með George, heitir
KC and the Sunshine Band, og er
fjallað um hana líka hér i
þættinum. Samvinna hljóm-
sveitarinnar og George McRae
hefur verið töluverö, og m.a. söng
George meö hljómsveitinni á
nýjustu plötu hennar, Queen of
Clubs.
George McRae á að baki langa
leið á holóttum vegi, ef svo mætti
segja. Hann hefur lengi barist
fyrir viðurkenningu sem
söngvari, en hana hefur verið
erfitt að fá. Meginvandamálið
hefur að sjálfsögðu veriö að verða
sér úti um eina rétta lagið. Kona
Georges, Gwen, hefur ekki látið
sitt eftir liggja i þessum bissniss
og hefur undanfarin ár verið
nokkuð iðin viö plötuútgáfuna.
Lögin hennar hafa notið nokkurra
vinsælda i nágrannabyggöunum,
en ekki söguna meir. En eftir
„gegnumbrot” George hefur vel-
gengni þeirra beggja vaxið jafnt
og þétt, og hafa þau nú i huga aö
gera stóra plötu saman. Þess má
jafnvel geta hér, að þau sungu
bæði raddir á nýlegu albúmi Bill
Wyman’s, Monkey Grip. En áður
en lengra er haldiö er vert að lita
á sögu þeirra hjónakorna. Þvi
hefur verið fleygt, að sagan af
þvi, hvernig þau hittust, hafi
veriö skálduð af einhverjum rit-
höfundi. Það byrjaði allt, þegar
drukkinn sjóari hitti fallega
stelpu á veitinga'stað I Flórfda.
Hún skóf ekki utan af skoðun sinni
á honum og sagöi siöan, að hún
talaöi ekki við ókunna. Ari seinna
kom þaö nákvæmlega sama fyrir
á sama veitingastaðnum.
Nokkrum dögum seinna hittust
þau á götu, og það endaði meö
þvi, að hann fylgdi henni heim.
Viku seinna giftust Gwen og
George McRae. Þau áttu
tónlistina þegar aö sameiginlegu
áhugamáli. George var fæddur i
West Palm Beach i Flórída þann
19. október 1944. Hann byrjaði aö
syngja I kirkjukór, þear hann var
sex ára gamall. 1 gagnfræðaskóla
stofnaði hann eigin rokkhljóm-
sveit, sem hlaut nafnið The
Jivin’Jets. Sú hljómsveit var
leyst upp eftir að skólanum lauk,
og George gekk I flotann.
Gwen fæddist I Pensacola þann
21. desember 1943. Hún hlaut
frekar kristilegt uppeldi af fjöl-
skyldu, sem var mikið I músik.
Gwen starfaði á unga aldri mikið
með svokölluöum „gospel”
hljómsveitum eins og t.d. Lafay-
ettes og Independents. Eftir
giftinguna áttu þau saman
nokkra mánuöi, en skildu síðan I
18 mánuði, meöan George gengdi
herþjónustu I Japan. Þegar hann
kom heim endurreisti hann
hljómsveitina sina The Jivin’Jets,
GeorgMcRae
og var Gwen þá aðalsöngkonan.
En það gekk frekar illa, og hljóm-
sveitin leystist upp. Þau byrjuðu
þá að koma fram saman sem
dúett. Arið 1967 réðust þau I
klúbb á Palm Beach I Flórida,
sem hét Candy Bar Club.
unnu þau sex kvöld vikunnar sem
söngvarar, en á daginn sáu þau
um að hreinsa til I klúbbnum til
þess að drýgja tekjurnar. Eftir
átta mánuði þar hættu þau, og
George fór að vinna ýmist sem
bifvélavirki, gluggahreinsari eða
vélvirki vitt og breitt um bæinn
jafnframt þvi, sem þau hófu hálf-
gert minniháttar konsertferðalag
um Flórida. Vinnustaðirnir voru
áfram litlir klúbbar. A einum
slikum voru þau kynnt fyrir
þáverandi soul-stjörnu Betty
Wright og framkvæmdastjóra
hennar, Willie Clarke. Þau höföu
hrifist mjög af söng þeirra hjóna
og vildu óö og uppvæg rétta þeim
hjálparhönd. Þau fengu hjá fram-
kvæmdastjóranum slmanúmer til
þess að hringja i varðandi plötu-
samning. En það simanúmer var
aldrei notað. George fannst, að
þau væru ekki næstum þvi tilbúin
til sliks. Tveimur árum seinna
kom á fund þeirra hátt metinn
„pródúser” að nafni Brad
Shapiro. Hann hafði þá aö baki
samstarf með m.a. Wilson
Pickett. 1 fylgd með honum var
annar maður aö nafni Henry
Stone. Simanúmerið, sem George
haföi fengiö fyrir tveimur árum,
haföi einmitt verið hjá Stone. Það
varð úr samningum þeirra I
Pósthólf
533
Mývatnssveit 23. janúar 1973.
