Vikan

Útgáva

Vikan - 27.03.1975, Síða 40

Vikan - 27.03.1975, Síða 40
mig dreyffldi SKIRN Kæri draumráðandi! Ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem tilvonandi tengdamóður mína dreymdi. Hann var á þessa leið: Henni þótti sem við værum í B...kirkju og var kirkj- an full af fólki. Ég og unnusti minn vorum þar með unga dóttur okkar og fannst tengdamóður minni, að það ætti að fara að skíra hana, en það er búið fyrir nokkru. Þessu næst fannst henni ég kalla til hennar og biðja hana um að fara í næsta hús og fá eitthvað lánað þar. Þegar hún sneri aftur til kirkjunnar, sá hún hvar unn- usti minn gekk burtu frá kirkjunni, og ég stóð ein með barnið hjá altarinu, og það var í snjóhvítum, síðum kjól. Tengdamóðir mín hljóp á eftir syni sínum og ætl- aði að segja honum að snúa aftur til kirkjunnar, en henni tókst ekki að ná honum. Eð endingu bið ég þig að segja mér merkingu þessa draums hreint út. Kær kveðja og þökk. Manuella. Þér þykir það án efa ólíklegt, en draumráðandi ræð- ur þennan draum svo, að þú og f jölskylda þín verðið fyrir einhverju ómaklegu aðkasti. En þið herðist við hverja raun og þú þarft ekki að kviða neinum vinslit- um vegna þessa. UTREIÐAR Kæri þáttur! Það er svo óvenjulegt, að ég muni drauma mína í samhengi, að ég get ekki stillt mig um að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi um daginn, og var f jarskalega skýr og greinilegur. Ég þóttist vera á ferðalagi með tveimur vinkonum minum. Við lögðum af stað úr bænum með áætlunar- bifreið, sem átti að fara eitthvert austur á f irði að því er mér fannst. Við ókum lengi dags með bílnum, en undir kvöldið báðum við bílstjórann að nema staðar og hleypa okkur út, þvi að við vildum ganga svolítinn spöl. Bílstjórinn gerði eins og við báðum hann, og við gengum eftir veginum í sömu átt og bíllinn ók. Draumurinn var svo skýr, að ég man hvernig rykið þyrlaðist upp undan hjólum bílsins, þegar hann f jar- lægðist okkur. Þegar við höfðum gengið um stund, sjáum við hvar nokkrir hestar eru á beit við veginn. Okkur dettur þá í hug, að það gæti verið skemmtilegt að fá okkur svolít- inn reiðsprett, því að við erum allar með óskaplega hestadellu í raunveruleikanum. Við göngum út af veg- inum og voru hestarnir spakir við okkur. Mér þótti undarlegt, að þeir voru allir skjóttir, ýmist brún- eða rauðskjóttir, og litirnir voru svo reglulegir á þeim, að engu var líkara en þeir hefðu verio málaðir svona af mannahöndum. Við bundum snærisspotta upp í þrjá hestanna og stigum á bak þeim. Þetta reyndust lipr- ustu gæðingar og okkur fannst ekki vitund óþægilegt að ríða þeim berbakt. Þó erum við óvanar því í raun- veruleikanum, því að við fáum alltaf lánaða hnakka, ef við förum á hestbak. En þegar við höf ðum riðið stuttan spöl, rekumst við allt f einu á vegg. Þetta var hár garður, hlaðinn úr torfi og grjóti. Uppi á garðinum stóð maður, sem kall- aði til okkar: Þið verðið að leggja hnakkana á hest- ana, ef þiðætlið að ríða yfir þennan vegg. Varð mér þá litið til hliðar og sá þá, að rétt hjá okkur lágu þrír splunkunýir hnakkar. Við þetta vaknaði ég og draum- urinn varð ekki lengri. Með kærri þökk og von um ráðningu! Kata P. Þessi draumur er fyrir því, að þið vinkonurnar legg- ið út f eitthvert áhættusamt fyrirtæki, og þið verðið fyrir miklum erfiðleikum vegna þess. Erfiðleikarnir stafa einkum af því, að þið þrjóskist við að taka til- sögn ykkur færari og reyndari manna. FJÓRIR VISAR A EINU ÚRI Kæri draumráðandi! Ég hef aldrei skrifað þér áður, og þess vegna ætla ég að biðja þig um að henda ekki þessu bréfi í ruslið, heldur svara því og ráða fyrir mig draumana, sem valda mér allmiklum áhyggjum. Fyrri draumurinn var á þá leið, að ég þóttist vakna um nótt og líta á úrið mitt. Fannst mér það vera hætt aðganga og á því voru allt í einu f jórir vísar, sem allir vísuðu á töluna níu. Seinni draumurinn var á þá leið, að.... Með kærri kveðju og von um ráðningu. Áskrifandi. Fyrri draumurinn bendir til þess, að þú missir af einhverju tækifæri, sem þú hefur beðið eftir. Seinni draumurinn bendir hins vegar til þess, að þú verðir öðrum að miklu liði í framtíðinni. Sennilegast er, að þú leggir fyrir þig einhvers konar liknarstörf. Piltur- inn, sem þú minnist á f draumnum, kemur merkingu hans Iftið við beinlínis. MEÐ ANNARRI Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig um að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru, og var á þessa leið: Mér fannst strákur, sem mér þykir mjög vænt um, vera með stelpu, og sá ég þau viða vera að kyssast. Ég vissi ekki, hver stelpan var, en hún er lík stelpu, sem ég kannast við, en sú stelpa þekkir strákinn ekkert. Mér fannst ég afskaplega af brýðisöm út í stelpuna, en vildi þó ekki láta bera mikið á þvi. Seinna í draumnum fannst mér þau hafa opinberað trúlof un sína, og strákurinn sýndi mér giftingarhring, sem mér virtist ekki vera úr ekta gulli. Þessi hringur var alsettur þverrákum og þar að auki aðeins hálfur hringur með krókum sitt á hvorum enda, og var eins og vantaði hinn helminginn á móti. Samt þótti mér þetta ekkert óvenjulegt. Þetta dreymdi mig aftur og aftur. Ég vil taka það fram, að milli mín og þessa stráks hefur ekki verið neitt nema vinátta. Með fyrirfram þökkum. H. Eitthvaö verður til þess að trufla annars óvenju mikla rósemi þína. Ekki þarf það að stafa af þvi, að pilturinn í draumnum fari að sækjast eftir kvenfólki, sem þér geðjast ekki að, er meira að segja fremur ó- líklegt. Enda bendir ýmislegt i draumnum til þess, að hann sé langt frá því, að minnsta kosti í nánustu framtíð.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.