Vikan

Tölublað

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 22

Vikan - 09.10.1975, Blaðsíða 22
greiðslumanninn, sem sneri í hann baki. Afgreiðslumaðurinn sneri sér við. ,,Cardinali greifi!“ hrópaði hann, með undrun í röddinni. Hann teygði sig aftur fyrir fyrir sig og náði í lykilinn, sem hann lét á borðið. „Kappakst . . .“ Cesare greip fram í fyrir honum. „Rafallinn minn brann yfir.“ „Mér þykir leitt, senor,“ sagði afgreiðslumaðurinn. Hann tók upp umslag, sem hann rétti Cesare. „Barón- essan skildi þetta eftir handa yður.“ Cesare opnaði orðsending- una. Hún var skrifuð með rit- hönd Ilenu. „Fyrirgefðu mér, elskan, að ég gat ekki beðið eftir því, að þú kæmir aftur; Ég er far- in til New York með ríkum Texasbúa, sem heimtar að við förum í innkaupaferð. Kær kveðja, Ilena.“ Cesare brosti með sjálfum sér. Hann hafði átt að vita að Ilena hafði ástæðu til að hitta hann ekki í Cuernavaca. Hann leit upp á afgreiðslu- manninn. „Hvenær fór barn- ónessan?“ spurði hann. „Um kJukkan ellefu í morgun,“ svaraði afgreiðslu- maðurinn og brosti tvíræðu brosi. Cesare kinkaði kolli og gekk í áttina að lyftudyrun- um. Hann leit á klukkuna. Hún var að verða sjö. Uena væri sennilega komin til New York nú þegar. 21. kapítuli. Baker hallaði sér yfir borð- ið og starði á Ilenu. „Hvers vegna komstu aftur? Þú áttir að vera rneð honum.“ „Ég sagði þér að ég væri hrædd,“ sagði Ilena og leit hræðslulega á hann. „Ég hafði það á tilfinningunni að hann ætlaði að drepa mig. Að hann vissi . . .“ „Hvað kom þér til að halda það?“ spurði Baker í skyndi. „Var það eitthvað, sem hann sagði eða gerði? Eitthvað, sem þú sást?“ Ilena hristi höfuðið. „Það var ekkert svoleiðis. Það var bara hólfið í ferðatöskunni, sem ég sagði þér frá. Þegar ég snerti það fannst mér að dauðinn hefði tekið sér ból- festu í honum. Svo ég kom aftur.“ „En þú sást aldrei rýting í hólfinu," sagði Baker. „Það er svona hólf í ferðatöskunni minni, Það er fyrir tann- burstann minn og rakvélina.“ Það var barið á dyrnar. „Kom inn,“ kallaði hann. Inn kom lögreglumaður með fjarrit í hendinni. Hann setti það á borðið fyrir fram- an Baker. „Þetta var rétt áð koma frá Mevíkóborg,“ sagði hann. „Þeir fundu líkið af Allie Fargo og einhverjum byssubófa í yfirgefnum kofa á eyðimörkinni. Hann er hálfri mílu frá þeim stað, sem bíll Cardirialis fór útaf.“ Ilena reis æst á fætur. „Sjáðu! Ég hafði rétt fyrir mér!“ Baker leit upp á haha. „Ef þú hefðir verið kyrr hefðum við kannski vitað meira um þetta.“ „Kannski væri ég líka dauð!“ hreytti Uena út úr sér. „Ég kann alls ekki við þetta.“ Baker leit upp á lögreglu- mánninn. ,,‘Hvar er Cardinali núna?“ spurði hann. „Á leiðinni til New York. Vélin hans lendir á Idlewild í fyrramálið,“ svaraði lög- reglumaðurinn. „Það er kona með honum.“ Baker sneri sér aftur að Uenu. „Kona?“ spurði hann. „Er það ástæðan fyrir komu þinni?“ „Láttu ekki eins og kjáni!“ hreytti Uena út úr sér. Baker tók að brosa. ,,Ég er farinn að skilja. Hann fann sér aðra vinkonu og sagði þér að snáfa.“ Ilena gleypti við agninu. „Það er ekki satt,“ sagði hún reiðilega. „Ég þekki stúlkuna. Hún er vélamaðurinn hans.“ „Vélamaðurinn hans?“ sagði Baker vantrúaður. Hún kinkaði kolli. „Hún heitir Luke eitthvað. Véla- maðurinn, sem hann hefur venjulega, varð veikur, og hann réði hana þar.“ Baker sneri sér aftur að lögreglumanninum. „Hringdu þangað og færðu mér skýrslu um hana.“ „Já, herra,“ sagði lögreglu- maðurinn. „Viltu að Cardi- nali verði handtekinn þegar vélin lendir?“ Baker hristi höfuðið. „Það gerir ekkert gagn. Við getum Mikið og fallegt gjafaúrval. Höfum verið að taka upp mikið af nýj- um kristalsvörum. Einnig margar gerðir af fallegum styttum. Lítið inn. Skoðið okkar vandaða vöruúr- val. IEKI.‘~ Laugavegi 15/ sími 14320 1 22 VIKAN 41. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.