Sæll aftur. —
Ég skrifaði þér fyrir nokkru og
bað um heimilisfang hljóm-
sveitarinnar Pelican. Ég skrifaði
lfka um hljómsveitina Bay City
Rollers og minnti þig á gamalt
loforð. Nú,ég bið aftur um það
sama. Geturðu ekki birt heimilis-
fang Pelican fyrir mig? Ég fyrir-
gef alit með Bay City Rollers, ef
pú gerir það. Ég setti ekki nafn
mitt undir siðast og ætla ekki aö
gera þaö núna heldur. Það getur
ekki skipt svo miklu máli fyrir þig
aö vita, hvað ég heiti. Ég blö eftir
heimilisfanginu,
bless, — nafnlaus.
Sæll (sæl) nafnlaus.
Ég þakka þér fyrir fyrra bréf.
Þvl miöur móttók ég þaö aldrei.
Slíkt getur alltaf gerst og ekkert
við þvi að gera. Hvað um það, —
ég skal kannast viö að hafa gefið
ákveðin fyrirheit um Bay City
Rollers. Þvi miður er það svo, aö
upplýsingar um sumar hljóm-
sveitir liggja ekki á lausu, þ.e.
upplýsingar, sem eitthvert vit er
I. Þetta á þó aðallega viö um
hljómsveitir, sem ekki eru alveg
á toppnum. Upplýsingamiðill
Islenskra poppskrifara er ein-
göngu erlend blöð og timarit, og
upplýsingar þar I frá eru oft á
ttðum I anda stjörnudýrkunar og
auglýsinga og oftlega harla litið á
þeim á að byggja. Ég hef reynt
eftir mætti að skrifa greinar, sem
byggja á staðreyndum, frekar en
pistla meö slúöurdálkafyrir-
komulagi. Þvl er það nú svo, að
ýmislegt situr á hakanum, eins og
t.d. greinin um Bay City Rollers.
Heimilisfang Pelican er hið
sama og umboðsmanns þeirra,
millum, og fyrsta platan hét Two
Hearts in a Tangle. Nokkrar
fylgdu I kjölfarið, en engin þeirra
náði vinsældum. En fyrir tilstilli
þessara tveggja manna komst
Georg á samning við United
Artists og kona hans á samning
hjá Columbia. Plötur Georges
geröu litla lukku, en plötur
konunnar gerðu nokkru meiri
lukku, svo George hætti að syngja
inn á plötur og einbeitti sér að
ferli konu sinnar. Einnig var hann
drjúgur viö að syngja bakraddir
hjá öðrum listamönnum. Þannig
stóöu málin árið 1974 um vorið,
þegar George átti af tilviljun leið
hjá stúdló nokkru I Miami, sem
hann haföi nokkrum sinnum
unnið I. Casey nokkur og Rick
Rinch, sem eru nú aðalmennirnir
I áöurnefndri hljómsveit, K.C.
and the Sunshine Band, höföu
nýlokið við aö hljóðrita skemmti-
lega laglínu, en hún var ekki
heppileg fyrir rödd Caseys, sem
átti að syngja hana. Auk þess
vantaði þá texta. Þá datt George
McRae inn um dyrnar af tilviljun,
og endirinn varð sá, að þeir báöu
hann um að humma fyrir þá lag-
llnuna. Þeir urðu frá sér numdir
yfir þvl, hvernig George fór meö
laglínuna og ákváðu aö láta
George syngja lagið inn á plötu.
Það gekk fullkomlega, og
útkoman varö Rock Your Baby,
sem siöar komst á loppinn bæði
i Englandi og Bandarlkjunumðog
yfirleitt vltt og breitt um
heiminn. Eftirleikurinn varð
honum næsta auðveldur, en lögin,
sem á eftir komu, voru I Can’t
Leave You Alone, Gwen’s Move
Me Baby og fl. K.C. and the Sun-
shine Band og platan þeirra,
Queen of Clubs, komst á
vinsældalista, og þar með segja
þeir, að Miami sándiö hafi komist
á blaö, og allt fyrir tilstilli George
McRae og lagsins Rock Your
Baby.
Óm ars Valdimarssonar,
Bústaöavegi 103, Reykjavík.
Svar til Ernu á Akureyri:
Sá, sem spilar á orgelið i
Brimkló, heitir Pétur Pétursson
og á heima I Reykjavik.
Komdu sæll og blessaður.
Þakka þér fyrir allt þaö
skemmtilega I þættinum, sem var
á gamla árinu. Vona, aö þaö
gangi ennþá betur á nýja árinu.
Jæja, mig langar til aö spyrja
þig svolitiö um eftirlætiö mitt
hann Elton John. Þaö er skrifaö
svo litiö um hans einkalif.
Kannski hann hafi lltinn tfma? En
þá koma spurningarnar:
1. Er hann trúlofaöur eöa giftur?
2. Hvaö er hann gamall, og hvar á
hann heima?
3. Hvernig er augna- og hára-
liturinn?
4. Hvenær er hann fæddur og
hvar?
5. Hvaö er hann búinn aö gefa út
margar plötur I allt?
36 VIKAN 13. TBL.