Vikan

Tölublað

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 2

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 2
BJENDUR OC SJ í þessari fjórðu og siðustu grein Mats Wibe Lund frá Thailandi segir hann meðal annars frá heimsókn á thailenskan bóndabæ og fiskimönnunum, sem landa afla sinum i Chon Buri. Rétt utan við litið þorp, sem heitir Bangchalong, nemur leiðsögumaður okkar staðar hjá litlum bóndabæ, sem heitir vist ekki neitt, en hvaða máli skiptir það? Hér býr litil fjölskylda og rækt- ar jörðina sina i kyrrð og firði fyrirumheiminum. Þau hafa ekki mikið umleikis, en virðast vera ánægð. Heim að bænum er ekki akveg- ur, en þangað er skammt frá aðalveginum til Norður-Thai- lands. Við göngum eftir litlum stig heim að bænum, á trédrumbi yfir áveituskurðinn, og svo erum við komin i hlað. Húsmóðirin, frú Phutong Samran, og börnin taka á móti okkur og kinka vingjarnlega kolli. Bóndinn er ekki heima, þvi að nú er ekkert að gera við uppskeruna, svo að hann hefur fengið sér vinnu sem handlangari við bygg- ingu 10 kilómetra i burtu og kem- ur ekki heim nema um helgar. Þarna búa sex fullorðnir og fjögur börn i húsi, sem með nokkrum rétti má kalla kofa. Þar eru þrjú stór herbergi, en i þeim er moldargólf og veggirnir halda hvorki vindi né vatni. í svefnher- berginu er gólfið hækkað upp, en upphækkunin er reyndar breiður rúmbálkur með engum dýnum i. Yfir rúminu hangir flugnanet. A veggnum hanga myndir af konungsfjölskyldunni og iitil hilla undir persónulega muni. Þarna er lika önnur hilla undir spegil, sápu, tannbursta og tannkrem — og þar með upptalið. Ekki virðist fataúrval fjölskyldunnar vera ýkja fjölbreytt, þvi að engin merki fatnaðar sjáum við nema nokkur plögg, sem hanga til þerris á snúrunum, og fáeinar flikur, sem eru snyrtilega saman- brotnar á rúmínu. Loftslagið hér er heldur ekki þannig að hús og fatnaður þurfi að vera mjög hlýr — nema i und- antekningartilfellum eins og siðastliðinn „vetur”. Oftast er hitinn 30—35 stig á Celsius, en þá ' hana. Leigan er hin sama, hvort sem úppskeran er slæm eða góð. Þau hafa ekki efni á áburði, sem yki uppskeruna um 100 prósent, en þó eru þau tiltölulega vel sett, því að þau hafa vélar bæði til plæginga og þreskinga. Að meðaltali fá þau sem svarar 92.500 islenskum krónum fyrir hrisgrjónauppskeruna á ári, og við það bætast tekjur bóndans i byggingavinnunni, en þær eru i kringum 34.000 krónur á ári — alls 126.500 krónur. Þegar kostnaður hefur verið dreginn frá, eiga þau eftir i kringum 55.500 krónur á ári, eða 4.625 krónur á mánuði. Þau eru sem næst sjálfum sér nóg hvað matvæli snertir. Þau drekka aldrei neitt annað en vatn, nema yngsta barnið, sem enn er i vöggu og móðirin hefur á brjósti. Þau safna rigningarvatni til drykkjar i stórar ámur á túninu. Þar hafa þau einnig önnur ilát undir lifandi fisk. Þegar þurrkar eru langvinnir, drekka þau vatn úr skurðunum, en það sjóða þau, áður en þess er neytt. Smáfiskar veiddir. Veiðistolt. fór hann niður fyrir 17 stig of margir frusu blátt áfram til bane við það hitastig. Fólkið hrund niður, þvi að það var ekki vanl sliku. Mataræði þess er einhæfl og vitaminsnautt, og þvi hefui það ekki mótstöðuafl gegn svona miklum hitabreytingum. Það stafar auðvitað lika af matar- æðinu, að við sjáum enga thai- iendinga, sem eiga við offitu að striða, hvorki karla né konur. Samranfjölskyldan ræktar næstum eingöngu hrisgrjón. Auk þeirra ræktar hún svolitið aí kjúklingum og öndum — en aðal- lega til þess að selja. Sjaldnast borða þau annað en hrisgrjón og fisk,sem þau veiða i skurðunum. Vatnafiskurinn er kapituli út af fyrir sig. t dýpri skurðunum er hann veiddur i sérstök net, en þar a. oc CREIN MJITS WIBE LUND sem grynnra er, eru skurðirnir stiflaðir og hlutar þeirra tæmdir. Siðan er fiskurinn veiddur meö berum höndum og þurrkaður i sólinni. Hrisakrarnir, sem fjölskyldan hefur til afnota, eru 500x150 metrar á stærð. Þetta er leigujörð og fjölskyldan greiöir landeig- andanum sem svarar 925 is- lenskar krónur á ekru i leigu á ári, en hann sér siðan um aö greiða öll opinber gjöld fyrir Phutong Samran er sparsöm kona. Þau hafa ekki sjónvarp, en litiö ferðaútvarpstæki. Þau kaupa engin blöð. Hún fer sjaldan til þorp'sins. Efni i föt handa fjöl- skyldunni fær hún frá Noröur- Thailandi og hún sér sjálf um saumaskapinn. Þótt umhverfið sé ekki ýkja snyrtilegt, er öll fjöl- skyldan hreinleg og þokkalega til. fara. Þau þvo sér öll tvisvar á dag, og fatnaðurinn er tandur- hreinn, þótt slitinn sé. 2 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.